Viðskipti innlent

Af­kasta­­geta hrað­hleðslu­­stöðva þre­faldast

Atli Ísleifsson skrifar
Hafrún Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri hleðslunets ON, við hraðhleðslustöð ON við Miklubraut.
Hafrún Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri hleðslunets ON, við hraðhleðslustöð ON við Miklubraut. ON/AMH

Orka náttúrunnar tók í dag í notkun nýja kynslóð hraðhleðslustöðva fyrirtækisins með 150 kW hleðslugetu og er hún þrefalt meiri en þær hleðslustöðvar sem fyrir eru.

Enn sem komið er eru nýju hleðslustöðvarnar staðsettar við stöð Orkunnar við Miklubraut og svo við Bæjarháls, en alls fyrirhugað að opnaðar verði tíu 150 kW stöðvar á árinu.

Í tilkynningu segir að á nýju hraðhleðslustöðvum ON sé hægt að hlaða tvo bíla í einu á sömu stöð.

„Ef tveir bílar hlaða samtímis deilist aflið og verður að hámarki 75kW á hvort tengi. Hámarkshleðslugeta er þó ólík eftir rafbílum. Bíllinn ræður alltaf hversu mikið afl hann tekur svo hleðsluhraði fer eftir hverjum bíl fyrir sig, stöðin gefur alltaf það sem bíllinn biður um hverju sinni,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×