Öryggisgæsla aukin í Farsóttarhúsinu vegna Rúmenanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. júní 2020 12:20 Frá aðgerðum í gær þar sem verið var að flytja hluta Rúmenanna í Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg. Vísir/Baldur Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. Þrír reyndust neikvæðir fyrir veirunni og beðið er eftir niðurstöðum úr fimm sýnum. Öryggisgæsla í Farsóttahúsinu hefur verið aukin vegna málsins. Rúmenarnir fimm sem lögregla leitaði að í gærkvöldi vegna gruns um að þeir væru smitaðir af kórónuveirunni gáfu sig fram við lögreglu í nótt. Talið er að þeir tengist öðrum hópi Rúmena sem handteknir voru um helgina vegna þjófnaðar á Selfossi og reyndust tveir þeirra smitaðir af veirunni. Rúmenarnir fimm komu til landsins 5. júní, nokkrum dögum áður en hinn hópurinn – fimm karlar og ein kona – komu til landsins. Á annan tug lögreglumanna í nokkrum lögregluumdæmum eru í sóttkví vegna málsins. Rúmenarnir ellefu dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarástíg og eru öll talin hafa brotið reglur um sóttkví. Tekin hafa verið sýni úr öllum. Enn er beðið eftir niðurstöðum úr fimm sýnum – þrjú reyndust neikvæð og sem fyrr segir eru tveir með virkt smit. Farsóttarhúsinu hafði verið lokað í maí þegar dró úr faraldrinum og stóð til að það yrði opnað á ný í dag í tengslum við nýjar reglur um skimun fyrir veirunni hjá farþegum sem koma í gegn um Keflavíkurflugvöll. Flýttu opnuninni Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttahúsa, segir að flýta hafi þurft opnuninni vegna málsins. „Við ætluðum að opna í dag í rauninni en þurftum að bregðast hratt við í gær og setja húsið upp og taka á móti fyrstu gestunum. Það komu strax sjö manns í gærdag og restin kom í nótt þannig það var bara allt sett á fullt hérna og við náðum að setja húsið upp á klukkustund. Hluti þessara gesta sem hér eru er verið að rannsaka vegna þjófnaðarmála á Selfossi, það eru tveir einstaklingar. Hinir sem eru í húsinu eru erlendir ferðamenn sem brutu sóttvarnarlög,“ segir Gylfi. Að neðan má sjá frétt úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Aukin gæsla Gæsla í Farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg hafi því verið aukin. „Þar sem að við gerum sérstaklega vegna þessara tveggja þá erum við með hertara öryggi hér í húsinu. Við erum bæði með öryggisverði og lögreglu á svæðinu. Auk þess erum við með myndavélar á öllum göngum og fylgjumst vel með því að fólk sé ekki að fara út úr herbergjunum sínum eins og lög gera ráð fyrir,“ segir Gylfi. Einnig verða opnuð farsóttarhús á Akureyri og á Egilsstöðum í dag til að taka við smituðum ferðamönnum. Þar munu sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins sinna gestum. Gylfi segist ekki vita hvað gestirnir verða margir næstu daga og vikur. „Við vonum að það verði færri frekar en fleiri. Við siglum blint í sjóinn með Egilsstaði út af Norrænu en það kemur í ljós á næstu dögum. Við ráðum við mjög stóran hóp fólks. Við erum með gistirými nú þegar fyrir hundrað manns á þessum þremur stöðum þar sem við verðum með farsóttahús á og ef þarf að fjölga því getum við gert það,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. Þrír reyndust neikvæðir fyrir veirunni og beðið er eftir niðurstöðum úr fimm sýnum. Öryggisgæsla í Farsóttahúsinu hefur verið aukin vegna málsins. Rúmenarnir fimm sem lögregla leitaði að í gærkvöldi vegna gruns um að þeir væru smitaðir af kórónuveirunni gáfu sig fram við lögreglu í nótt. Talið er að þeir tengist öðrum hópi Rúmena sem handteknir voru um helgina vegna þjófnaðar á Selfossi og reyndust tveir þeirra smitaðir af veirunni. Rúmenarnir fimm komu til landsins 5. júní, nokkrum dögum áður en hinn hópurinn – fimm karlar og ein kona – komu til landsins. Á annan tug lögreglumanna í nokkrum lögregluumdæmum eru í sóttkví vegna málsins. Rúmenarnir ellefu dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarástíg og eru öll talin hafa brotið reglur um sóttkví. Tekin hafa verið sýni úr öllum. Enn er beðið eftir niðurstöðum úr fimm sýnum – þrjú reyndust neikvæð og sem fyrr segir eru tveir með virkt smit. Farsóttarhúsinu hafði verið lokað í maí þegar dró úr faraldrinum og stóð til að það yrði opnað á ný í dag í tengslum við nýjar reglur um skimun fyrir veirunni hjá farþegum sem koma í gegn um Keflavíkurflugvöll. Flýttu opnuninni Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttahúsa, segir að flýta hafi þurft opnuninni vegna málsins. „Við ætluðum að opna í dag í rauninni en þurftum að bregðast hratt við í gær og setja húsið upp og taka á móti fyrstu gestunum. Það komu strax sjö manns í gærdag og restin kom í nótt þannig það var bara allt sett á fullt hérna og við náðum að setja húsið upp á klukkustund. Hluti þessara gesta sem hér eru er verið að rannsaka vegna þjófnaðarmála á Selfossi, það eru tveir einstaklingar. Hinir sem eru í húsinu eru erlendir ferðamenn sem brutu sóttvarnarlög,“ segir Gylfi. Að neðan má sjá frétt úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Aukin gæsla Gæsla í Farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg hafi því verið aukin. „Þar sem að við gerum sérstaklega vegna þessara tveggja þá erum við með hertara öryggi hér í húsinu. Við erum bæði með öryggisverði og lögreglu á svæðinu. Auk þess erum við með myndavélar á öllum göngum og fylgjumst vel með því að fólk sé ekki að fara út úr herbergjunum sínum eins og lög gera ráð fyrir,“ segir Gylfi. Einnig verða opnuð farsóttarhús á Akureyri og á Egilsstöðum í dag til að taka við smituðum ferðamönnum. Þar munu sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins sinna gestum. Gylfi segist ekki vita hvað gestirnir verða margir næstu daga og vikur. „Við vonum að það verði færri frekar en fleiri. Við siglum blint í sjóinn með Egilsstaði út af Norrænu en það kemur í ljós á næstu dögum. Við ráðum við mjög stóran hóp fólks. Við erum með gistirými nú þegar fyrir hundrað manns á þessum þremur stöðum þar sem við verðum með farsóttahús á og ef þarf að fjölga því getum við gert það,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira