Mennskir blaðamenn löguðu til eftir gervigreindina sem kemur í staðinn fyrir þá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júní 2020 11:09 Upprunalega fréttin á vef MSN birtist með mynd af Leigh-Anne Pinnock, en ekki Jade Thirlwall, sem sjá má hér. Vísir/Getty Nýtt gervigreindarforrit Microsoft sem sér um að velja og ritstýra efni sem birtist á MSN.com gerði afdrifarík mistök á dögunum þegar það valdi ranga mynd af hljómsveitarmeðlimi hljómsveitarinnar Little Mix í frétt um hugleiðingar söngkonu sveitarinnar um kynþáttafordóma. Microsoft hefur haft her fréttamanna að störfum við að velja fréttir frá öðrum fjölmiðlum sem birtast á forsíðu MSN.com. Fréttamennirnir hafa séð um að velja hvaða fréttir birtast á forsíðunni. Sjá þeir um um að velja myndir, setja greinarnar upp og birta í búningi MSN. Microsoft deilir svo tekjunum sem fást vegna birtingarinnar á MSN með fréttamiðlunum sem upphaflega birtu fréttirnar sem valdar eru. Fyrir stuttu voru hins vegar áætlanir Microsoft um að segja fréttamönnunum upp sem sinnt hafa þessari þjónustu og nota þess í stað gervigreindarforrir kynntar. Microsoft virðist þegar vera byrjað að nýta sér þjónustu gervigreindarinnar ef marka má frétt Guardian. Blaðið hefur nefnilega heimildir fyrir því að það hafi verið gervigreindin sem varð til þess að MSN endurbirti frétt með hugleiðingum Jade Thirlwall, söngkonu Little Mix, um kynþáttafordóma. Forritið virðist hins vegar hafa valið mynd af Leigh-Anne Pinnock, sem er með Thirlwall í hljómsveitinni Little Mix með fréttinni, en ekki mynd af Thirlwall. Thirlwall og Pinnock voru ekki sáttar ef marka má Twitter-færslu þeirra um málið. Sagði Thirwall að þær stöllur lendi oft í þessum ruglingi og hún sé afar móðguð yfir því að MSN hafi ekki tekist að þekkja í sundur þá tvo hljómsveitarmeðlimi af fjórum sem séu ekki hvítir. It's really disrespectful. Is it so hard to remember 2 out of 4 members of the group ? I don't think so...We are worth more. If you want us to respect you, do the same. https://t.co/K91mUuCQKf— jade amelia thirlwall (@iamjadeamelia) June 6, 2020 Samkvæmt heimildum Guardian var það gervigreindarforritið sem gerði þessi mistök. Aðspurður um hvort til stæði að endurskoða ákvörðun um að segja upp mennskum fréttamönnum á kostnað gervigreindarinnar svaraði talsmaður fyrirtækisins því eingöngu að búið væri að setja rétta mynd við fréttina. Í frétt Guardian segir einnig að þeim fréttamönnum sem enn eru í starfi hjá Microsoft hafi verið sagt að ganga úr skugga um að frétt Guardian um málið, sem þessi frétt er byggð á, myndi ekki birtast á vef MSN, ef til þess kæmi að gervigreindin teldi þá frétt vera þess virði að endurbirta á MSN, þar sem Microsoft hafi í raun ekki stjórn á því hvaða efni hún velur til birtingar. Þá segir einnig að hinum mennsku fréttamönnum hafi einnig verið gert að eyða fréttum um gagnrýni á Microsoft vegna málsins, sem gervigreindin hafði valið á forsíðu MSN. Fjölmiðlar Microsoft Gervigreind Tækni Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Nýtt gervigreindarforrit Microsoft sem sér um að velja og ritstýra efni sem birtist á MSN.com gerði afdrifarík mistök á dögunum þegar það valdi ranga mynd af hljómsveitarmeðlimi hljómsveitarinnar Little Mix í frétt um hugleiðingar söngkonu sveitarinnar um kynþáttafordóma. Microsoft hefur haft her fréttamanna að störfum við að velja fréttir frá öðrum fjölmiðlum sem birtast á forsíðu MSN.com. Fréttamennirnir hafa séð um að velja hvaða fréttir birtast á forsíðunni. Sjá þeir um um að velja myndir, setja greinarnar upp og birta í búningi MSN. Microsoft deilir svo tekjunum sem fást vegna birtingarinnar á MSN með fréttamiðlunum sem upphaflega birtu fréttirnar sem valdar eru. Fyrir stuttu voru hins vegar áætlanir Microsoft um að segja fréttamönnunum upp sem sinnt hafa þessari þjónustu og nota þess í stað gervigreindarforrir kynntar. Microsoft virðist þegar vera byrjað að nýta sér þjónustu gervigreindarinnar ef marka má frétt Guardian. Blaðið hefur nefnilega heimildir fyrir því að það hafi verið gervigreindin sem varð til þess að MSN endurbirti frétt með hugleiðingum Jade Thirlwall, söngkonu Little Mix, um kynþáttafordóma. Forritið virðist hins vegar hafa valið mynd af Leigh-Anne Pinnock, sem er með Thirlwall í hljómsveitinni Little Mix með fréttinni, en ekki mynd af Thirlwall. Thirlwall og Pinnock voru ekki sáttar ef marka má Twitter-færslu þeirra um málið. Sagði Thirwall að þær stöllur lendi oft í þessum ruglingi og hún sé afar móðguð yfir því að MSN hafi ekki tekist að þekkja í sundur þá tvo hljómsveitarmeðlimi af fjórum sem séu ekki hvítir. It's really disrespectful. Is it so hard to remember 2 out of 4 members of the group ? I don't think so...We are worth more. If you want us to respect you, do the same. https://t.co/K91mUuCQKf— jade amelia thirlwall (@iamjadeamelia) June 6, 2020 Samkvæmt heimildum Guardian var það gervigreindarforritið sem gerði þessi mistök. Aðspurður um hvort til stæði að endurskoða ákvörðun um að segja upp mennskum fréttamönnum á kostnað gervigreindarinnar svaraði talsmaður fyrirtækisins því eingöngu að búið væri að setja rétta mynd við fréttina. Í frétt Guardian segir einnig að þeim fréttamönnum sem enn eru í starfi hjá Microsoft hafi verið sagt að ganga úr skugga um að frétt Guardian um málið, sem þessi frétt er byggð á, myndi ekki birtast á vef MSN, ef til þess kæmi að gervigreindin teldi þá frétt vera þess virði að endurbirta á MSN, þar sem Microsoft hafi í raun ekki stjórn á því hvaða efni hún velur til birtingar. Þá segir einnig að hinum mennsku fréttamönnum hafi einnig verið gert að eyða fréttum um gagnrýni á Microsoft vegna málsins, sem gervigreindin hafði valið á forsíðu MSN.
Fjölmiðlar Microsoft Gervigreind Tækni Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira