Katla hefur misst sjötíu kíló eftir magaermisaðgerð: „Maður þarf að taka hausinn í gegn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. júní 2020 10:29 Rætt var við Kötlu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Árið 2018 fór Katla Snorradóttir í magaermisaðgerð og hefur síðan þá misst rúmlega 70 kíló eða helming þyngdar sinnar. Hún segir að það eina sem hún sjái eftir í dag er að hafa ekki farið fyrr í aðgerðina. Sindri Sindrason hitti Kötlu á dögunum og ræddi við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég var lögð mikið í einelti sem krakki og gert mikið grín af því hvað ég væri stór,“ segir Katla. „Það var mikið talað um það af fólki í kringum mig að ég þyrfti nú að fara grennast og þá bara borðaði ég meira. Sem krakki vissi ég ekkert hvað ég ætti að gera í þessu. Á unglingsárunum varð þetta verra og verra og maður borðaði bara til þess að bæla niður tilfinningar. Ég missi mömmu mína árið 2008 og þá gerðist það aftur að ég borðaði tilfinningar mínar í burtu. Og alltaf þegar það kom upp eitthvað áfall þá byrjaði ég aftur á því. Þetta er mikil matarfíkn og maður þarf að taka á henni eins og annarri fíkn.“ Katla hefur þurft að kljást við annarskonar fíkn á lífsleiðinni en segir að matarfíkn sé sú erfiðasta að ráða við. „Ég hef verið mikið jójó alla mína ævi. Náð að grennast og tók alla þessa kúra sem til voru. Það virkaði aldrei neitt. Ég fitnaði alltaf meira en það sem ég var áður en ég fór að grennast. Þetta var alltaf stigvaxandi.“ Árið 2017 missti hún síðan góðan vin sinn og tók því illa og leitaði huggunar í mat og þegar hún var þyngst var hún 152 kíló. Það besta sem ég hef gert fyrir sjálfan mig „Þarna bætti ég á mig einhverjum þrjátíu kílóum á þremur mánuðum. Þá kom upp umræða á Facebook um magaermisaðgerð. Ég fór að skoða þetta og hugsa um þetta en sagði alltaf við mig að ég gæti þetta alveg sjálf og mig langaði ekki að fara einhverja auðvelda leið út.“ Hún tók þó ákvörðun um að fara þessa leið að lokum og segist hafa verið komin á hættulegan stað. Katla segir að þetta hafi síður en svo verið auðveld leið að fara en góð fyrir hana. „Þetta gerðist snöggt en ég vissi áður en ég fór í aðgerðina að maður þarf að taka hausinn í gegn. Ég var byrjuð að undirbúa mig og þetta er í raun það besta sem ég hef gert fyrir sjálfan mig.“ Katla segir að það hafi ekki verið neitt annað í stöðunni enda var hún hætt að geta gert hluti sem flestum finnst sjálfsagt að geta gert. „Ég átti heima á þriðju hæð og gat varla labbað upp stigann án þess að vera að andast. Það var erfitt að fara í sokka og ég gat ekki lengur naglalakkað á mér táneglurnar. Það var alltaf erfitt að setjast í sæti og sérstaklega ef það voru svona hliðarkarmar og flugvélar voru alltaf erfiðar. Þessir litlu hlutir sem fólk pælir ekkert í. Ég var hætt að geta krosslagt á mér fæturnar.“ Hún segir að viðbrögð fólks eftir að hún léttist hafi verið mikil og fólk almennt mun kurteisara við hana. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Heilsa Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Sjá meira
Árið 2018 fór Katla Snorradóttir í magaermisaðgerð og hefur síðan þá misst rúmlega 70 kíló eða helming þyngdar sinnar. Hún segir að það eina sem hún sjái eftir í dag er að hafa ekki farið fyrr í aðgerðina. Sindri Sindrason hitti Kötlu á dögunum og ræddi við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég var lögð mikið í einelti sem krakki og gert mikið grín af því hvað ég væri stór,“ segir Katla. „Það var mikið talað um það af fólki í kringum mig að ég þyrfti nú að fara grennast og þá bara borðaði ég meira. Sem krakki vissi ég ekkert hvað ég ætti að gera í þessu. Á unglingsárunum varð þetta verra og verra og maður borðaði bara til þess að bæla niður tilfinningar. Ég missi mömmu mína árið 2008 og þá gerðist það aftur að ég borðaði tilfinningar mínar í burtu. Og alltaf þegar það kom upp eitthvað áfall þá byrjaði ég aftur á því. Þetta er mikil matarfíkn og maður þarf að taka á henni eins og annarri fíkn.“ Katla hefur þurft að kljást við annarskonar fíkn á lífsleiðinni en segir að matarfíkn sé sú erfiðasta að ráða við. „Ég hef verið mikið jójó alla mína ævi. Náð að grennast og tók alla þessa kúra sem til voru. Það virkaði aldrei neitt. Ég fitnaði alltaf meira en það sem ég var áður en ég fór að grennast. Þetta var alltaf stigvaxandi.“ Árið 2017 missti hún síðan góðan vin sinn og tók því illa og leitaði huggunar í mat og þegar hún var þyngst var hún 152 kíló. Það besta sem ég hef gert fyrir sjálfan mig „Þarna bætti ég á mig einhverjum þrjátíu kílóum á þremur mánuðum. Þá kom upp umræða á Facebook um magaermisaðgerð. Ég fór að skoða þetta og hugsa um þetta en sagði alltaf við mig að ég gæti þetta alveg sjálf og mig langaði ekki að fara einhverja auðvelda leið út.“ Hún tók þó ákvörðun um að fara þessa leið að lokum og segist hafa verið komin á hættulegan stað. Katla segir að þetta hafi síður en svo verið auðveld leið að fara en góð fyrir hana. „Þetta gerðist snöggt en ég vissi áður en ég fór í aðgerðina að maður þarf að taka hausinn í gegn. Ég var byrjuð að undirbúa mig og þetta er í raun það besta sem ég hef gert fyrir sjálfan mig.“ Katla segir að það hafi ekki verið neitt annað í stöðunni enda var hún hætt að geta gert hluti sem flestum finnst sjálfsagt að geta gert. „Ég átti heima á þriðju hæð og gat varla labbað upp stigann án þess að vera að andast. Það var erfitt að fara í sokka og ég gat ekki lengur naglalakkað á mér táneglurnar. Það var alltaf erfitt að setjast í sæti og sérstaklega ef það voru svona hliðarkarmar og flugvélar voru alltaf erfiðar. Þessir litlu hlutir sem fólk pælir ekkert í. Ég var hætt að geta krosslagt á mér fæturnar.“ Hún segir að viðbrögð fólks eftir að hún léttist hafi verið mikil og fólk almennt mun kurteisara við hana. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Heilsa Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Sjá meira