Aðskotahlutur sprengdi dekk á vél Norwegian Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. júní 2020 07:00 Eins og sjá má var dekkið illa farið. Mynd/RNSA Rannsóknarnefnd flugslysa hefur skilað lokaskýrslu vegna alvarlegs flugatviks sem varð við flugtak Boeing 737-800 flugvélar Norwegian Air frá Keflavíkurflugvelli þann 16. júní 2018. Aðskotahlutur á flugbrautinni varð til þess að eitt af dekkjum flugvélarinnar hvellsprakk. Við það urðu margvíslegar skemmdir á búnaði vélarinnar, sem flogið var til Birmingham á Englandi svo hægt væri að lenda á þurri flugbraut. Í skýrslu nefndarinnar segir að við flugtak frá Keflavíkurflugvelli hafi flugmenn og flugliðar fundið fyrir óvenjulegum titringi frá lendingarbúnaði í nefi flugvélarinnar. Úr skýrslu RNSA. Listi yfir þann búnað flugvélarinnar sem varð fyrir skemmdum.Mynd/RNSA Eftir flugtak fengu flugmennirnir upplýsingar um að leifar úr dekki flugvélarinnar hafi fundist á flugbrautinni, auk þess sem að málmbiti hafi einnig fundist. Þar sem flugmennirnir höfðu einnig fengið ýmsar meldingar frá nemum flugvélarinnar töldu þeir líklegt að einhverjar skemmdir hafi orðið á flugvélinni við flugtak. Eftir að hafa farið yfir stöðu mála mátu þeir stöðuna svo að ekki væri fýsilegt að snúa við og lenda aftur í Keflavík. Skyggni hafi verið lélegt og flugbrautin hafi verið blaut vegna rigningar. Hafi einhver búnaður vélarinnar skemmst væri vænlegra að lenda á þurri flugbraut, en vélin var á leið til Madrídar. Ákváðu flugmenn að best væri að lenda í Birmingham á Englandi. Lýst var yfir neyðarástand þar sem vökvahemlunarbúnaði hafði misst þrýsting og haldið til Birmingham. Við lendingu kom í ljós að vindbrjótar á vinstri væng vélarinnar virkuðu ekki sem skyldi, auk þess sem að tætlur úr hinu sprungna dekki dreifðust yfir flugbrautina. Að öðru leyti gekk lendingin vel, en eftir lendingu sprautuðu slökkviliðsmenn froðu á lendingarbúnaðinn í nefi flugvélarinnar til þess að koma í veg fyrir að eldur kæmi upp. Engan sakaði. Aðskotahlutir sem fundust við flugbraut á Keflavíkurflugvelli eftir atvikið.Mynd/RNSA Eins og sjá má á listanum hér fyrir ofan varð margvíslegur búnaður vélarinnar fyrir skemmdum er aðskotahluturinn sprengdi dekkið. Eftir atvikið voru flugbrautirnar í Keflavík og Birmingham kembdar fyrir aðskotahlutum, í Keflavík fannst ýmis málmbúnaður á og við flugbrautirnar. Mælir flugslysanefndin með því að reglulega sé farið yfir verkferla í tengslum við fjarlægingu aðskotahluta á flugbrautum, til þess að tryggja að flugbrautir séu eins lausar við aðskotahluti og hægt er. Samgönguslys Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira
Rannsóknarnefnd flugslysa hefur skilað lokaskýrslu vegna alvarlegs flugatviks sem varð við flugtak Boeing 737-800 flugvélar Norwegian Air frá Keflavíkurflugvelli þann 16. júní 2018. Aðskotahlutur á flugbrautinni varð til þess að eitt af dekkjum flugvélarinnar hvellsprakk. Við það urðu margvíslegar skemmdir á búnaði vélarinnar, sem flogið var til Birmingham á Englandi svo hægt væri að lenda á þurri flugbraut. Í skýrslu nefndarinnar segir að við flugtak frá Keflavíkurflugvelli hafi flugmenn og flugliðar fundið fyrir óvenjulegum titringi frá lendingarbúnaði í nefi flugvélarinnar. Úr skýrslu RNSA. Listi yfir þann búnað flugvélarinnar sem varð fyrir skemmdum.Mynd/RNSA Eftir flugtak fengu flugmennirnir upplýsingar um að leifar úr dekki flugvélarinnar hafi fundist á flugbrautinni, auk þess sem að málmbiti hafi einnig fundist. Þar sem flugmennirnir höfðu einnig fengið ýmsar meldingar frá nemum flugvélarinnar töldu þeir líklegt að einhverjar skemmdir hafi orðið á flugvélinni við flugtak. Eftir að hafa farið yfir stöðu mála mátu þeir stöðuna svo að ekki væri fýsilegt að snúa við og lenda aftur í Keflavík. Skyggni hafi verið lélegt og flugbrautin hafi verið blaut vegna rigningar. Hafi einhver búnaður vélarinnar skemmst væri vænlegra að lenda á þurri flugbraut, en vélin var á leið til Madrídar. Ákváðu flugmenn að best væri að lenda í Birmingham á Englandi. Lýst var yfir neyðarástand þar sem vökvahemlunarbúnaði hafði misst þrýsting og haldið til Birmingham. Við lendingu kom í ljós að vindbrjótar á vinstri væng vélarinnar virkuðu ekki sem skyldi, auk þess sem að tætlur úr hinu sprungna dekki dreifðust yfir flugbrautina. Að öðru leyti gekk lendingin vel, en eftir lendingu sprautuðu slökkviliðsmenn froðu á lendingarbúnaðinn í nefi flugvélarinnar til þess að koma í veg fyrir að eldur kæmi upp. Engan sakaði. Aðskotahlutir sem fundust við flugbraut á Keflavíkurflugvelli eftir atvikið.Mynd/RNSA Eins og sjá má á listanum hér fyrir ofan varð margvíslegur búnaður vélarinnar fyrir skemmdum er aðskotahluturinn sprengdi dekkið. Eftir atvikið voru flugbrautirnar í Keflavík og Birmingham kembdar fyrir aðskotahlutum, í Keflavík fannst ýmis málmbúnaður á og við flugbrautirnar. Mælir flugslysanefndin með því að reglulega sé farið yfir verkferla í tengslum við fjarlægingu aðskotahluta á flugbrautum, til þess að tryggja að flugbrautir séu eins lausar við aðskotahluti og hægt er.
Samgönguslys Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira