Þungur og erfiður fundur í Karphúsinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2020 18:09 Á Landspítala starfa 1.445 hjúkrunarfræðingar í alls 1.067 stöðugildum. vísir/vilhelm Samningafundur í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins sem lauk stuttu eftir klukkan fjögur í dag var þungur og erfiður segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar að svo stöddu. „Það hefur verið mjög gott samstarf milli samninganefnda og unnið úr og með álitaefni. En þetta eru þungar og erfiðar viðræður,“ segir Aðalsteinn. Fundur hófst í Karphúsinu klukkan 14 í dag en Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga boðaði ótímabundið verkfall á föstudag eftir að félagsmenn höfðu greitt atkvæði um málið. Alls greiddu 85,5% félagsmanna með verkfallsaðgerðunum en 82,2 prósent félagsmanna greiddu atkvæði. Ef ekki tekst að semja fyrir boðað verkfall hefst það klukkan átta að morgni 22. júní. Enn ber mikið í milli, sérstaklega hvað varðar launaliðinn og hjúkrunarfræðingar gera kröfu um hækkun launa. Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði í samtali við RÚV að áfram miði í viðræðum á meðan enn sé fundað. Að öðru leiti vildi hann ekki tjá sig um fundinn. Þá sagði hann fyrir helgi að ríkið hefði teygt sig eins langt og kostur væri til að koma til móts við kröfur hjúkrunarfræðinga. Á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í dag sagðist hún vona að það kæmi ekki til verkfalls og samningar myndu nást fljótlega. Alma D. Möller landlæknir tók undir það og sagði yfirvofandi verkfall vera ógn við heilbrigðiskerfið og að það yrði ekki rekið án hjúkrunarfræðinga. Kjaramál Verkföll 2020 Heilbrigðismál Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Samningafundur í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins sem lauk stuttu eftir klukkan fjögur í dag var þungur og erfiður segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar að svo stöddu. „Það hefur verið mjög gott samstarf milli samninganefnda og unnið úr og með álitaefni. En þetta eru þungar og erfiðar viðræður,“ segir Aðalsteinn. Fundur hófst í Karphúsinu klukkan 14 í dag en Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga boðaði ótímabundið verkfall á föstudag eftir að félagsmenn höfðu greitt atkvæði um málið. Alls greiddu 85,5% félagsmanna með verkfallsaðgerðunum en 82,2 prósent félagsmanna greiddu atkvæði. Ef ekki tekst að semja fyrir boðað verkfall hefst það klukkan átta að morgni 22. júní. Enn ber mikið í milli, sérstaklega hvað varðar launaliðinn og hjúkrunarfræðingar gera kröfu um hækkun launa. Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði í samtali við RÚV að áfram miði í viðræðum á meðan enn sé fundað. Að öðru leiti vildi hann ekki tjá sig um fundinn. Þá sagði hann fyrir helgi að ríkið hefði teygt sig eins langt og kostur væri til að koma til móts við kröfur hjúkrunarfræðinga. Á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í dag sagðist hún vona að það kæmi ekki til verkfalls og samningar myndu nást fljótlega. Alma D. Möller landlæknir tók undir það og sagði yfirvofandi verkfall vera ógn við heilbrigðiskerfið og að það yrði ekki rekið án hjúkrunarfræðinga.
Kjaramál Verkföll 2020 Heilbrigðismál Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira