Rúnar: Fengum bikar, héldum hreinu og hlupum meira en í síðustu tveimur leikjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júní 2020 22:00 Rúnar var sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Rúnar var mjög sáttur með leik kvöldsins en KR sýndi svo sannarlega að þeir eru til alls líklegir í Pepsi Max deildinni í sumar með flottum 1-0 sigri á spræku liði Víkinga í uppgjöri Íslands- og bikarmeistaranna frá síðustu leiktíð. „Mér líður vel, við fengum bikar, unnum leikinn, héldum hreinu og hlupum meira en við vorum búnir að hlaupa í hinum leikjunum tveimur. Það var léttara yfir okkur, léttara yfir okkar leik og það er svona margt jákvætt í þessu,“ sagði Rúnar sigurreifur að leiks lokum. „Það er stígandi í liðinu síðan við gátum byrjað að æfa allir saman, þetta er búið að vera þungt. Eins og ég hef sagt áður erum við með eldra lið og við yngdum aðeins liðið núna, settum léttari fætur inn á og menn hlupu mikið og þeir sem eru eldri og hafa verið hægir í síðustu leikjum voru mun hraðari í dag og reikna með að þeir verði enn hraðari á laugardaginn næsta þegar Pepsi Max deildin fer af stað. Það er góður stígandi í þessu og þetta var jákvætt, gefur okkur sjálfstraust og trú. Við skorum eitt mark sem dugar okkur oft til að vinna leiki,“ sagði Rúnar um þá umræðu að KR-liðið væri að ströggla eftir tvo slaka æfingaleiki að undanförnu. „Við viljum skora fleiri mörk og vera með öruggari sigur en Víkingar áttu ekki mörg færi í þessum leik, þeir voru betri en við í síðari hálfleik og héldu boltanum mun meira en mér fannst við miklu betri fyrstu 30-35 mínúturnar þangað til við skorum 1-0. Síðan gáfum við aðeins eftir og þeir tóku sénsa í síðari hálfleik,“ sagði Rúnar um sigurinn en þetta er þriðji leikurinn í röð sem KR vinnur Víking 1-0. „Þetta er gott lið, þeir spila góðan fótbolta og þetta eru ungir og ferskir strákar með góða boltameðferð, mikinn hraða og þú verður að virða það og ef við getum ekki farið hátt upp og pressað þá allan leikinn þá þurfum við að falla niður og verja það sem við höfum. Við þurfum kannski bara að bæta skyndisóknirnar því það var fullt af möguleikum að sækja hratt á þá þegar við unnum boltann í síðari hálfleik,“ sagði Rúnar að lokum. KR-ingar fagna að leik loknum.Vísir/Haraldur Guðjónsson Fótbolti KR Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnar Gunnlaugs: Þeir kunna þetta og við þurfum að gjöra svo vel að læra það Arnar Gunnlaugsson var sáttur með frammistöðu Víkinga þrátt fyrir 1-0 tap gegn KR í Meistarakeppni KSÍ. 7. júní 2020 21:30 Kristján Flóki enn frá en Óskar Örn og Sölvi Geir einfaldlega gamlir KR mætir Víkingum í Meistarakeppni KSÍ í kvöld en nokkrar af stærstu stjörnum liðanna eru fjarverandi. 7. júní 2020 19:12 Leik lokið: KR - Víkingur 1-0 | KR meistarar meistaranna Íslandsmeistarar KR eru Meistarar Meistaranna eftir 1-0 sigur á Víkingum í kvöld. 7. júní 2020 21:45 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
Rúnar var mjög sáttur með leik kvöldsins en KR sýndi svo sannarlega að þeir eru til alls líklegir í Pepsi Max deildinni í sumar með flottum 1-0 sigri á spræku liði Víkinga í uppgjöri Íslands- og bikarmeistaranna frá síðustu leiktíð. „Mér líður vel, við fengum bikar, unnum leikinn, héldum hreinu og hlupum meira en við vorum búnir að hlaupa í hinum leikjunum tveimur. Það var léttara yfir okkur, léttara yfir okkar leik og það er svona margt jákvætt í þessu,“ sagði Rúnar sigurreifur að leiks lokum. „Það er stígandi í liðinu síðan við gátum byrjað að æfa allir saman, þetta er búið að vera þungt. Eins og ég hef sagt áður erum við með eldra lið og við yngdum aðeins liðið núna, settum léttari fætur inn á og menn hlupu mikið og þeir sem eru eldri og hafa verið hægir í síðustu leikjum voru mun hraðari í dag og reikna með að þeir verði enn hraðari á laugardaginn næsta þegar Pepsi Max deildin fer af stað. Það er góður stígandi í þessu og þetta var jákvætt, gefur okkur sjálfstraust og trú. Við skorum eitt mark sem dugar okkur oft til að vinna leiki,“ sagði Rúnar um þá umræðu að KR-liðið væri að ströggla eftir tvo slaka æfingaleiki að undanförnu. „Við viljum skora fleiri mörk og vera með öruggari sigur en Víkingar áttu ekki mörg færi í þessum leik, þeir voru betri en við í síðari hálfleik og héldu boltanum mun meira en mér fannst við miklu betri fyrstu 30-35 mínúturnar þangað til við skorum 1-0. Síðan gáfum við aðeins eftir og þeir tóku sénsa í síðari hálfleik,“ sagði Rúnar um sigurinn en þetta er þriðji leikurinn í röð sem KR vinnur Víking 1-0. „Þetta er gott lið, þeir spila góðan fótbolta og þetta eru ungir og ferskir strákar með góða boltameðferð, mikinn hraða og þú verður að virða það og ef við getum ekki farið hátt upp og pressað þá allan leikinn þá þurfum við að falla niður og verja það sem við höfum. Við þurfum kannski bara að bæta skyndisóknirnar því það var fullt af möguleikum að sækja hratt á þá þegar við unnum boltann í síðari hálfleik,“ sagði Rúnar að lokum. KR-ingar fagna að leik loknum.Vísir/Haraldur Guðjónsson
Fótbolti KR Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnar Gunnlaugs: Þeir kunna þetta og við þurfum að gjöra svo vel að læra það Arnar Gunnlaugsson var sáttur með frammistöðu Víkinga þrátt fyrir 1-0 tap gegn KR í Meistarakeppni KSÍ. 7. júní 2020 21:30 Kristján Flóki enn frá en Óskar Örn og Sölvi Geir einfaldlega gamlir KR mætir Víkingum í Meistarakeppni KSÍ í kvöld en nokkrar af stærstu stjörnum liðanna eru fjarverandi. 7. júní 2020 19:12 Leik lokið: KR - Víkingur 1-0 | KR meistarar meistaranna Íslandsmeistarar KR eru Meistarar Meistaranna eftir 1-0 sigur á Víkingum í kvöld. 7. júní 2020 21:45 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
Arnar Gunnlaugs: Þeir kunna þetta og við þurfum að gjöra svo vel að læra það Arnar Gunnlaugsson var sáttur með frammistöðu Víkinga þrátt fyrir 1-0 tap gegn KR í Meistarakeppni KSÍ. 7. júní 2020 21:30
Kristján Flóki enn frá en Óskar Örn og Sölvi Geir einfaldlega gamlir KR mætir Víkingum í Meistarakeppni KSÍ í kvöld en nokkrar af stærstu stjörnum liðanna eru fjarverandi. 7. júní 2020 19:12
Leik lokið: KR - Víkingur 1-0 | KR meistarar meistaranna Íslandsmeistarar KR eru Meistarar Meistaranna eftir 1-0 sigur á Víkingum í kvöld. 7. júní 2020 21:45