Innlent

Lýsa enn eftir Pioaru Alexandru Ionut

Atli Ísleifsson skrifar
Pioaru Alexandru Ionut kom til landsins fyrripart síðustu viku í sex manna hópi.
Pioaru Alexandru Ionut kom til landsins fyrripart síðustu viku í sex manna hópi. Lögreglan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir rúmenskum karlmanni, Pioaru Alexandru Ionut, sem kom til landsins fyrripart síðustu viku í sex manna hópi.

Tveir úr honum hafa greinst með COVID-19 og því er uppi grunur að það sama geti átt við um manninn sem leitað er að.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að tveir samlandar hans, sem lýst var í gær, séu fundnir og í vörslu lögreglu.

„Myndir af þeim voru birtar í fjölmiðlum í gær, en meðfylgjandi er mynd af Ionut, sem er á þrítugsaldri.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Ionut, eða vita hvar hann er niðurkominn, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögreglu í síma 112. Starfsmenn gististaða og hótela eru sérstaklega beðnir um að vera á varðbergi og tilkynna um Ionut hafi þeir orðið varir við ferðir hans,“ segir í tilkynningunni.

Mennirnir þrír, sem handteknir voru á föstudag, eru enn í haldi lögreglu og vistaðir hjá lögreglunni á Suðurlandi en þeir verða í dag færðir í farsóttarhúsið á Rauðarárstíg þar sem þeir verða látnir sæta einangrun undir eftirliti lögreglu.

Sextán lögreglumenn eru í sóttkví vegna málsins, þar af ellefu hjá lögreglunni á Suðurlandi.


Tengdar fréttir

Þetta eru mennirnir sem lögreglan lýsir eftir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti rétt í þessu Facebook-færslu þar sem birtar eru myndir af tveimur þeirra þriggja manna sem lýst er eftir vegna gruns um að þeir séu smitaðir af kórónuveirunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×