Ráðherra hvattur til að kanna hvort borgin sé að brjóta gegn ríkissjóði Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júní 2020 20:53 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ræðir Skerjafjarðarmálið á Alþingi í dag. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Fjármálaráðherra var hvattur til þess á Alþingi í dag að kanna hvort Reykjavíkurborg væri að brjóta gegn kaupsamningi við ríkið um flugvallarland í Skerjafirði með því að útdeila lóðum þar í stað þess að selja þær á markaði. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins sagði „það samkomulag með stökustu ólíkindum, gert á milli ráðherra Samfylkingarinnar og borgarstjóra Samfylkingarinnar, þar sem ríkið gaf nánast eða seldi á mjög góðum kjörum land undan flugvellinum í Vatnsmýri, flugvelli sem er sameign þjóðarinnar“. Dagur B. Eggertsson, þáverandi staðgengill borgarstjóra og formaður borgarráðs, og Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, í mars 2013 við undirritun samningsins um sölu flugvallarlandsins í Skerjafirði.Mynd/Reykjavíkurborg. Sigmundur rifjaði upp að Reykjavíkurborg hefði í þeim samningi skuldbundið sig til að selja allar lóðir á svæðinu á markaði, enda ætti ríkið að fá hlutdeild í sölu landsins. Sjá nánar frétt frá 2013: Samningar milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði. Borgin hefur sjálf skýrt frá því að hún hafi lofað stórum hluta lóða í nýja Skerjafirði undir félagslegar íbúðir. „Og nú spyr ég hæstvirtan ráðherra: Hefur hæstvirtur ráðherra gert einhverjar breytingar á þessu eða einhverjir aðrir? Því að nú er Reykjavíkurborg byrjuð að útdeila þessu landi, - án þess að setja það á markað,“ sagði formaður Miðflokksins og ítrekaði spurninguna: „Spurningin er einföld: Hefur verið gerð breyting á þessum samningi ríkisins og Reykjavíkurborgar frá 2013 þar sem kveðið er á um að þetta land skuli allt fara á markað?“ „Ég minnist þess ekki að það hafi nokkurn tímann komið inn á mitt borð að gera breytingar á umræddum samningi,“ svaraði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svarar fyrirspurninni á Alþingi í dag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. „Þá vek ég hér með aftur athygli hæstvirts ráðherra á því að borgin virðist vera að fara á svig við samning sem hún gerði við ríkið árið 2013 og fullt tilefni fyrir hæstvirtan ráðherra og ríkisstjórnina að grípa þarna inn í,“ sagði Sigmundur Davíð og sagði að ríkið hefði mátt grípa inn í ótal fleiri mál gagnvart borginni. „Nýjasta dæmið auðvitað, sem verið hefur í fréttum undanfarna daga, er af því þegar borgin hafði ákveðið að leggja veg í gegnum flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Eftir að þetta komst í hámæli reyndu menn að draga í land með það. En fundargerðir og önnur gögn sýndu að borgin hafði einfaldlega ætlað sér að gera það sem hún vildi með þetta land. Þótt það þýddi að leggja þarna fyrirtæki í rúst, veikja innanlandsflugið og leggja veg í gegnum flugskýli,“ sagði formaður Miðflokksins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Alþingi Fréttir af flugi Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. 4. júní 2020 20:20 Fundargerð sýnir að borgin var ákveðin í að leggja veg í gegnum flugskýli Ernis Fundargerð sýnir að fulltrúar borgarstjóra kynntu breytingar á skipulagi með þeim hætti að vart gat skilist með öðrum hætti en svo að fyrir lægi sú stefnumörkun borgaryfirvalda að vegur yrði lagður í gegnum flugskýli Ernis og að það yrði rifið bótalaust. 7. júní 2020 08:25 Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Gagnrýnin „óþarfa upphlaup“ að mati borgarstjóra Borgarstjóri segir gagnrýni sem borgin sætir vegna áforma um niðurrif flugskýlis í Skerjafirði vera óþarfa upphlaup. Hann segir að nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. 6. júní 2020 12:45 Segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg Reykjavíkurborg hefur sætt gagnrýni vegna nýs skipulags við Skerjafjörð, meðal annars vegna áforma sem myndu fela í sér að rífa þyrfti viðhaldsskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg. 7. júní 2020 15:41 Hjólar í Reykjavíkurborg og segir „sómakær sveitarfélög“ ekki taka eignir af íbúum bótalaust Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. 5. júní 2020 17:39 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Fleiri fréttir Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Sjá meira
