Helga Vala sakar Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn um „berufsverbot“ Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2020 14:26 Bjarni talar enga tæpitungu. Segir Þorvald ekki hafa komið til greina meðal annars vegna þeirra ummæla sem hann hefur látið falla um Sjálfstæðisflokkinn. Helga Vala segir þær forsendur ekki forsvaranlegar og sakar Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn um berufsverbot. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, telur forsendur afstöðu fjármálaráðherra til hugsanlegrar ritstjórastöðu Þorvaldar Gylfasonar prófessors við efnahagsritið Nordic Economic Policy Review ekki forsvaranlegar. Helga Vala sakar Bjarna um valdníðslu og „berufsverbot“. Hér er kveðið fast að orði en berufsverbot er hugtak sem á uppruna sinn í 3. ríki nasista þar sem þeim sem voru óæskilegir að mati nasista var óvært á vinnumarkaði. Hún vitnar til útskýringa Bjarna á Facebooksíðu hans, þeirra sem Vísir greindi frá í morgun og leggur út af þeim. Að Bjarni hafi verið skýr með að ráðning Þorvaldar kæmi ekki til greina af því að sýn hans og áherslur í efnahagsmálum geti engan veginn „stutt við stefnumótun ráðuneytis sem hann stýri“. „Þá klikkir hann út með að [Þorvaldur] hafi ekkert notið stuðnings allra ríkja, en minnist ekki orði á þá undrun sem barst út meðal fulltrúa annarra ríkja þegar fjármálaráðuneytið íslenska greip inn í ráðninguna með þessum hætti. Bjarni afdráttarlaus um Þorvald Bjarni var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar og þar undirstrikaði hann afstöðu sína til Þorvaldar afdráttarlaust. Sagði að þegar tillaga kom fram og nafn Þorvaldar Gylfasonar var nefnt hafi það einfaldlega ekki komið til greina af hálfu ráðuneytisins. „Því ég tel að Þorvaldur sé óheppilegur samstarfsaðili við fjármála- og efnahagsráðuneytið af margvíslegum ástæðum.“ Eins og þá hverjum? „Jahh, það er nú bara þannig að hann hefur verið yfirlýstur andstæðingur undanfarinna ríkisstjórna sem ég hef setið í. Hann hefur látið ótrúleg ummæli falla um Sjálfstæðisflokkinn. Og fólk sem starfar á þinginu. Hann vildi nú sópa út öllu fólki af þingi fyrir kosningarnar 2013. Spúla dekkið, eins og hann orðaði það. Þetta er bara maður sem ég sá ekki fyrir mér að væri heppilegur í þetta samstarf.“ Hin meinta valdníðsla Sjálfstæðismanna Þetta telur Helga Vala ekki forsvaranlegt af hálfu fjármálaráðherra. „Nei, Bjarni, valdníðsla ykkar sjálfstæðismanna kemur mér ekkert á óvart en mig langar þó að benda á fáeina hluti: Þetta fræðirit er ekki gefið út til að styðja við stefnumótun fjármálaráðuneytisins á Íslandi heldur fagrit til upplýsinga - óháð stjórnmálaflokkum og þeirra afskiptum. Helga Vala Helgadóttir á þinginu. Eldglæringar eru nú milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks vegna máls Þorvalds Skúlasonar.visir/sigurjón Ég átta mig á því að það er þér og ykkur í sjálfstæðisflokknum framandi, en það tíðkast víða um heim að óháð fagrit séu gefin út, ekki til að þóknast hagsmunaöflum heldur til faglegrar upplýsingar. Það er vandasamt að fara með vald. Það fer ykkur afskaplega illa og ég er ekki frá því að eftir því sem líður á kjörtímabilið séuð þið æ meira að færa ykkur nær einræði en lýðræði með valdníðslu, sýndarsamráði og ofsaköstum.“ Bjarni sendir Samfylkingu og Þorvaldi tóninn Í pistli Bjarna sem hann birti í morgun varpaði hann ljósi á það hvers má vænta þegar hann mætir fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna málsins, að ósk Guðmundar Andra Thorssonar þingmanns Samfylkingarinnar. Bjarni segir sjálfsagt að mæta fyrir þingnefndina og rekja þessi sjónarmið sín nánar. Og svo beinir hann spjótum sínum að Samfylkingunni. „Ég mun þá einnig kalla eftir því hvernig fulltrúi Samfylkingarinnar telur það óeðlileg afskipti af ráðningu ritstjóra Nordic Economic Policy Review að fjármálaráðuneytið samþykki ekki umyrðalaust hugmyndina um Þorvald Gylfason. Ekki að ég efist um að hæfnisnefnd Samfylkingarinnar hafi borið Þorvald saman við aðra tilnefnda, en dugar það eitt og sér? Og hvers eiga aðrir þeir sem óformleg tillaga var gerð um að gjalda?