Innlent

Verja tæpum milljarði í framkvæmdir við gerð hjólastíga

Andri Eysteinsson skrifar
Framkvæmt verður á þessum stöðum.
Framkvæmt verður á þessum stöðum. Reykjavíkurborg

Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur ákvarðað að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar bjóði út framkvæmdir við gerð hjólastíga á nokkrum stöðum í borginni.

Ríkið kostar framkvæmdirnar upp á 570 milljónir króna en heildarkostnaðaráætlun er 960 milljónir króna.

Verkefnið rúmast innan hjólreiðaáætlunar og samgöngusáttmála Reykjavíkurborgar en það hefur þegar verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði.

Verkefni ársins sem falla undir hjólreiðaáætlun eru eftirfarandi

Rafstöðvarvegur

Hæðargarður

Háaleitisbraut (Bústaðavegur – Fossvogur)

Hjólastæði, hjólateljarar og fræðsla ásamt eftirstöðvum verkefna frá fyrra ári. Þá verður unnið að undirbúningi og forhönnun vegna verkefna næsta árs.

Verkefni samgöngusáttmála eru:

Eiðsgrandi (Boðagrandi - Hringbraut)

Bústaðavegur (Veðurstofuvegur-Litluhlíð)

Bústaðavegur 151-153 ásamt undirgöngum

Bústaðavegur (brú yfir Kringlumýrarbraut).

Samkvæmt kostnaðaráætlun munu þessi verkefni kosta 960 milljónir króna. Þar af eru verkefni hjólreiðaáætlunar 390 milljónir króna og verkefni samgöngusáttmála 570 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×