Sakaði Miðflokkinn um að draga rök gegn borgarlínu „út úr rassgatinu á sér“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. júní 2020 13:44 Björn Leví Gunnarsson og Birgir Þórarinsson tókust á í pontu Alþingis í gærkvöldi. Vísir/Samsett Þingmaður Miðflokksins telur ekki forsvaranlegt að verja tugum milljarða í borgarlínuverkefnið. Þingmaður Pírata sakar flokkinn um lýðskrum en Miðflokkurinn virðist einangraður á Alþingi í afstöðu sinni gegn áformun um uppbyggingu borgarlínu. Ekki tókst að ljúka annarri umræðu á Alþingi í gær um frumvarp samgönguráðherra sem heimilar stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Umræða um frumvarpið stóð yfir til klukkan hálf tólf í gærkvöldi þegar umræðunni var frestað og þingfundi slitið. Málið varðar samgöngusáttmálann svokallaða sem ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í september og varðar meðal annars borgarlínuverkefnið. Samkomulagið kveður á um stofnun félags í sameiginlegri eigu ríkis og sveitarfélaga en heildarumfang verkefnisins varðar 120 milljarða framkvæmdir á fimmtán ára tímabili. Allir nefndarmenn í fjárlaganefnd nema einn skrifuðu undir sameiginlegt nefndarálit, fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins, þó með fyrirvara. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, skilaði aftur á móti séráliti. „Við fögnum nú því að það sé kominn farvegur og vonandi farsæl lausn til þess að byggja upp samgöngur á höfuðborgarsvæðinu til framtíðar. En fögnum sérstaklega áherslunni á nútímavæðingu til dæmis á ljósastýringarkerfinu og samkomulagi um framkvæmdir á stofnbrautum og áætlaðri uppbyggingu hjólastíga og annarra vistvænna samgöngumáta,“ segir Birgir. „En hins vegar getum við ekki fallist á þessi áform um uppbyggingu borgarlínu.“ Hann gerir margvíslegar athugasemdir við hvernig staðið er að skipulagi, framkvæmd, rekstri og fjármögnun verkefnisins. Athugasemdir Birgis eru tíundaðar í nefndaráliti. „Við teljum bara ekki forsvaranlegt að ráðstafa þarna tugum milljarða í það sérstaka verkefni,“ segir Birgir um borgarlínuna. „Mesta lýðskrum sem ég hef heyrt“ Þingmenn annarra flokka lýstu ólíkri sýn sinni á málið í andsvörum í umræðu um málið á Alþingi í gærkvöldi. Þeirra á meðal var Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem lýsti vanþóknun sinni á efni nefndarálits Birgis Þórarinssonar. „Ég freistast til þess að fara þangað að segja að þetta hafi verið eitt það óupplýstasta og mesta lýðskrum sem ég hef heyrt næstum því úr þessari pontu og þá er nú mikið sagt,“ sagði Björn Leví í andsvari. Hann sagði Birgi beinlínis fara með rangfærslur í nefndaráliti sínu. „Þetta er alveg ótrúlegur málflutningur sem kemur hérna af því að Miðflokkurinn er bara einfaldlega búinn að ákveða að vera á móti borgarlínu sama hvað. Sama þótt að við séum með sviðsmyndagreiningar og áætlanir og mismunandi kostnaðarmódel á alla framkvæmdina í bara mjög ýtarlegu máli, marga valkosti,“ sagði Björn Leví ennfremur og hélt áfram. „Það er bara gjörsamlega horft fram hjá því og sagt að þetta kosti rosalega mikið og skattahækkanir og ég veit ekki hvað. Ég skil ekki hvaðan Miðflokkurinn hefur það nema þá bara að reyna að draga það út úr rassgatinu á sér.“ „Forseti vill biðja háttvirta þingmenn að gæta orða sinna,“ sagði þá Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem sat í forsetastóli, þegar Björn Leví hafði lokið máli sínu. Alþingi Samgöngur Borgarlína Miðflokkurinn Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
Þingmaður Miðflokksins telur ekki forsvaranlegt að verja tugum milljarða í borgarlínuverkefnið. Þingmaður Pírata sakar flokkinn um lýðskrum en Miðflokkurinn virðist einangraður á Alþingi í afstöðu sinni gegn áformun um uppbyggingu borgarlínu. Ekki tókst að ljúka annarri umræðu á Alþingi í gær um frumvarp samgönguráðherra sem heimilar stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Umræða um frumvarpið stóð yfir til klukkan hálf tólf í gærkvöldi þegar umræðunni var frestað og þingfundi slitið. Málið varðar samgöngusáttmálann svokallaða sem ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í september og varðar meðal annars borgarlínuverkefnið. Samkomulagið kveður á um stofnun félags í sameiginlegri eigu ríkis og sveitarfélaga en heildarumfang verkefnisins varðar 120 milljarða framkvæmdir á fimmtán ára tímabili. Allir nefndarmenn í fjárlaganefnd nema einn skrifuðu undir sameiginlegt nefndarálit, fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins, þó með fyrirvara. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, skilaði aftur á móti séráliti. „Við fögnum nú því að það sé kominn farvegur og vonandi farsæl lausn til þess að byggja upp samgöngur á höfuðborgarsvæðinu til framtíðar. En fögnum sérstaklega áherslunni á nútímavæðingu til dæmis á ljósastýringarkerfinu og samkomulagi um framkvæmdir á stofnbrautum og áætlaðri uppbyggingu hjólastíga og annarra vistvænna samgöngumáta,“ segir Birgir. „En hins vegar getum við ekki fallist á þessi áform um uppbyggingu borgarlínu.“ Hann gerir margvíslegar athugasemdir við hvernig staðið er að skipulagi, framkvæmd, rekstri og fjármögnun verkefnisins. Athugasemdir Birgis eru tíundaðar í nefndaráliti. „Við teljum bara ekki forsvaranlegt að ráðstafa þarna tugum milljarða í það sérstaka verkefni,“ segir Birgir um borgarlínuna. „Mesta lýðskrum sem ég hef heyrt“ Þingmenn annarra flokka lýstu ólíkri sýn sinni á málið í andsvörum í umræðu um málið á Alþingi í gærkvöldi. Þeirra á meðal var Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem lýsti vanþóknun sinni á efni nefndarálits Birgis Þórarinssonar. „Ég freistast til þess að fara þangað að segja að þetta hafi verið eitt það óupplýstasta og mesta lýðskrum sem ég hef heyrt næstum því úr þessari pontu og þá er nú mikið sagt,“ sagði Björn Leví í andsvari. Hann sagði Birgi beinlínis fara með rangfærslur í nefndaráliti sínu. „Þetta er alveg ótrúlegur málflutningur sem kemur hérna af því að Miðflokkurinn er bara einfaldlega búinn að ákveða að vera á móti borgarlínu sama hvað. Sama þótt að við séum með sviðsmyndagreiningar og áætlanir og mismunandi kostnaðarmódel á alla framkvæmdina í bara mjög ýtarlegu máli, marga valkosti,“ sagði Björn Leví ennfremur og hélt áfram. „Það er bara gjörsamlega horft fram hjá því og sagt að þetta kosti rosalega mikið og skattahækkanir og ég veit ekki hvað. Ég skil ekki hvaðan Miðflokkurinn hefur það nema þá bara að reyna að draga það út úr rassgatinu á sér.“ „Forseti vill biðja háttvirta þingmenn að gæta orða sinna,“ sagði þá Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem sat í forsetastóli, þegar Björn Leví hafði lokið máli sínu.
Alþingi Samgöngur Borgarlína Miðflokkurinn Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent