Öryggisgæsla aukin í Farsóttarhúsinu vegna Rúmenanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. júní 2020 12:20 Frá aðgerðum í gær þar sem verið var að flytja hluta Rúmenanna í Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg. Vísir/Baldur Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. Þrír reyndust neikvæðir fyrir veirunni og beðið er eftir niðurstöðum úr fimm sýnum. Öryggisgæsla í Farsóttahúsinu hefur verið aukin vegna málsins. Rúmenarnir fimm sem lögregla leitaði að í gærkvöldi vegna gruns um að þeir væru smitaðir af kórónuveirunni gáfu sig fram við lögreglu í nótt. Talið er að þeir tengist öðrum hópi Rúmena sem handteknir voru um helgina vegna þjófnaðar á Selfossi og reyndust tveir þeirra smitaðir af veirunni. Rúmenarnir fimm komu til landsins 5. júní, nokkrum dögum áður en hinn hópurinn – fimm karlar og ein kona – komu til landsins. Á annan tug lögreglumanna í nokkrum lögregluumdæmum eru í sóttkví vegna málsins. Rúmenarnir ellefu dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarástíg og eru öll talin hafa brotið reglur um sóttkví. Tekin hafa verið sýni úr öllum. Enn er beðið eftir niðurstöðum úr fimm sýnum – þrjú reyndust neikvæð og sem fyrr segir eru tveir með virkt smit. Farsóttarhúsinu hafði verið lokað í maí þegar dró úr faraldrinum og stóð til að það yrði opnað á ný í dag í tengslum við nýjar reglur um skimun fyrir veirunni hjá farþegum sem koma í gegn um Keflavíkurflugvöll. Flýttu opnuninni Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttahúsa, segir að flýta hafi þurft opnuninni vegna málsins. „Við ætluðum að opna í dag í rauninni en þurftum að bregðast hratt við í gær og setja húsið upp og taka á móti fyrstu gestunum. Það komu strax sjö manns í gærdag og restin kom í nótt þannig það var bara allt sett á fullt hérna og við náðum að setja húsið upp á klukkustund. Hluti þessara gesta sem hér eru er verið að rannsaka vegna þjófnaðarmála á Selfossi, það eru tveir einstaklingar. Hinir sem eru í húsinu eru erlendir ferðamenn sem brutu sóttvarnarlög,“ segir Gylfi. Að neðan má sjá frétt úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Aukin gæsla Gæsla í Farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg hafi því verið aukin. „Þar sem að við gerum sérstaklega vegna þessara tveggja þá erum við með hertara öryggi hér í húsinu. Við erum bæði með öryggisverði og lögreglu á svæðinu. Auk þess erum við með myndavélar á öllum göngum og fylgjumst vel með því að fólk sé ekki að fara út úr herbergjunum sínum eins og lög gera ráð fyrir,“ segir Gylfi. Einnig verða opnuð farsóttarhús á Akureyri og á Egilsstöðum í dag til að taka við smituðum ferðamönnum. Þar munu sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins sinna gestum. Gylfi segist ekki vita hvað gestirnir verða margir næstu daga og vikur. „Við vonum að það verði færri frekar en fleiri. Við siglum blint í sjóinn með Egilsstaði út af Norrænu en það kemur í ljós á næstu dögum. Við ráðum við mjög stóran hóp fólks. Við erum með gistirými nú þegar fyrir hundrað manns á þessum þremur stöðum þar sem við verðum með farsóttahús á og ef þarf að fjölga því getum við gert það,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Sjá meira
Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. Þrír reyndust neikvæðir fyrir veirunni og beðið er eftir niðurstöðum úr fimm sýnum. Öryggisgæsla í Farsóttahúsinu hefur verið aukin vegna málsins. Rúmenarnir fimm sem lögregla leitaði að í gærkvöldi vegna gruns um að þeir væru smitaðir af kórónuveirunni gáfu sig fram við lögreglu í nótt. Talið er að þeir tengist öðrum hópi Rúmena sem handteknir voru um helgina vegna þjófnaðar á Selfossi og reyndust tveir þeirra smitaðir af veirunni. Rúmenarnir fimm komu til landsins 5. júní, nokkrum dögum áður en hinn hópurinn – fimm karlar og ein kona – komu til landsins. Á annan tug lögreglumanna í nokkrum lögregluumdæmum eru í sóttkví vegna málsins. Rúmenarnir ellefu dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarástíg og eru öll talin hafa brotið reglur um sóttkví. Tekin hafa verið sýni úr öllum. Enn er beðið eftir niðurstöðum úr fimm sýnum – þrjú reyndust neikvæð og sem fyrr segir eru tveir með virkt smit. Farsóttarhúsinu hafði verið lokað í maí þegar dró úr faraldrinum og stóð til að það yrði opnað á ný í dag í tengslum við nýjar reglur um skimun fyrir veirunni hjá farþegum sem koma í gegn um Keflavíkurflugvöll. Flýttu opnuninni Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttahúsa, segir að flýta hafi þurft opnuninni vegna málsins. „Við ætluðum að opna í dag í rauninni en þurftum að bregðast hratt við í gær og setja húsið upp og taka á móti fyrstu gestunum. Það komu strax sjö manns í gærdag og restin kom í nótt þannig það var bara allt sett á fullt hérna og við náðum að setja húsið upp á klukkustund. Hluti þessara gesta sem hér eru er verið að rannsaka vegna þjófnaðarmála á Selfossi, það eru tveir einstaklingar. Hinir sem eru í húsinu eru erlendir ferðamenn sem brutu sóttvarnarlög,“ segir Gylfi. Að neðan má sjá frétt úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Aukin gæsla Gæsla í Farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg hafi því verið aukin. „Þar sem að við gerum sérstaklega vegna þessara tveggja þá erum við með hertara öryggi hér í húsinu. Við erum bæði með öryggisverði og lögreglu á svæðinu. Auk þess erum við með myndavélar á öllum göngum og fylgjumst vel með því að fólk sé ekki að fara út úr herbergjunum sínum eins og lög gera ráð fyrir,“ segir Gylfi. Einnig verða opnuð farsóttarhús á Akureyri og á Egilsstöðum í dag til að taka við smituðum ferðamönnum. Þar munu sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins sinna gestum. Gylfi segist ekki vita hvað gestirnir verða margir næstu daga og vikur. „Við vonum að það verði færri frekar en fleiri. Við siglum blint í sjóinn með Egilsstaði út af Norrænu en það kemur í ljós á næstu dögum. Við ráðum við mjög stóran hóp fólks. Við erum með gistirými nú þegar fyrir hundrað manns á þessum þremur stöðum þar sem við verðum með farsóttahús á og ef þarf að fjölga því getum við gert það,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Sjá meira