Fjármálaráðherra var hvattur til þess á Alþingi í dag að kanna hvort Reykjavíkurborg væri að brjóta gegn kaupsamningi við ríkið um flugvallarland í Skerjafirði með því að útdeila lóðum þar í stað þess að selja þær á markaði. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins sagði „það samkomulag með stökustu ólíkindum, gert á milli ráðherra Samfylkingarinnar og borgarstjóra Samfylkingarinnar, þar sem ríkið gaf nánast eða seldi á mjög góðum kjörum land undan flugvellinum í Vatnsmýri, flugvelli sem er sameign þjóðarinnar“. Dagur B. Eggertsson, þáverandi staðgengill borgarstjóra og formaður borgarráðs, og Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, í mars 2013 við undirritun samningsins um sölu flugvallarlandsins í Skerjafirði.Mynd/Reykjavíkurborg. Sigmundur rifjaði upp að Reykjavíkurborg hefði í þeim samningi skuldbundið sig til að selja allar lóðir á svæðinu á markaði, enda ætti ríkið að fá hlutdeild í sölu landsins. Sjá nánar frétt frá 2013: Samningar milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði. Borgin hefur sjálf skýrt frá því að hún hafi lofað stórum hluta lóða í nýja Skerjafirði undir félagslegar íbúðir. „Og nú spyr ég hæstvirtan ráðherra: Hefur hæstvirtur ráðherra gert einhverjar breytingar á þessu eða einhverjir aðrir? Því að nú er Reykjavíkurborg byrjuð að útdeila þessu landi, - án þess að setja það á markað,“ sagði formaður Miðflokksins og ítrekaði spurninguna: „Spurningin er einföld: Hefur verið gerð breyting á þessum samningi ríkisins og Reykjavíkurborgar frá 2013 þar sem kveðið er á um að þetta land skuli allt fara á markað?“ „Ég minnist þess ekki að það hafi nokkurn tímann komið inn á mitt borð að gera breytingar á umræddum samningi,“ svaraði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svarar fyrirspurninni á Alþingi í dag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. „Þá vek ég hér með aftur athygli hæstvirts ráðherra á því að borgin virðist vera að fara á svig við samning sem hún gerði við ríkið árið 2013 og fullt tilefni fyrir hæstvirtan ráðherra og ríkisstjórnina að grípa þarna inn í,“ sagði Sigmundur Davíð og sagði að ríkið hefði mátt grípa inn í ótal fleiri mál gagnvart borginni. „Nýjasta dæmið auðvitað, sem verið hefur í fréttum undanfarna daga, er af því þegar borgin hafði ákveðið að leggja veg í gegnum flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Eftir að þetta komst í hámæli reyndu menn að draga í land með það. En fundargerðir og önnur gögn sýndu að borgin hafði einfaldlega ætlað sér að gera það sem hún vildi með þetta land. Þótt það þýddi að leggja þarna fyrirtæki í rúst, veikja innanlandsflugið og leggja veg í gegnum flugskýli,“ sagði formaður Miðflokksins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Alþingi Fréttir af flugi Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. 4. júní 2020 20:20 Fundargerð sýnir að borgin var ákveðin í að leggja veg í gegnum flugskýli Ernis Fundargerð sýnir að fulltrúar borgarstjóra kynntu breytingar á skipulagi með þeim hætti að vart gat skilist með öðrum hætti en svo að fyrir lægi sú stefnumörkun borgaryfirvalda að vegur yrði lagður í gegnum flugskýli Ernis og að það yrði rifið bótalaust. 7. júní 2020 08:25 Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Gagnrýnin „óþarfa upphlaup“ að mati borgarstjóra Borgarstjóri segir gagnrýni sem borgin sætir vegna áforma um niðurrif flugskýlis í Skerjafirði vera óþarfa upphlaup. Hann segir að nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. 6. júní 2020 12:45 Segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg Reykjavíkurborg hefur sætt gagnrýni vegna nýs skipulags við Skerjafjörð, meðal annars vegna áforma sem myndu fela í sér að rífa þyrfti viðhaldsskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg. 7. júní 2020 15:41 Hjólar í Reykjavíkurborg og segir „sómakær sveitarfélög“ ekki taka eignir af íbúum bótalaust Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. 5. júní 2020 17:39 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Fleiri fréttir Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Sjá meira
Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. 4. júní 2020 20:20
Fundargerð sýnir að borgin var ákveðin í að leggja veg í gegnum flugskýli Ernis Fundargerð sýnir að fulltrúar borgarstjóra kynntu breytingar á skipulagi með þeim hætti að vart gat skilist með öðrum hætti en svo að fyrir lægi sú stefnumörkun borgaryfirvalda að vegur yrði lagður í gegnum flugskýli Ernis og að það yrði rifið bótalaust. 7. júní 2020 08:25
Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00
Gagnrýnin „óþarfa upphlaup“ að mati borgarstjóra Borgarstjóri segir gagnrýni sem borgin sætir vegna áforma um niðurrif flugskýlis í Skerjafirði vera óþarfa upphlaup. Hann segir að nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. 6. júní 2020 12:45
Segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg Reykjavíkurborg hefur sætt gagnrýni vegna nýs skipulags við Skerjafjörð, meðal annars vegna áforma sem myndu fela í sér að rífa þyrfti viðhaldsskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg. 7. júní 2020 15:41
Hjólar í Reykjavíkurborg og segir „sómakær sveitarfélög“ ekki taka eignir af íbúum bótalaust Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. 5. júní 2020 17:39
Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45