Fimm hundruð minnast Floyd í Houston Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. júní 2020 18:30 Jarðarför George Floyd, svarts Bandaríkjamanns sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í Minneapolis, hófst klukkan fimm. Minningarathöfn, opin almenningi, fór fram í Houston í gær en í dag safnast vinir og fjölskylda hins látna saman í kirkju í borginni til þess að kveðja Floyd. Mikill fjöldi hafði safnast saman fyrir utan kirkjuna þegar líkkistan var borin inn. Philonise Floyd, bróðir hins látna, þakkaði gestum minningarathafnar gærdagsins kærlega fyrir í nótt og minnti á að vandinn væri stærri en dauði Floyds. „Þetta er stærra en George núna. Þetta snýst um að fólk þurfi ekki að vera hrætt við lögregluna lengur,“ sagði hann. Ræðumenn minnast Floyds Þó nokkrir hafa þegar haldið ræðu við athöfnina. Al Green, svartur öldungadeildarþingmaður Demókrata frá Texas, sagði jarðarförina sýna að Floyd hafi skipt marga máli. „Eini glæpur hans var að fæðast svartur. Það var hans eini glæpur. George Floyd átti skilið að njóta sömu virðingar og allir aðrir, enda erum við öll börn Guðs. Það er afar ósanngjarnt að við skulum vera hér saman komin, en í dag viljum við fagna lífi George Floyd,“ sagði Green. Myndband frá Joe Biden, væntanlegum forsetaframbjóðanda Demókrata, var spilað í kirkjunni. Þar sagði Biden að Bandaríkjamenn mættu ekki snúa baki við þessu mikilvæga augnabliki. „Við getum ekki hundað þá kynþáttafordóma sem hrjá bandaríska sál lengur,“ sagði þessi fyrrverandi varaforseti. Þögn í Minnesota Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, gaf í dag út tilskipun um átta mínútna og fjörutíu og sex sekúndna þögn í ríkinu í minningu Floyds. Sum sé jafnlengi og lögregluþjónninn Derek Chauvin, sem hefur verið ákærður fyrir morð, kraup á hálsi Floyds. Forsetinn segir mótmælanda leiða lögregluna í gildru Ekkert lát er á mótmælum gegn lögregluofbeldi sem kviknuðu eftir atvikið í Minneapolis. Lögregluþjónar víðs vegar um Bandaríkin hafa gengið hart fram og meðal annars nást á myndband við það að beita mótmælendur ofbeldi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um atvikið sem við sjáum hér á Twitter í dag. Tveir lögregluþjónar í Buffalo ýttu karlmanni á áttræðisaldri í götuna í síðustu viku og er hann enn á sjúkrahúsi eftir atvikið. Trump sagði mögulegt að maðurinn hefði reynt að leggja gildru fyrir lögreglu og þóst detta. Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Jarðarför George Floyd, svarts Bandaríkjamanns sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í Minneapolis, hófst klukkan fimm. Minningarathöfn, opin almenningi, fór fram í Houston í gær en í dag safnast vinir og fjölskylda hins látna saman í kirkju í borginni til þess að kveðja Floyd. Mikill fjöldi hafði safnast saman fyrir utan kirkjuna þegar líkkistan var borin inn. Philonise Floyd, bróðir hins látna, þakkaði gestum minningarathafnar gærdagsins kærlega fyrir í nótt og minnti á að vandinn væri stærri en dauði Floyds. „Þetta er stærra en George núna. Þetta snýst um að fólk þurfi ekki að vera hrætt við lögregluna lengur,“ sagði hann. Ræðumenn minnast Floyds Þó nokkrir hafa þegar haldið ræðu við athöfnina. Al Green, svartur öldungadeildarþingmaður Demókrata frá Texas, sagði jarðarförina sýna að Floyd hafi skipt marga máli. „Eini glæpur hans var að fæðast svartur. Það var hans eini glæpur. George Floyd átti skilið að njóta sömu virðingar og allir aðrir, enda erum við öll börn Guðs. Það er afar ósanngjarnt að við skulum vera hér saman komin, en í dag viljum við fagna lífi George Floyd,“ sagði Green. Myndband frá Joe Biden, væntanlegum forsetaframbjóðanda Demókrata, var spilað í kirkjunni. Þar sagði Biden að Bandaríkjamenn mættu ekki snúa baki við þessu mikilvæga augnabliki. „Við getum ekki hundað þá kynþáttafordóma sem hrjá bandaríska sál lengur,“ sagði þessi fyrrverandi varaforseti. Þögn í Minnesota Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, gaf í dag út tilskipun um átta mínútna og fjörutíu og sex sekúndna þögn í ríkinu í minningu Floyds. Sum sé jafnlengi og lögregluþjónninn Derek Chauvin, sem hefur verið ákærður fyrir morð, kraup á hálsi Floyds. Forsetinn segir mótmælanda leiða lögregluna í gildru Ekkert lát er á mótmælum gegn lögregluofbeldi sem kviknuðu eftir atvikið í Minneapolis. Lögregluþjónar víðs vegar um Bandaríkin hafa gengið hart fram og meðal annars nást á myndband við það að beita mótmælendur ofbeldi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um atvikið sem við sjáum hér á Twitter í dag. Tveir lögregluþjónar í Buffalo ýttu karlmanni á áttræðisaldri í götuna í síðustu viku og er hann enn á sjúkrahúsi eftir atvikið. Trump sagði mögulegt að maðurinn hefði reynt að leggja gildru fyrir lögreglu og þóst detta.
Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira