Bandaríski sjóherinn bannar Suðurríkjafánann Kjartan Kjartansson skrifar 9. júní 2020 22:46 Fyrir sumum er fáni Suðurríkjasambandsins tákn um kynþáttahyggju. Aðrir segja að hann sé aðeins merki um þjóðarstolt suðurríkjafólks. Vísir/EPA Fáni Suðurríkjasambandsins verður gerður útlægur á öllum opinberum stöðum bandaríska sjóhersins, skipum hans og flugvélum samkvæmt nýjum reglum sem nú er unnið að. Ákvörðun flotans kemur á sama tíma og mikil mótmæli geisa gegn kynþáttahyggju og lögregluofbeldi. Mike Gilday, flotaforingi, segist hafa skipað starfsliði sínu að semja reglurnar sem næði til allra opinberra rýma og vinnusvæða í stöðvum flotans, skipum, flugvélum og kafbátum. Reglunum er ætlað að tryggja samstöðu herdeilda, allsherjarreglu og aga auk þess að falla að grunngildum flotans um heiður, hugrekki og trúmennsku, að því er kom fram í yfirlýsingu Gilday. Áður hafði landgöngulið flotans annað Suðurríkjafánann, þar á meðal á munum eins og bollum eða stuðurum bifreiða, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandaríska hernum var att út í umræðuna um kynþáttahyggju og lögregluofbeldi í Bandaríkjunum eftir að Donald Trump forseti hótaði að beita honum til að kveða niður ofbeldi í kjölfar drápsins á George Floyd, óvopnuðum blökkumanni, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í þarsíðustu viku. Suðurríkjasambandið var bandalag sjö ríkja í suðurhluta Bandaríkjanna þar sem þrælahald var enn við lýði sem sögðu sig úr lögum frá Bandaríkjunum árið 1860. Í kjölfarið hófst bandaríska borgarastríðið sem einnig hefur verið nefnt þrælastríðið. Sambandsríkið var leyst upp eftir hernaðarósigur þess árið 1865. Sjá einnig: Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Á síðari tímum hefur fáni Suðurríkjanna verið umdeildur í bandarísku samfélagi. Í augum svartra Bandaríkjamanna er fáninn minnisvarði um þrælahald, kynþáttahyggju og mestu sundrung bandarísku þjóðarinnar í sögunni. Þannig var Suðurríkjafáninn áberandi á samkomu hvítra þjóðernissinna, nýnasista og Kú klúx klan-liða í Charlottesville sem leystist upp í óeirðir árið 2017. Aðrir halda því fram að fáninn sé aðeins tákn um þjóðarstolt suðurríkjafólks og sjálfsstjórn einstakra ríkja Bandaríkjanna sem þeim er tryggð í stjórnarskrá. Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Fáni Suðurríkjasambandsins verður gerður útlægur á öllum opinberum stöðum bandaríska sjóhersins, skipum hans og flugvélum samkvæmt nýjum reglum sem nú er unnið að. Ákvörðun flotans kemur á sama tíma og mikil mótmæli geisa gegn kynþáttahyggju og lögregluofbeldi. Mike Gilday, flotaforingi, segist hafa skipað starfsliði sínu að semja reglurnar sem næði til allra opinberra rýma og vinnusvæða í stöðvum flotans, skipum, flugvélum og kafbátum. Reglunum er ætlað að tryggja samstöðu herdeilda, allsherjarreglu og aga auk þess að falla að grunngildum flotans um heiður, hugrekki og trúmennsku, að því er kom fram í yfirlýsingu Gilday. Áður hafði landgöngulið flotans annað Suðurríkjafánann, þar á meðal á munum eins og bollum eða stuðurum bifreiða, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandaríska hernum var att út í umræðuna um kynþáttahyggju og lögregluofbeldi í Bandaríkjunum eftir að Donald Trump forseti hótaði að beita honum til að kveða niður ofbeldi í kjölfar drápsins á George Floyd, óvopnuðum blökkumanni, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í þarsíðustu viku. Suðurríkjasambandið var bandalag sjö ríkja í suðurhluta Bandaríkjanna þar sem þrælahald var enn við lýði sem sögðu sig úr lögum frá Bandaríkjunum árið 1860. Í kjölfarið hófst bandaríska borgarastríðið sem einnig hefur verið nefnt þrælastríðið. Sambandsríkið var leyst upp eftir hernaðarósigur þess árið 1865. Sjá einnig: Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Á síðari tímum hefur fáni Suðurríkjanna verið umdeildur í bandarísku samfélagi. Í augum svartra Bandaríkjamanna er fáninn minnisvarði um þrælahald, kynþáttahyggju og mestu sundrung bandarísku þjóðarinnar í sögunni. Þannig var Suðurríkjafáninn áberandi á samkomu hvítra þjóðernissinna, nýnasista og Kú klúx klan-liða í Charlottesville sem leystist upp í óeirðir árið 2017. Aðrir halda því fram að fáninn sé aðeins tákn um þjóðarstolt suðurríkjafólks og sjálfsstjórn einstakra ríkja Bandaríkjanna sem þeim er tryggð í stjórnarskrá.
Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira