Dramatíkin alls ráðandi á Húsavík er Þór komst áfram Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2020 21:59 Þórsarar komust áfram í bikarnum eftir mikla dramatík. mynd/thorsport.is Rauða spjaldið fór tvisvar á loft og framlengingu og vítaspyrnukeppni þurfti til að skera úr um sigurvegara þegar Þór vann Völsung í Mjólkurbikar karla í fótbolta í kvöld. Þórsarar eru því komnir áfram í 32-liða úrslit en þeir máttu svo sannarlega hafa fyrir því. Sigurður Marinó Kristjánsson kom Þór yfir á 20. mínútu með skalla af nærstöng eftir fyrirgjöf frá vinstri, en Sæþór Olgeirsson jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar með skalla, í blíðviðrinu á Húsavík. Þórsarar misstu Alvaro Montejo af velli með rautt spjald rétt fyrir hálfleik, þegar hann fékk sitt annað gula spjald fyrir leikaraskap þegar hann reyndi að fiska vítaspyrnu. Aftur varð jafnt í liðum rétt fyrir lok seinni hálfleiks, þegar Sæþór fékk sitt seinna gula spjald fyrir að brjóta af sér í skallaeinvígi. Staðan var enn 1-1 og því þurfti að grípa til framlengingar. Bjarki Þór Viðarsson kom Þórsurum í 2-1 með skallamarki á fimmtu mínútu framlengingarinnar. Það dugði hins vegar skammt því Bjarki Baldvinsson jafnaði metin úr víti á 118. mínútu, eftir að Orri Sigurjónsson hafði brotið af sér sem aftasti maður rétt innan teigs. Orri fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Úrslitin réðust svo í vítaspyrnukeppni þar sem að Þórsarar nýttu allar sínar spyrnur. Nú er einnig nýlokið leik Mídasar og SR þar sem SR fór með 4-0 sigur af hólmi. Mjólkurbikarinn Þór Akureyri Tengdar fréttir Selfoss slapp með skrekkinn í Mosfellsbæ - Fimm lið komin áfram í bikarnum Selfoss, sem spáð er góðu gengi í 2. deild í sumar, vann nauman sigur á 4. deildarliði Hvíta riddarans í Mosfellsbæ í kvöld í 2. umferð Mjólkurbikars karla í fótbolta. 12. júní 2020 21:24 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Rauða spjaldið fór tvisvar á loft og framlengingu og vítaspyrnukeppni þurfti til að skera úr um sigurvegara þegar Þór vann Völsung í Mjólkurbikar karla í fótbolta í kvöld. Þórsarar eru því komnir áfram í 32-liða úrslit en þeir máttu svo sannarlega hafa fyrir því. Sigurður Marinó Kristjánsson kom Þór yfir á 20. mínútu með skalla af nærstöng eftir fyrirgjöf frá vinstri, en Sæþór Olgeirsson jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar með skalla, í blíðviðrinu á Húsavík. Þórsarar misstu Alvaro Montejo af velli með rautt spjald rétt fyrir hálfleik, þegar hann fékk sitt annað gula spjald fyrir leikaraskap þegar hann reyndi að fiska vítaspyrnu. Aftur varð jafnt í liðum rétt fyrir lok seinni hálfleiks, þegar Sæþór fékk sitt seinna gula spjald fyrir að brjóta af sér í skallaeinvígi. Staðan var enn 1-1 og því þurfti að grípa til framlengingar. Bjarki Þór Viðarsson kom Þórsurum í 2-1 með skallamarki á fimmtu mínútu framlengingarinnar. Það dugði hins vegar skammt því Bjarki Baldvinsson jafnaði metin úr víti á 118. mínútu, eftir að Orri Sigurjónsson hafði brotið af sér sem aftasti maður rétt innan teigs. Orri fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Úrslitin réðust svo í vítaspyrnukeppni þar sem að Þórsarar nýttu allar sínar spyrnur. Nú er einnig nýlokið leik Mídasar og SR þar sem SR fór með 4-0 sigur af hólmi.
Mjólkurbikarinn Þór Akureyri Tengdar fréttir Selfoss slapp með skrekkinn í Mosfellsbæ - Fimm lið komin áfram í bikarnum Selfoss, sem spáð er góðu gengi í 2. deild í sumar, vann nauman sigur á 4. deildarliði Hvíta riddarans í Mosfellsbæ í kvöld í 2. umferð Mjólkurbikars karla í fótbolta. 12. júní 2020 21:24 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Selfoss slapp með skrekkinn í Mosfellsbæ - Fimm lið komin áfram í bikarnum Selfoss, sem spáð er góðu gengi í 2. deild í sumar, vann nauman sigur á 4. deildarliði Hvíta riddarans í Mosfellsbæ í kvöld í 2. umferð Mjólkurbikars karla í fótbolta. 12. júní 2020 21:24