“ Bjarni Benediktsson fer hvergi leynt með það að Þorvaldur er illa séður af Sjálfstæðismönnum eftir óvægna gagnrýni sem prófessorinn hefur sett fram á flokkinn.visir/vilhelm Bjarni segir Ísland ekki eina ríkið sem féllst á tillögu um ráðningu Þorvaldar eins og hann hafi verið upplýstur um. „En telji hann sig eiga eitthvað inni vegna óuppfylltra væntinga þarf hann að reka þau mál við þann sem sendi honum þetta meinta atvinnutilboð, - í fullkomnu heimildar- og umboðsleysi. Mögulega mun hann njóta fulltingis einhverra þingmanna Samfylkingar, jafnvel Pírata, á þeirri leið. Spurning er bara hvort það væru ekki óeðlileg afskipti af þeirra hálfu af ráðningu í starf sem aldrei hefur verið auglýst.“ Vísir hefur óskað eftir viðbrögðum Þorvaldar Gylfasonar við þessum nýjustu tíðindum af málinu en hann segist enn um sinn vilja halda sig til hlés, eins og hann orðaði það. Óháð fræðirit Óhætt er að segja að mál þetta hafi vakið mikla athygli og er talsverður hiti vegna þess á samfélagsmiðlum. Einn þeirra sem veltir málinu fyrir sér er Bjarni Már Magnússon prófessor við lagadeild HR. Hann segir það ánægjulegt að sjá hversu mikla trú fjármálaráðherra hefur á áhrifum hins ritaða orðs og útgáfu fræðilegs efnis. En Bjarni Már hafði áhuga á að vita hvers kyns umrætt tímarit er. Dr. Bjarni Már Magnússon segir ekkert tiltökumál að komast að því hverskonar rit um ræðir. Og samkvæmt skilgreiningum tímaritsins sjálfs er um ritrýnt og óháð fræðirit að ræða þó til þess hafi verið stofnað af norrænu ráðherranefndinni.hr „Það þarf ekki nema örfáar mínútur til að komast að því að það er ritrýnt, með „academic project manager“, á vefnum Norden.org fellur það í flokkinn „other academic“ í leitarvél um útgefið efni og að greinarnar úr því poppa upp við leit á Google Scholar,“ skrifar Bjarni Már á sína Facebooksíðu. Hann segir þannig að samkvæmt því hvernig tímaritið sjálft skilgreini sig sé markmið þess að fjalla um pólitísk álitaefni á gagnlegan hátt fyrir upplýsta; jafnt leika sem lærða á sviði efnahagsmála. Óháð fræðirit. „Í tölublöðunum sem ég skoðaði birtist þessi klausa: „This publication was funded by the Nordic Council of Ministers. However, the content does not necessarily reflect the Nordic Council of Ministers’ views, opinions, attitudes or recommendations.“ Þetta er allt saman nokkuð áhugavert,“ segir Bjarni Már. Eða í lauslegri þýðingu, þó til þess hafi verið stofnað af norrænu ráðherranefndinni endurspegli ritið ekki endilega skoðanir og stefnumál þeirra sem að henni standi. Með hugleiðingum sínum birtir Bjarni Már svo fræga mynd eftir belgíska ofurraunsæismanninn Rene Margritte, sem heitir: Þetta er ekki pípa. Þá í merkingunni að um sé að ræða mynd af pípu. Þetta er ekki pípa. Stjórnsýsla Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bjarni segir það í samræmi við sinn vilja að varað var við Þorvaldi 11. júní 2020 10:36 Hannes Hólmsteinn segir Þorvald bitran andstæðing Sjálfstæðisflokksins Hannes Hólmsteinn gefur lítið fyrir baráttu Þorvaldar. 11. júní 2020 10:00 Tjáir sig ekki um bréfin þar sem goldinn er varhugur við Þorvaldi Ólafur Heiðar Helgason sérfræðingur er sá sem stóð í umdeildum bréfaskriftum við norrænu ráðherranefndina. 10. júní 2020 14:42 Fer fram á að Bjarni mæti fyrir nefnd vegna afskipta ráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefur farið fram á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra komi fyrir nefndina vegna afskipta fjármálaráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar. 9. júní 2020 23:47 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, telur forsendur afstöðu fjármálaráðherra til hugsanlegrar ritstjórastöðu Þorvaldar Gylfasonar prófessors við efnahagsritið Nordic Economic Policy Review ekki forsvaranlegar. Helga Vala sakar Bjarna um valdníðslu og „berufsverbot“. Hér er kveðið fast að orði en berufsverbot er hugtak sem á uppruna sinn í 3. ríki nasista þar sem þeim sem voru óæskilegir að mati nasista var óvært á vinnumarkaði. Hún vitnar til útskýringa Bjarna á Facebooksíðu hans, þeirra sem Vísir greindi frá í morgun og leggur út af þeim. Að Bjarni hafi verið skýr með að ráðning Þorvaldar kæmi ekki til greina af því að sýn hans og áherslur í efnahagsmálum geti engan veginn „stutt við stefnumótun ráðuneytis sem hann stýri“. „Þá klikkir hann út með að [Þorvaldur] hafi ekkert notið stuðnings allra ríkja, en minnist ekki orði á þá undrun sem barst út meðal fulltrúa annarra ríkja þegar fjármálaráðuneytið íslenska greip inn í ráðninguna með þessum hætti. Bjarni afdráttarlaus um Þorvald Bjarni var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar og þar undirstrikaði hann afstöðu sína til Þorvaldar afdráttarlaust. Sagði að þegar tillaga kom fram og nafn Þorvaldar Gylfasonar var nefnt hafi það einfaldlega ekki komið til greina af hálfu ráðuneytisins. „Því ég tel að Þorvaldur sé óheppilegur samstarfsaðili við fjármála- og efnahagsráðuneytið af margvíslegum ástæðum.“ Eins og þá hverjum? „Jahh, það er nú bara þannig að hann hefur verið yfirlýstur andstæðingur undanfarinna ríkisstjórna sem ég hef setið í. Hann hefur látið ótrúleg ummæli falla um Sjálfstæðisflokkinn. Og fólk sem starfar á þinginu. Hann vildi nú sópa út öllu fólki af þingi fyrir kosningarnar 2013. Spúla dekkið, eins og hann orðaði það. Þetta er bara maður sem ég sá ekki fyrir mér að væri heppilegur í þetta samstarf.“ Hin meinta valdníðsla Sjálfstæðismanna Þetta telur Helga Vala ekki forsvaranlegt af hálfu fjármálaráðherra. „Nei, Bjarni, valdníðsla ykkar sjálfstæðismanna kemur mér ekkert á óvart en mig langar þó að benda á fáeina hluti: Þetta fræðirit er ekki gefið út til að styðja við stefnumótun fjármálaráðuneytisins á Íslandi heldur fagrit til upplýsinga - óháð stjórnmálaflokkum og þeirra afskiptum. Helga Vala Helgadóttir á þinginu. Eldglæringar eru nú milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks vegna máls Þorvalds Skúlasonar.visir/sigurjón Ég átta mig á því að það er þér og ykkur í sjálfstæðisflokknum framandi, en það tíðkast víða um heim að óháð fagrit séu gefin út, ekki til að þóknast hagsmunaöflum heldur til faglegrar upplýsingar. Það er vandasamt að fara með vald. Það fer ykkur afskaplega illa og ég er ekki frá því að eftir því sem líður á kjörtímabilið séuð þið æ meira að færa ykkur nær einræði en lýðræði með valdníðslu, sýndarsamráði og ofsaköstum.“ Bjarni sendir Samfylkingu og Þorvaldi tóninn Í pistli Bjarna sem hann birti í morgun varpaði hann ljósi á það hvers má vænta þegar hann mætir fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna málsins, að ósk Guðmundar Andra Thorssonar þingmanns Samfylkingarinnar. Bjarni segir sjálfsagt að mæta fyrir þingnefndina og rekja þessi sjónarmið sín nánar. Og svo beinir hann spjótum sínum að Samfylkingunni. „Ég mun þá einnig kalla eftir því hvernig fulltrúi Samfylkingarinnar telur það óeðlileg afskipti af ráðningu ritstjóra Nordic Economic Policy Review að fjármálaráðuneytið samþykki ekki umyrðalaust hugmyndina um Þorvald Gylfason. Ekki að ég efist um að hæfnisnefnd Samfylkingarinnar hafi borið Þorvald saman við aðra tilnefnda, en dugar það eitt og sér? Og hvers eiga aðrir þeir sem óformleg tillaga var gerð um að gjalda?