Undirbúningur fyrir fríverslunarviðræður EFTA og Bretlands hafinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júní 2020 23:15 Undirbúningur er hafinn fyrir fríverslunarviðræður Íslands, Noregs og Liechtenstein við Bretland. Vísir/Vilhelm Undirbúningur er hafinn fyrir fríverslunarviðræður Íslands, Noregs og Liechtenstein, EFTA ríkjanna, við Bretland. Löndin funduðu í með utanríkisviðskiptaráðuneyti Bretlands í fyrsta sinn í gær og er áætlað að formlegar viðræður hefjist í lok mánaðarins. Fulltrúar ríkjanna verða áfram í nánum samskiptum þangað til þær hefjast samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Á fundinum var farið yfir efni fyrirhugaðs fríverslunarsamnings og farið yfir samningsafstöðu á hverju sviði fyrir sig auk þess sem ákvarðanir voru teknar um næstu skref í undirbúningnum fyrir formlegar viðræður. Viðræðum verður haldið áfram út sumarið með fjarfundabúnaði. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra fagnar því að Bretland sé komið að borðinu og tilbúið að hefja viðræður af fullum krafti. „Ljóst er að allir aðilar gera sér grein fyrir þeim miklu hagsmunum sem hér eru í húfi og eru tilbúnir til að leggja mikið á sig til að viðhalda og vernda viðskiptatengsl Íslands og Bretlands,“ segir Guðlaugur. Þá kemur fram að góð samstaða hafi verið á fundinum og bjartsýni ríki um að samningar náist fyrir lok árs. Noregur, Ísland, Liechtenstein og Bretland hafi að nokkru leyti samræmd lög og reglugerðir sem samningurinn muni koma til með að byggja á vegna EES samningsins sem muni auðvelda viðræður til muna. „Þrátt fyrir að skammur tími sé til stefnu ríkti samstaða um að láta það ekki koma niður á gæðum samningsins og stefnt er að yfirgripsmiklum og metnaðarfullum fríverslunarsamningi.“ Liechtenstein Bretland Noregur Evrópusambandið Brexit Utanríkismál Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Undirbúningur er hafinn fyrir fríverslunarviðræður Íslands, Noregs og Liechtenstein, EFTA ríkjanna, við Bretland. Löndin funduðu í með utanríkisviðskiptaráðuneyti Bretlands í fyrsta sinn í gær og er áætlað að formlegar viðræður hefjist í lok mánaðarins. Fulltrúar ríkjanna verða áfram í nánum samskiptum þangað til þær hefjast samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Á fundinum var farið yfir efni fyrirhugaðs fríverslunarsamnings og farið yfir samningsafstöðu á hverju sviði fyrir sig auk þess sem ákvarðanir voru teknar um næstu skref í undirbúningnum fyrir formlegar viðræður. Viðræðum verður haldið áfram út sumarið með fjarfundabúnaði. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra fagnar því að Bretland sé komið að borðinu og tilbúið að hefja viðræður af fullum krafti. „Ljóst er að allir aðilar gera sér grein fyrir þeim miklu hagsmunum sem hér eru í húfi og eru tilbúnir til að leggja mikið á sig til að viðhalda og vernda viðskiptatengsl Íslands og Bretlands,“ segir Guðlaugur. Þá kemur fram að góð samstaða hafi verið á fundinum og bjartsýni ríki um að samningar náist fyrir lok árs. Noregur, Ísland, Liechtenstein og Bretland hafi að nokkru leyti samræmd lög og reglugerðir sem samningurinn muni koma til með að byggja á vegna EES samningsins sem muni auðvelda viðræður til muna. „Þrátt fyrir að skammur tími sé til stefnu ríkti samstaða um að láta það ekki koma niður á gæðum samningsins og stefnt er að yfirgripsmiklum og metnaðarfullum fríverslunarsamningi.“
Liechtenstein Bretland Noregur Evrópusambandið Brexit Utanríkismál Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira