Aðskotahlutur sprengdi dekk á vél Norwegian Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. júní 2020 07:00 Eins og sjá má var dekkið illa farið. Mynd/RNSA Rannsóknarnefnd flugslysa hefur skilað lokaskýrslu vegna alvarlegs flugatviks sem varð við flugtak Boeing 737-800 flugvélar Norwegian Air frá Keflavíkurflugvelli þann 16. júní 2018. Aðskotahlutur á flugbrautinni varð til þess að eitt af dekkjum flugvélarinnar hvellsprakk. Við það urðu margvíslegar skemmdir á búnaði vélarinnar, sem flogið var til Birmingham á Englandi svo hægt væri að lenda á þurri flugbraut. Í skýrslu nefndarinnar segir að við flugtak frá Keflavíkurflugvelli hafi flugmenn og flugliðar fundið fyrir óvenjulegum titringi frá lendingarbúnaði í nefi flugvélarinnar. Úr skýrslu RNSA. Listi yfir þann búnað flugvélarinnar sem varð fyrir skemmdum.Mynd/RNSA Eftir flugtak fengu flugmennirnir upplýsingar um að leifar úr dekki flugvélarinnar hafi fundist á flugbrautinni, auk þess sem að málmbiti hafi einnig fundist. Þar sem flugmennirnir höfðu einnig fengið ýmsar meldingar frá nemum flugvélarinnar töldu þeir líklegt að einhverjar skemmdir hafi orðið á flugvélinni við flugtak. Eftir að hafa farið yfir stöðu mála mátu þeir stöðuna svo að ekki væri fýsilegt að snúa við og lenda aftur í Keflavík. Skyggni hafi verið lélegt og flugbrautin hafi verið blaut vegna rigningar. Hafi einhver búnaður vélarinnar skemmst væri vænlegra að lenda á þurri flugbraut, en vélin var á leið til Madrídar. Ákváðu flugmenn að best væri að lenda í Birmingham á Englandi. Lýst var yfir neyðarástand þar sem vökvahemlunarbúnaði hafði misst þrýsting og haldið til Birmingham. Við lendingu kom í ljós að vindbrjótar á vinstri væng vélarinnar virkuðu ekki sem skyldi, auk þess sem að tætlur úr hinu sprungna dekki dreifðust yfir flugbrautina. Að öðru leyti gekk lendingin vel, en eftir lendingu sprautuðu slökkviliðsmenn froðu á lendingarbúnaðinn í nefi flugvélarinnar til þess að koma í veg fyrir að eldur kæmi upp. Engan sakaði. Aðskotahlutir sem fundust við flugbraut á Keflavíkurflugvelli eftir atvikið.Mynd/RNSA Eins og sjá má á listanum hér fyrir ofan varð margvíslegur búnaður vélarinnar fyrir skemmdum er aðskotahluturinn sprengdi dekkið. Eftir atvikið voru flugbrautirnar í Keflavík og Birmingham kembdar fyrir aðskotahlutum, í Keflavík fannst ýmis málmbúnaður á og við flugbrautirnar. Mælir flugslysanefndin með því að reglulega sé farið yfir verkferla í tengslum við fjarlægingu aðskotahluta á flugbrautum, til þess að tryggja að flugbrautir séu eins lausar við aðskotahluti og hægt er. Samgönguslys Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Rannsóknarnefnd flugslysa hefur skilað lokaskýrslu vegna alvarlegs flugatviks sem varð við flugtak Boeing 737-800 flugvélar Norwegian Air frá Keflavíkurflugvelli þann 16. júní 2018. Aðskotahlutur á flugbrautinni varð til þess að eitt af dekkjum flugvélarinnar hvellsprakk. Við það urðu margvíslegar skemmdir á búnaði vélarinnar, sem flogið var til Birmingham á Englandi svo hægt væri að lenda á þurri flugbraut. Í skýrslu nefndarinnar segir að við flugtak frá Keflavíkurflugvelli hafi flugmenn og flugliðar fundið fyrir óvenjulegum titringi frá lendingarbúnaði í nefi flugvélarinnar. Úr skýrslu RNSA. Listi yfir þann búnað flugvélarinnar sem varð fyrir skemmdum.Mynd/RNSA Eftir flugtak fengu flugmennirnir upplýsingar um að leifar úr dekki flugvélarinnar hafi fundist á flugbrautinni, auk þess sem að málmbiti hafi einnig fundist. Þar sem flugmennirnir höfðu einnig fengið ýmsar meldingar frá nemum flugvélarinnar töldu þeir líklegt að einhverjar skemmdir hafi orðið á flugvélinni við flugtak. Eftir að hafa farið yfir stöðu mála mátu þeir stöðuna svo að ekki væri fýsilegt að snúa við og lenda aftur í Keflavík. Skyggni hafi verið lélegt og flugbrautin hafi verið blaut vegna rigningar. Hafi einhver búnaður vélarinnar skemmst væri vænlegra að lenda á þurri flugbraut, en vélin var á leið til Madrídar. Ákváðu flugmenn að best væri að lenda í Birmingham á Englandi. Lýst var yfir neyðarástand þar sem vökvahemlunarbúnaði hafði misst þrýsting og haldið til Birmingham. Við lendingu kom í ljós að vindbrjótar á vinstri væng vélarinnar virkuðu ekki sem skyldi, auk þess sem að tætlur úr hinu sprungna dekki dreifðust yfir flugbrautina. Að öðru leyti gekk lendingin vel, en eftir lendingu sprautuðu slökkviliðsmenn froðu á lendingarbúnaðinn í nefi flugvélarinnar til þess að koma í veg fyrir að eldur kæmi upp. Engan sakaði. Aðskotahlutir sem fundust við flugbraut á Keflavíkurflugvelli eftir atvikið.Mynd/RNSA Eins og sjá má á listanum hér fyrir ofan varð margvíslegur búnaður vélarinnar fyrir skemmdum er aðskotahluturinn sprengdi dekkið. Eftir atvikið voru flugbrautirnar í Keflavík og Birmingham kembdar fyrir aðskotahlutum, í Keflavík fannst ýmis málmbúnaður á og við flugbrautirnar. Mælir flugslysanefndin með því að reglulega sé farið yfir verkferla í tengslum við fjarlægingu aðskotahluta á flugbrautum, til þess að tryggja að flugbrautir séu eins lausar við aðskotahluti og hægt er.
Samgönguslys Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira