Þarf að standa sig til að halda landsliðstreyju númer eitt: „Hann var örugglega að semja eitt viðtalið í leiknum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 11. júní 2020 11:30 Hannes í leik með Valsmönnum síðasta sumar. vísir/getty Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna og fyrrum markahrókur, segir að Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, þurfi að standa sig í sumar ef hann ætlar að eiga möguleika á að spila með Íslandi í umspilsleikjunum um sæti á EM 2021. Valsmenn voru til umræðu í fjórða upphitunarþætti Pepsi Max-markanna í gær en Hannes gekk til raðir Vals fyrir tímabilið í fyrra. Hann lá undir nokkurri gagnrýni á sinni fyrstu leiktíð á Hlíðarenda og menn fylgdust vel með honum. „Þetta er besti markvörður sögunnar á Íslandi og hann fyllilega verðskuldar það. Það gustaði um hann í fyrra, bæði innan og utan vallar, og menn voru ekki allir á eitt sáttir við framlag hans. Hann hefur sagt það sjálfur að honum hafi ekki fundist hann vera eins lélegur og umræðan var,“ sagði Atli Viðar. „Það sem mér finnst þurfa að koma frá honum núna er að hann þarf að halda oftar hreinu. Hann þarf að standa undir stigum og sigrum. Hann hélt bara þrisvar hreinu í fyrra og þeir voru ekkert mikið að vinna 1-0 sigra. Ég held að þeir fari inn í mótið með það að markmiði að sækja 1-0 sigranna og þá er ósköp gott að hafa markvörð eins og Hannes.“ Tómas Ingi tók undir orð Guðmundar Benediktssonar um að Hannes þyrfti að spila vel í sumar ef hann ætlaði að halda byrjunarliðssæti í landsliðinu en menn eins og Rúnar Alex Rúnarsson og Ögmundur Kristinsson hafa verið að spila vel með liðum sínum erlendis. „Það myndi ég segja. Nú er að lengjast í þessum umspilsleikjum og þetta er einhvern tímann í framtíðinni. Auðvitað verður hann að standa sig vel hérna heima. Hann á þetta ekkert sæti eins og einhver annar þó að hann hafi haldið því lengi og átt það skilið lengi, þá eru bara aðrir markmenn að koma upp.“ „Hannes verður líka góður í sumar. Þetta var ár sem var svolítill pirringur í honum. Ég held að það hafi skilað sér pínu lítið út á völlinn. Eitt viðtalið eftir leik, hann var örugglega að semja það í leiknum. Ég held að hann ætti að halda áfram að vera markvörður og hætta að pæla í því sem gerist fyrir utan völlinn, þá er hann stórkostlegur,“ sagði Tómas Ingi og vitnaði væntanlega í viðtal við Hannes eftir leik Vals og KR síðasta sumar. Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Hannes Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Valur Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna og fyrrum markahrókur, segir að Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, þurfi að standa sig í sumar ef hann ætlar að eiga möguleika á að spila með Íslandi í umspilsleikjunum um sæti á EM 2021. Valsmenn voru til umræðu í fjórða upphitunarþætti Pepsi Max-markanna í gær en Hannes gekk til raðir Vals fyrir tímabilið í fyrra. Hann lá undir nokkurri gagnrýni á sinni fyrstu leiktíð á Hlíðarenda og menn fylgdust vel með honum. „Þetta er besti markvörður sögunnar á Íslandi og hann fyllilega verðskuldar það. Það gustaði um hann í fyrra, bæði innan og utan vallar, og menn voru ekki allir á eitt sáttir við framlag hans. Hann hefur sagt það sjálfur að honum hafi ekki fundist hann vera eins lélegur og umræðan var,“ sagði Atli Viðar. „Það sem mér finnst þurfa að koma frá honum núna er að hann þarf að halda oftar hreinu. Hann þarf að standa undir stigum og sigrum. Hann hélt bara þrisvar hreinu í fyrra og þeir voru ekkert mikið að vinna 1-0 sigra. Ég held að þeir fari inn í mótið með það að markmiði að sækja 1-0 sigranna og þá er ósköp gott að hafa markvörð eins og Hannes.“ Tómas Ingi tók undir orð Guðmundar Benediktssonar um að Hannes þyrfti að spila vel í sumar ef hann ætlaði að halda byrjunarliðssæti í landsliðinu en menn eins og Rúnar Alex Rúnarsson og Ögmundur Kristinsson hafa verið að spila vel með liðum sínum erlendis. „Það myndi ég segja. Nú er að lengjast í þessum umspilsleikjum og þetta er einhvern tímann í framtíðinni. Auðvitað verður hann að standa sig vel hérna heima. Hann á þetta ekkert sæti eins og einhver annar þó að hann hafi haldið því lengi og átt það skilið lengi, þá eru bara aðrir markmenn að koma upp.“ „Hannes verður líka góður í sumar. Þetta var ár sem var svolítill pirringur í honum. Ég held að það hafi skilað sér pínu lítið út á völlinn. Eitt viðtalið eftir leik, hann var örugglega að semja það í leiknum. Ég held að hann ætti að halda áfram að vera markvörður og hætta að pæla í því sem gerist fyrir utan völlinn, þá er hann stórkostlegur,“ sagði Tómas Ingi og vitnaði væntanlega í viðtal við Hannes eftir leik Vals og KR síðasta sumar. Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Hannes
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Valur Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira