Kristján Gauti Emilsson hefur tekið fram skóna og samið við FH en hann hætti í fótbolta árið 2016.
Kristján Gauti, sem er fæddur árið 1993, var afar efnilegur á sínum yngri árum og sautján ára samndi hann meðal annars við Liverpool.
Kristján Gauti snýr aftur.
— FHingar (@fhingar) June 12, 2020
FH og Kristján Gauti hafa náð samkomulagi um að hann spili með FH út 2020.
Velkominn heim Gauti! pic.twitter.com/3FwmJn7aOZ
Hann var hjá félaginu þangað til í júlí 2012 er hann snéri aftur heim í uppeldisfélagið, FH.
Eftir tvö ár í FH hélt Kristján Gauti aftur erlendis en hann samdi við NEC Nijmegen í júlí 2014. Hann hætti svo í janúar 2016 og hefur ekki skilað fótbolta síðan þá.
Gaman að sjá Kristján Gauta mættan til leiks á ný með Fimleikafélaginu. Skokkar hér við hlið Emils Hallfreðssonar á æfingu í dag pic.twitter.com/AUlcLedBWm
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) June 12, 2020
Kristján Gauti var fyrr í vikunni orðaður við Stjörnuna en nú hefur hann gengið í raðir uppeldisfélagsins. Hann hefur skorað tíu mörk í 49 leikjum hér á landi.