Erlent

Mannréttindráðið fundar um rasisma og lögregluofbeldi

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Dauði George Floyd varð kveikjað að umfangsmiklum mótmælum gegn rasisma og lögregluofbeldi víðs vegar um heiminn. 
Dauði George Floyd varð kveikjað að umfangsmiklum mótmælum gegn rasisma og lögregluofbeldi víðs vegar um heiminn.  Vísir/Getty

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að boða til sérstakrar umræðu um lögregluofbeldi, kerfisbundna kynþáttafordóma og ofbeldi gegn mótmælendum. Hávær umræða hefur verið um þessi málefni eftir að Bandaríkjamaðurinn George Floyd lést í haldi lögreglu í maí.

Dieudonne Desire Sougouri, fulltrúi Búrkína Fasó í ráðinu, kallaði eftir umræðunni fyrir hönd Afríkuríkja. Í bréfi sem hann sendi forseta ráðsins minntist Sougouri á dauða Floyds og sagði brýna þörf á því að ráðið ræddi um þessi mál.

„Dauði George Floyd er því miður ekki eina slíka atvikið. Ítrekað hefur fólk af afrískum uppruna lent í þessu sama vegna uppruna síns og tilvistar lögregluofbeldis,“ sagði Sougouri.

Sougouri sagði enn fremur að ráðinu bæri einfaldlega skylda til að taka málið fyrir, enda hefur dauði Floyds vakið heimsathygli.

„Þess vegna leggur afríski hópurinn til að Mannréttindaráðið skipuleggi umræður um rasísk mannréttindabrot, kerfisbundna kynþáttafordóma, lögregluofbeldi gegn fólki af afrískum uppruna og ofbeldi gegn friðsömum mótmælendum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×