Arnar Gunnlaugs: Þeir kunna þetta og við þurfum að gjöra svo vel að læra það Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júní 2020 21:30 Arnar var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var nokkuð brattur þrátt fyrir 1-0 tap gegn KR í Meistarakeppni KSÍ í kvöld þar sem Íslands- og bikarmeistarar síðasta árs mætast. „Bara þetta know how með það hvernig á að vinna leiki. Ég ber mikla virðingu fyrir þessu KR liði. Þeir hafa sigurhefðina sem við erum að sækjast eftir. Mér fannst við spila vel í dag, mér fannst heilt yfir meiri fótboltabragur yfir okkar liði en þeir bara kunna þetta og við þurfum að gjöra svo vel að læra það til að komast á þetta stig sem KR er búið að vera á í fleiri áratugi,“ sagði Arnar um muninn á liðunum í dag. „Mér fannst þetta hörkuleikur, það var barist og hátt tempó en það vantaði aðeins upp á gæðin. Þegar við vorum komnir í góða stöðu til að gefa fyrir þá klikkaði síðasta sendingin eða fyrirgjöfin, það vantaði herslumuninn en heilt yfir mjög sáttur með hvernig þetta þriggja leikja prógram fyrir Íslandsmótið hefur farið þó það sé sárt að ná ekki titli í dag en ég er samt nokkuð sáttur við frammistöðu minna stráka,“ sagði Arnar einnig um muninn á til að mynda leik dagsins og æfingaleikjum Víkinga þar sem liðið skoraði þrjú mörk gegn Gróttu og fjögur gegn Stjörnunni. „Það var titill í boði og það er alltaf gott að fá titil á ferilskránna. KR hefur stolt og sigurhefð svo þeim langaði í titil líka, vel mætt og völlurinn fínn. Þetta gefur góða raun fyrir sumarið og við stóðum okkur vel en þurfum að skerpa á nokkrum hlutum sem við munum gera fyrir fyrsta leik á móti Fjölni í næstu viku,“ sagði Arnar að lokum varðandi það sem var undir í leik kvöldsins en oft hafa leikir sem þessir verið titlaðir meira sem æfingaleikir en mótsleikir. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Fleiri fréttir Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var nokkuð brattur þrátt fyrir 1-0 tap gegn KR í Meistarakeppni KSÍ í kvöld þar sem Íslands- og bikarmeistarar síðasta árs mætast. „Bara þetta know how með það hvernig á að vinna leiki. Ég ber mikla virðingu fyrir þessu KR liði. Þeir hafa sigurhefðina sem við erum að sækjast eftir. Mér fannst við spila vel í dag, mér fannst heilt yfir meiri fótboltabragur yfir okkar liði en þeir bara kunna þetta og við þurfum að gjöra svo vel að læra það til að komast á þetta stig sem KR er búið að vera á í fleiri áratugi,“ sagði Arnar um muninn á liðunum í dag. „Mér fannst þetta hörkuleikur, það var barist og hátt tempó en það vantaði aðeins upp á gæðin. Þegar við vorum komnir í góða stöðu til að gefa fyrir þá klikkaði síðasta sendingin eða fyrirgjöfin, það vantaði herslumuninn en heilt yfir mjög sáttur með hvernig þetta þriggja leikja prógram fyrir Íslandsmótið hefur farið þó það sé sárt að ná ekki titli í dag en ég er samt nokkuð sáttur við frammistöðu minna stráka,“ sagði Arnar einnig um muninn á til að mynda leik dagsins og æfingaleikjum Víkinga þar sem liðið skoraði þrjú mörk gegn Gróttu og fjögur gegn Stjörnunni. „Það var titill í boði og það er alltaf gott að fá titil á ferilskránna. KR hefur stolt og sigurhefð svo þeim langaði í titil líka, vel mætt og völlurinn fínn. Þetta gefur góða raun fyrir sumarið og við stóðum okkur vel en þurfum að skerpa á nokkrum hlutum sem við munum gera fyrir fyrsta leik á móti Fjölni í næstu viku,“ sagði Arnar að lokum varðandi það sem var undir í leik kvöldsins en oft hafa leikir sem þessir verið titlaðir meira sem æfingaleikir en mótsleikir.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Fleiri fréttir Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira