Innlent

Erfiðar viðræður en ágætur fundur

Telma Tómasson skrifar
Frá Höfðaborg í Reykjavík þar sem ríkissáttasemjari er til húsa. Myndin er úr safni.
Frá Höfðaborg í Reykjavík þar sem ríkissáttasemjari er til húsa. Myndin er úr safni. Vísir/Egill

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir viðræður í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins mjög þungar, erfiðar og flóknar. Tveggja tíma fundur í dag hafi þó verið ágætur. Hann segir greinilegt að báðar samninganefndir finni fyrir mikill ábyrgð, samtalið hafi verið hreinskilið og uppbyggilegt. 

Deiluaðilar fóru heim með verkefni til að vinna úr um helgina, en boðað hefur verið til nýs fundar á mánudag. Fram hefur komið að það er einkum launaliðurinn sem deilt er um. Samið hefur verið um ákveðinn ramma á vinnumarkaði sem væntanlega er notaður til viðmiðunar.

Fundurinn í dag hófst klukkan 14:30 í dag. Fyrir fundinn lýsti Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, stöðunni í viðræðunum sem grafalvarlegri og að langt væri á milli samninganefndanna.

Verkfall hjúkrunarfræðinga hefst mánudaginn 22. júní verði ekki samið fyrir þann tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×