“ Bjarni Benediktsson fer hvergi leynt með það að Þorvaldur er illa séður af Sjálfstæðismönnum eftir óvægna gagnrýni sem prófessorinn hefur sett fram á flokkinn.visir/vilhelm Bjarni segir Ísland ekki eina ríkið sem féllst á tillögu um ráðningu Þorvaldar eins og hann hafi verið upplýstur um. „En telji hann sig eiga eitthvað inni vegna óuppfylltra væntinga þarf hann að reka þau mál við þann sem sendi honum þetta meinta atvinnutilboð, - í fullkomnu heimildar- og umboðsleysi. Mögulega mun hann njóta fulltingis einhverra þingmanna Samfylkingar, jafnvel Pírata, á þeirri leið. Spurning er bara hvort það væru ekki óeðlileg afskipti af þeirra hálfu af ráðningu í starf sem aldrei hefur verið auglýst.“ Vísir hefur óskað eftir viðbrögðum Þorvaldar Gylfasonar við þessum nýjustu tíðindum af málinu en hann segist enn um sinn vilja halda sig til hlés, eins og hann orðaði það. Óháð fræðirit Óhætt er að segja að mál þetta hafi vakið mikla athygli og er talsverður hiti vegna þess á samfélagsmiðlum. Einn þeirra sem veltir málinu fyrir sér er Bjarni Már Magnússon prófessor við lagadeild HR. Hann segir það ánægjulegt að sjá hversu mikla trú fjármálaráðherra hefur á áhrifum hins ritaða orðs og útgáfu fræðilegs efnis. En Bjarni Már hafði áhuga á að vita hvers kyns umrætt tímarit er. Dr. Bjarni Már Magnússon segir ekkert tiltökumál að komast að því hverskonar rit um ræðir. Og samkvæmt skilgreiningum tímaritsins sjálfs er um ritrýnt og óháð fræðirit að ræða þó til þess hafi verið stofnað af norrænu ráðherranefndinni.hr „Það þarf ekki nema örfáar mínútur til að komast að því að það er ritrýnt, með „academic project manager“, á vefnum Norden.org fellur það í flokkinn „other academic“ í leitarvél um útgefið efni og að greinarnar úr því poppa upp við leit á Google Scholar,“ skrifar Bjarni Már á sína Facebooksíðu. Hann segir þannig að samkvæmt því hvernig tímaritið sjálft skilgreini sig sé markmið þess að fjalla um pólitísk álitaefni á gagnlegan hátt fyrir upplýsta; jafnt leika sem lærða á sviði efnahagsmála. Óháð fræðirit. „Í tölublöðunum sem ég skoðaði birtist þessi klausa: „This publication was funded by the Nordic Council of Ministers. However, the content does not necessarily reflect the Nordic Council of Ministers’ views, opinions, attitudes or recommendations.“ Þetta er allt saman nokkuð áhugavert,“ segir Bjarni Már. Eða í lauslegri þýðingu, þó til þess hafi verið stofnað af norrænu ráðherranefndinni endurspegli ritið ekki endilega skoðanir og stefnumál þeirra sem að henni standi. Með hugleiðingum sínum birtir Bjarni Már svo fræga mynd eftir belgíska ofurraunsæismanninn Rene Margritte, sem heitir: Þetta er ekki pípa. Þá í merkingunni að um sé að ræða mynd af pípu. Þetta er ekki pípa.
Stjórnsýsla Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bjarni segir það í samræmi við sinn vilja að varað var við Þorvaldi 11. júní 2020 10:36 Hannes Hólmsteinn segir Þorvald bitran andstæðing Sjálfstæðisflokksins Hannes Hólmsteinn gefur lítið fyrir baráttu Þorvaldar. 11. júní 2020 10:00 Tjáir sig ekki um bréfin þar sem goldinn er varhugur við Þorvaldi Ólafur Heiðar Helgason sérfræðingur er sá sem stóð í umdeildum bréfaskriftum við norrænu ráðherranefndina. 10. júní 2020 14:42 Fer fram á að Bjarni mæti fyrir nefnd vegna afskipta ráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefur farið fram á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra komi fyrir nefndina vegna afskipta fjármálaráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar. 9. júní 2020 23:47 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Hannes Hólmsteinn segir Þorvald bitran andstæðing Sjálfstæðisflokksins Hannes Hólmsteinn gefur lítið fyrir baráttu Þorvaldar. 11. júní 2020 10:00
Tjáir sig ekki um bréfin þar sem goldinn er varhugur við Þorvaldi Ólafur Heiðar Helgason sérfræðingur er sá sem stóð í umdeildum bréfaskriftum við norrænu ráðherranefndina. 10. júní 2020 14:42
Fer fram á að Bjarni mæti fyrir nefnd vegna afskipta ráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefur farið fram á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra komi fyrir nefndina vegna afskipta fjármálaráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar. 9. júní 2020 23:47