Segir „hugmyndafræði hinsegin fólks“ verri en kommúnisma Sylvía Hall skrifar 14. júní 2020 10:56 Andrzej Duda sést hér til hægri. Hann sækist nú eftir endurkjöri í Póllandi. Vísir/getty Andrzej Duda, forseti Póllands, beindi sjónum sínum að baráttu hinsegin fólks í landinu í kosningaræðu sinni í gær og sagði „hugmyndafræðina“ skaðlegri en kommúnisma. Kynslóð foreldra hans hefði barist gegn hugmyndafræði kommúnisma í fjörutíu ár en nú væri ný barátta tekin við. „Þau börðust ekki svo ný hugmyndafræði kæmi fram sem er skaðlegri,“ sagði Duda í ræðu sinni, en hann hefur verið forseti Póllands frá árinu 2015. Flokkur Duda, laga- og réttlætisflokkurinn, hefur barist gegn réttindum hinsegin fólks undanfarin ár og hefur hinsegin fólk mætt ofsóknum og ofbeldi í embættistíð hans. Á síðasta ári réðust hægri öfgahópar að fyrstu gleðigöngunni í borginni Bialystok og hentu leiftursprengjum, steinum og glerflöskum að þátttakendum í göngunni. Á kosningafundi sínum í Brzeg í suðvesturhluta Póllands sagði Duda það vera á ábyrgð foreldra hvernig kynfræðslu væri háttað og það væri ekki á valdi stofnana að hlutast til um það. Þó skrifaði forsetinn undir kosningatillögur fyrr í mánuðinum þar sem hann lofaði því að lögleiða bann við samkynja hjónaböndum, ættleiðingu hinsegin fólks og bann gegn hinsegin fræðslu í skólum. Duda virðist ætla beita sér mjög gegn réttindum hinsegin fólks í kosningabaráttunni, en hann sagði hinsegin fólk grafa undan virðingu og umburðarlyndi og að barátta þeirra væri skaðleg gegn mannkyninu. Í viðtali í Víglínunni á síðasta ári ræddi Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna 78 stöðu hinsegin fólks í Póllandi. Hún sagðist óttast stefnu yfirvalda þar í landi, enda hefði kosningabaráttan í þingkosningunum á síðasta ári verið hatursfull og skaðleg fyrir hinsegin fólk í Póllandi. „Það sem breytir alveg verulega miklu er þessi kosningabarátta sem þau hafa rekið og var mjög hatrömm og hatursfull og hún getur breytt ýmsu fyrir það fólk sem er að reyna að berjast fyrir sínum réttindum og fyrir auknu umburðarlyndi frá degi til dags.“ Pólland Hinsegin Tengdar fréttir ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. 8. apríl 2020 10:27 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Andrzej Duda, forseti Póllands, beindi sjónum sínum að baráttu hinsegin fólks í landinu í kosningaræðu sinni í gær og sagði „hugmyndafræðina“ skaðlegri en kommúnisma. Kynslóð foreldra hans hefði barist gegn hugmyndafræði kommúnisma í fjörutíu ár en nú væri ný barátta tekin við. „Þau börðust ekki svo ný hugmyndafræði kæmi fram sem er skaðlegri,“ sagði Duda í ræðu sinni, en hann hefur verið forseti Póllands frá árinu 2015. Flokkur Duda, laga- og réttlætisflokkurinn, hefur barist gegn réttindum hinsegin fólks undanfarin ár og hefur hinsegin fólk mætt ofsóknum og ofbeldi í embættistíð hans. Á síðasta ári réðust hægri öfgahópar að fyrstu gleðigöngunni í borginni Bialystok og hentu leiftursprengjum, steinum og glerflöskum að þátttakendum í göngunni. Á kosningafundi sínum í Brzeg í suðvesturhluta Póllands sagði Duda það vera á ábyrgð foreldra hvernig kynfræðslu væri háttað og það væri ekki á valdi stofnana að hlutast til um það. Þó skrifaði forsetinn undir kosningatillögur fyrr í mánuðinum þar sem hann lofaði því að lögleiða bann við samkynja hjónaböndum, ættleiðingu hinsegin fólks og bann gegn hinsegin fræðslu í skólum. Duda virðist ætla beita sér mjög gegn réttindum hinsegin fólks í kosningabaráttunni, en hann sagði hinsegin fólk grafa undan virðingu og umburðarlyndi og að barátta þeirra væri skaðleg gegn mannkyninu. Í viðtali í Víglínunni á síðasta ári ræddi Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna 78 stöðu hinsegin fólks í Póllandi. Hún sagðist óttast stefnu yfirvalda þar í landi, enda hefði kosningabaráttan í þingkosningunum á síðasta ári verið hatursfull og skaðleg fyrir hinsegin fólk í Póllandi. „Það sem breytir alveg verulega miklu er þessi kosningabarátta sem þau hafa rekið og var mjög hatrömm og hatursfull og hún getur breytt ýmsu fyrir það fólk sem er að reyna að berjast fyrir sínum réttindum og fyrir auknu umburðarlyndi frá degi til dags.“
Pólland Hinsegin Tengdar fréttir ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. 8. apríl 2020 10:27 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. 8. apríl 2020 10:27