Segir of langt á milli hjúkrunarfræðinga og ríkisins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júní 2020 10:56 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Erla Björg Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir ríkisins annars vegar, og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, FÍH, hins vegar, á sinn fund klukkan 14:30 í dag. Formaður FÍH segir stöðuna sem er uppi í kjaradeilum hjúkrunarfræðinga og ríkisins grafalvarlega. „Staðan er mjög svipuð og hún var eftir síðasta fund. Hún er bara grafalvarleg,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður FÍH, í samtali við Vísi. Aðspurð segir Guðbjörg langt á milli samninganefnda í deilunni. Of langt til þess að hún sjái fyrir sér að náð verði saman á næstunni. Hún segir einnig að þó sátt hafi náðst um margt, sé það launaliðurinn sem hafi sett verulegt strik í reikninginn, og valdi því hve langt er á milli samninganefndanna. „Ríkissáttasemjari stýrir þessum viðræðum og hefur boðað til fundar í dag. Við ætlum að mæta á hann, að sjálfsögðu. Svo sjáum við bara hvað verður rætt þar.“ Tilbúin til að funda meðan ástæða þykir til Guðbjörg segir viðræðurnar vera á erfiðu stigi, og allt útlit fyrir að af fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum hjúkrunarfræðinga, þann 22. júní næstkomandi, verði. „Við erum á mjög erfiðum stað í viðræðunum og það virðist bara vera of langt í milli hjá okkur. Samhliða því erum við bara að undirbúa verkfallsaðgerðir, því það tekur tíma og daga. Við erum bara á fullu í þeim undirbúningi.“ Guðbjörg segir þrátt fyrir þetta að FÍH sé tilbúið til að funda, í það minnsta meðan ástæða þykir til. „Við erum búin að sitja við þetta borð í 15 mánuði. Ég hef nú reynt að halda í bjartsýnina og þess vegna erum við þar sem við erum í dag, enn þá þarna [við samningaborðið]. Ég er alveg hætt að spá í þá kristalskúlu. Við tökum bara einn dag í einu. Kjaramál Heilbrigðismál Verkföll 2020 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Sjá meira
Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir ríkisins annars vegar, og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, FÍH, hins vegar, á sinn fund klukkan 14:30 í dag. Formaður FÍH segir stöðuna sem er uppi í kjaradeilum hjúkrunarfræðinga og ríkisins grafalvarlega. „Staðan er mjög svipuð og hún var eftir síðasta fund. Hún er bara grafalvarleg,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður FÍH, í samtali við Vísi. Aðspurð segir Guðbjörg langt á milli samninganefnda í deilunni. Of langt til þess að hún sjái fyrir sér að náð verði saman á næstunni. Hún segir einnig að þó sátt hafi náðst um margt, sé það launaliðurinn sem hafi sett verulegt strik í reikninginn, og valdi því hve langt er á milli samninganefndanna. „Ríkissáttasemjari stýrir þessum viðræðum og hefur boðað til fundar í dag. Við ætlum að mæta á hann, að sjálfsögðu. Svo sjáum við bara hvað verður rætt þar.“ Tilbúin til að funda meðan ástæða þykir til Guðbjörg segir viðræðurnar vera á erfiðu stigi, og allt útlit fyrir að af fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum hjúkrunarfræðinga, þann 22. júní næstkomandi, verði. „Við erum á mjög erfiðum stað í viðræðunum og það virðist bara vera of langt í milli hjá okkur. Samhliða því erum við bara að undirbúa verkfallsaðgerðir, því það tekur tíma og daga. Við erum bara á fullu í þeim undirbúningi.“ Guðbjörg segir þrátt fyrir þetta að FÍH sé tilbúið til að funda, í það minnsta meðan ástæða þykir til. „Við erum búin að sitja við þetta borð í 15 mánuði. Ég hef nú reynt að halda í bjartsýnina og þess vegna erum við þar sem við erum í dag, enn þá þarna [við samningaborðið]. Ég er alveg hætt að spá í þá kristalskúlu. Við tökum bara einn dag í einu.
Kjaramál Heilbrigðismál Verkföll 2020 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Sjá meira