Eiganda 66°Norður dæmdar 172 milljónir í bætur af Hæstarétti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2020 18:34 Eiganda 66°Norður voru dæmdar 172 milljónir króna í máli sem rekja má aftur til ársins 2011. Vísir/66°norður Hæstiréttur hefur dæmt félagið Molden Enterprises Ltd. til að greiða 66North holding Lux S.Á.R.L. móðurfélagið 66°Norður 172 milljónir króna. Er það vegna kaupréttar fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins sem gerður var upp. Félagið Molden Enterprises er staðsett á Möltu en 66North holding Lux í Lúxemborg og er það eignarhaldsfélag sem á Sjóklæðagerðina hf., móðurfélag 66°Norður. Ágreining málsins má rekja til kaupsamnings sem gerður var 9. ágúst 2011 þegar SF II slhf. keypti 51% hlutafé í Sjóklæðagerðinni af Egus Inc. SF II varð síðar BH Holding og framseldi kröfur sínar og réttindi til 66North Holding en Egus varð að Molden Enterprises. Mbl.is greindi fyrst frá þessu. Sigurjón Sighvatsson var eigandi Egusar en hjónin Helgi Rúnar Óskarsson og Bjarney Harðardóttir eru eigendur 66°Norður. SF II var þá árið 2011 í eigu sjóða Stefnis, sem selt var Helga og Bjarney árið 2012. Þá seldi Sigurjón 49% hlut sem hann átti eftir til Helga og Bjarneyjar árið 2013. Í kaupsamningi við söluna árið 2011 var ákvæði í kaupsamningnum sem kvað á um að seljandinn skyldi ábyrgjast að kaupréttur fyrrverandi forstjóra félagsins væri fallinn úr gildi og að nefndur forstjóri ætti ekki kröfur á hendur félaginu. Með dómi hæstaréttar sem kveðinn var í september 2014 var komist að þeirri niðurstöðu að kauprétturinn hefði ekki verið fallinn úr gildi og að Sjóklæðagerðinni hf. skyldi gert að greiða í samræmi við það. Því var Sjóklæðagerðinni gert að greiða Halldóri Gunnari Eyjólfssyni, fyrrverandi forstjóra félagsins, 110 milljónir. Sjóklæðagerðin greiddi kröfu fyrrverandi forstjóra félagsins að fullu og höfðaði í kjölfarið mál á hendur félagsins sem þá bar nafnið Molden um endurgreiðslu á grundvelli ákvæðisins í kaupsamningnum um að seljandi skyldi ábyrgjast kauprétt fyrrverandi forstjóra félagsins. Málinu var vísað frá dómi í mars 2017 og var þar tekið fram að Sjóklæðagerðin hefði ekki verið aðili að kaupsamningnum þótt samningurinn hafi varðað hagsmuni félagsins. Í kjölfar þess höfðaði 66North Holding nýtt mál vegna kostnaðarins við uppgjör kaupréttarsamningsins sem fallið höfðu á félagið. Féllust dómstólar þá á greiðsluskyldu Molden gagnvart 66North Holdings. Dómsmál Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt félagið Molden Enterprises Ltd. til að greiða 66North holding Lux S.Á.R.L. móðurfélagið 66°Norður 172 milljónir króna. Er það vegna kaupréttar fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins sem gerður var upp. Félagið Molden Enterprises er staðsett á Möltu en 66North holding Lux í Lúxemborg og er það eignarhaldsfélag sem á Sjóklæðagerðina hf., móðurfélag 66°Norður. Ágreining málsins má rekja til kaupsamnings sem gerður var 9. ágúst 2011 þegar SF II slhf. keypti 51% hlutafé í Sjóklæðagerðinni af Egus Inc. SF II varð síðar BH Holding og framseldi kröfur sínar og réttindi til 66North Holding en Egus varð að Molden Enterprises. Mbl.is greindi fyrst frá þessu. Sigurjón Sighvatsson var eigandi Egusar en hjónin Helgi Rúnar Óskarsson og Bjarney Harðardóttir eru eigendur 66°Norður. SF II var þá árið 2011 í eigu sjóða Stefnis, sem selt var Helga og Bjarney árið 2012. Þá seldi Sigurjón 49% hlut sem hann átti eftir til Helga og Bjarneyjar árið 2013. Í kaupsamningi við söluna árið 2011 var ákvæði í kaupsamningnum sem kvað á um að seljandinn skyldi ábyrgjast að kaupréttur fyrrverandi forstjóra félagsins væri fallinn úr gildi og að nefndur forstjóri ætti ekki kröfur á hendur félaginu. Með dómi hæstaréttar sem kveðinn var í september 2014 var komist að þeirri niðurstöðu að kauprétturinn hefði ekki verið fallinn úr gildi og að Sjóklæðagerðinni hf. skyldi gert að greiða í samræmi við það. Því var Sjóklæðagerðinni gert að greiða Halldóri Gunnari Eyjólfssyni, fyrrverandi forstjóra félagsins, 110 milljónir. Sjóklæðagerðin greiddi kröfu fyrrverandi forstjóra félagsins að fullu og höfðaði í kjölfarið mál á hendur félagsins sem þá bar nafnið Molden um endurgreiðslu á grundvelli ákvæðisins í kaupsamningnum um að seljandi skyldi ábyrgjast kauprétt fyrrverandi forstjóra félagsins. Málinu var vísað frá dómi í mars 2017 og var þar tekið fram að Sjóklæðagerðin hefði ekki verið aðili að kaupsamningnum þótt samningurinn hafi varðað hagsmuni félagsins. Í kjölfar þess höfðaði 66North Holding nýtt mál vegna kostnaðarins við uppgjör kaupréttarsamningsins sem fallið höfðu á félagið. Féllust dómstólar þá á greiðsluskyldu Molden gagnvart 66North Holdings.
Dómsmál Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira