Þorsteinn eftir leik: Sköpuðum slatta af færum, vorum ekki að nýta þau Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2020 16:00 Þorsteinn hefði viljað sjá sitt lið klára leikinn fyrr í dag. Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Breiðablik vann í dag FH 3-0 í fyrstu umferð Pepsi Max deildar kvenna. Blikar komust snemma yfir en þurftu að bíða þangað til í uppbótartíma til að bæta við fleiri mörkum. Þorsteinn Halldórsson þjálfari Breiðabliks var eins og við mátti búast ánægður eftir leikinn. „Ég er sáttur. Við sköpuðum okkur slatta af færum. Við vorum bara ekki að nýta þau. Það var ágætis hreyfing á liðinu og það var jákvætt. Við vorum mikið að fá mikið af færum. Svona er þetta að það getur stundum verið strembið að skora en ég er að ánægður að hafa unnið og þetta snýst alltaf aðallega um það,” sagði Þorsteinn ánægður eftir leikinn. Það var kafli í seinni hálfleik þar sem það mætti halda að það væru einhver álög yfir markinu hjá FH. Blikar óðu í færum en ekkert fór inn fyrr en í uppbótartímanum. „Við sköpuðum okkur töluvert mikið af góðum færum þarna í seinni hálfleik. Við fengum einhver tvö til þrjú mjög góð færi í fyrri hálfleik en síðan held ég að ég geti sagt frá einhverjum sjá ef ekki átta dauðafærum í seinni hálfleik. Við hefðum átt að nýta eitt af þessum færum fyrr í hálfleiknum.” Á 58. mínútu fékk Alexandra Jóhannsdóttir gullt spjald fyrir leikaraskap eftir flottan sprett upp vinstri vænginn. Það sást að Blikar voru ekki sáttir með þann dóm en einhverjir hefðu eflaust viljað sjá vítaspyrnu dæmda. „Ég sé það ekki almennilega. Ég er alveg 80 metrum frá þessu en ég á mjög erfitt með að sjá að þetta hafi verið dýfa. Þetta er stundum svona en mér fannst þetta skrítinn dómur.” Sveindís Jane Jónsdóttir spilaði í dag sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í Pepsi Max deildinni. Hún kom spræk inn í liðið og ógnaði makrinu hjá FH trekk í trekk. „Sveindís var góð. Hún tætti upp kantinn hægri, vinstri og skapaði færi. Hún var líkleg allan tímann og hún er bara góð viðbót fyrir okkur.” Mikið af færum Blikana kom úr innköstum frá Sveindísi en hún getur kastað vel inn í markteig. Þetta er eitthvað sem Blikar hafa verið að æfa og ætla að nýta sér í sumar. „Hún kastar alveg ótrúlega langt og við höfum æft það. Vonandi förum við að skora úr þeim bara. ” Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ein af mörgum landsliðskonum Blika var ekki í dag. Hún er vanalega fastamaður í byrjunarliðinu en í dag var hún ekki í hóp. „Áslaug er meidd. Hún verður frá í einhvern tíma í viðbót en hún verður allavega ekki með næstu tvær vikurnar.” Næsta fimmtudag fara Blikar á Selfoss til að spila við bikarmeistarana. Sá leikur verður eflaust gríðarlega spennandi en Selfoss eru búnar að bæta við sig hörku leikmönnum í vetur. „Það er hörkuleikur. Það eru allir leikir erfiðir í þessari deild. Ef við ætlum að fara að nálgast hvern leik fyrir sig allt öðruvísi þá lendum við í vandræðum. Við nálguðumst þennan leik með mikilli virðingu fyrir FH liðinu. Það er ástæðan fyrir að við unnum í dag. Við mættum með rétta stemningu inn í leikinn. Við þurfum klárlega líka að vera klár í alvöru leik á móti Selfossi og vera með rétta hugarfarið þar,” sagði Þorsteinn að lokum. Íslenski boltinn Fótbolti Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 3-0 | Nýliðarnir áttu aldrei möguleika í Kópavogi Breiðablik vann nýliða FH örugglega 3-0 á Kópavogsvelli þó mörkin hafi komið seint. 13. júní 2020 14:55 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Breiðablik vann í dag FH 3-0 í fyrstu umferð Pepsi Max deildar kvenna. Blikar komust snemma yfir en þurftu að bíða þangað til í uppbótartíma til að bæta við fleiri mörkum. Þorsteinn Halldórsson þjálfari Breiðabliks var eins og við mátti búast ánægður eftir leikinn. „Ég er sáttur. Við sköpuðum okkur slatta af færum. Við vorum bara ekki að nýta þau. Það var ágætis hreyfing á liðinu og það var jákvætt. Við vorum mikið að fá mikið af færum. Svona er þetta að það getur stundum verið strembið að skora en ég er að ánægður að hafa unnið og þetta snýst alltaf aðallega um það,” sagði Þorsteinn ánægður eftir leikinn. Það var kafli í seinni hálfleik þar sem það mætti halda að það væru einhver álög yfir markinu hjá FH. Blikar óðu í færum en ekkert fór inn fyrr en í uppbótartímanum. „Við sköpuðum okkur töluvert mikið af góðum færum þarna í seinni hálfleik. Við fengum einhver tvö til þrjú mjög góð færi í fyrri hálfleik en síðan held ég að ég geti sagt frá einhverjum sjá ef ekki átta dauðafærum í seinni hálfleik. Við hefðum átt að nýta eitt af þessum færum fyrr í hálfleiknum.” Á 58. mínútu fékk Alexandra Jóhannsdóttir gullt spjald fyrir leikaraskap eftir flottan sprett upp vinstri vænginn. Það sást að Blikar voru ekki sáttir með þann dóm en einhverjir hefðu eflaust viljað sjá vítaspyrnu dæmda. „Ég sé það ekki almennilega. Ég er alveg 80 metrum frá þessu en ég á mjög erfitt með að sjá að þetta hafi verið dýfa. Þetta er stundum svona en mér fannst þetta skrítinn dómur.” Sveindís Jane Jónsdóttir spilaði í dag sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í Pepsi Max deildinni. Hún kom spræk inn í liðið og ógnaði makrinu hjá FH trekk í trekk. „Sveindís var góð. Hún tætti upp kantinn hægri, vinstri og skapaði færi. Hún var líkleg allan tímann og hún er bara góð viðbót fyrir okkur.” Mikið af færum Blikana kom úr innköstum frá Sveindísi en hún getur kastað vel inn í markteig. Þetta er eitthvað sem Blikar hafa verið að æfa og ætla að nýta sér í sumar. „Hún kastar alveg ótrúlega langt og við höfum æft það. Vonandi förum við að skora úr þeim bara. ” Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ein af mörgum landsliðskonum Blika var ekki í dag. Hún er vanalega fastamaður í byrjunarliðinu en í dag var hún ekki í hóp. „Áslaug er meidd. Hún verður frá í einhvern tíma í viðbót en hún verður allavega ekki með næstu tvær vikurnar.” Næsta fimmtudag fara Blikar á Selfoss til að spila við bikarmeistarana. Sá leikur verður eflaust gríðarlega spennandi en Selfoss eru búnar að bæta við sig hörku leikmönnum í vetur. „Það er hörkuleikur. Það eru allir leikir erfiðir í þessari deild. Ef við ætlum að fara að nálgast hvern leik fyrir sig allt öðruvísi þá lendum við í vandræðum. Við nálguðumst þennan leik með mikilli virðingu fyrir FH liðinu. Það er ástæðan fyrir að við unnum í dag. Við mættum með rétta stemningu inn í leikinn. Við þurfum klárlega líka að vera klár í alvöru leik á móti Selfossi og vera með rétta hugarfarið þar,” sagði Þorsteinn að lokum.
Íslenski boltinn Fótbolti Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 3-0 | Nýliðarnir áttu aldrei möguleika í Kópavogi Breiðablik vann nýliða FH örugglega 3-0 á Kópavogsvelli þó mörkin hafi komið seint. 13. júní 2020 14:55 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - FH 3-0 | Nýliðarnir áttu aldrei möguleika í Kópavogi Breiðablik vann nýliða FH örugglega 3-0 á Kópavogsvelli þó mörkin hafi komið seint. 13. júní 2020 14:55