Syngja saman á sautján einbreiðum brúm Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. júní 2020 12:11 Konurnar í kórnum munu byrja á að syngja á austustu einbreiðu brú sýslunnar í Lóni snemma morguns laugardaginn 13. júní og síðan munu þær syngja sig í vesturátt og enda á vestustu brúnni í Öræfum. Stjórnandi kórsins er Heiðar Sigurðsson. Úr einkasafni kórsins. Um fjörutíu konur á Hornafirði þeysast nú á milli þeirra sautján einbreiðu brúa, sem eru í Austur-Skaftafellssýslu og prófa að syngja á þeim áður en formlegir tónleikar verða haldnir á öllum brúnum um næstu helgi, eða laugardaginn 13. júní. Hér eru við að tala um hressar og skemmtilegar konur í Kvennakór Hornafjarðar, 22 ára gömlum kór þar sem Heiðar Sigurðsson er stjórnandi kórsins. Konurnar ætla að slá botninn í vetrarstarfið, sem var mjög óvenjulegt vegna kórónuveirunnar með því að syngja á öllum einbreiðum brúum í Austur Skaftafellsýslu laugardaginn 13. júní en brýrnar eru 17 talsins. Með söngnum vilja þær líka vekja athygli á nauðsyn þess að fækka einbreiðum brúm í sýslunni. Guðbjörg Garðarsdóttir er í undirbúningsnefnd fyrri verkefnið. „Já, sýslan okkar er með lang flestum einbreiðum brúm á Íslandi og það er árið 2020, þannig að við ætlum að vekja athygli á því og okkur í leiðinni.“ En dugar einn dagur í að syngja á sautján brúm? „Það er varla, þetta er rosalega strembið, við erum búnar að vera að taka tíma, hvað tekur langan tíma að keyra á milli og hvað það tekur 30 til 40 konur langan tíma og ganga úr og í rútu og hvað við megum stoppa lengi á hverri brú,“ segir Guðbjörg og bætir því við að það verði mjög mismunandi eftir brúm hvaða lög verða sungin hverju sinni. Það er mikil tilhlökkun hjá konunum í Kvennakór Hornafjarðar að taka þátt í brúarsöngnum laugardaginn 13. júní 2020.Úr einkasafni kórsins. Framtak kórsins hefur vakið mikla athygli. „Já, þetta er mjög skemmtilegt og við erum að fá mjög góð viðbrögð við uppátækinu. Við erum aðallega að gera þetta til að skemmta okkur og hittast eftir samkomubann, við erum bara mjög spenntar, vonandi koma einhverjir og hlusta á okkur,“ segir Guðbjörg og hlær. Hornafjörður Menning Kórar Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Innlent Fleiri fréttir Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Sjá meira
Um fjörutíu konur á Hornafirði þeysast nú á milli þeirra sautján einbreiðu brúa, sem eru í Austur-Skaftafellssýslu og prófa að syngja á þeim áður en formlegir tónleikar verða haldnir á öllum brúnum um næstu helgi, eða laugardaginn 13. júní. Hér eru við að tala um hressar og skemmtilegar konur í Kvennakór Hornafjarðar, 22 ára gömlum kór þar sem Heiðar Sigurðsson er stjórnandi kórsins. Konurnar ætla að slá botninn í vetrarstarfið, sem var mjög óvenjulegt vegna kórónuveirunnar með því að syngja á öllum einbreiðum brúum í Austur Skaftafellsýslu laugardaginn 13. júní en brýrnar eru 17 talsins. Með söngnum vilja þær líka vekja athygli á nauðsyn þess að fækka einbreiðum brúm í sýslunni. Guðbjörg Garðarsdóttir er í undirbúningsnefnd fyrri verkefnið. „Já, sýslan okkar er með lang flestum einbreiðum brúm á Íslandi og það er árið 2020, þannig að við ætlum að vekja athygli á því og okkur í leiðinni.“ En dugar einn dagur í að syngja á sautján brúm? „Það er varla, þetta er rosalega strembið, við erum búnar að vera að taka tíma, hvað tekur langan tíma að keyra á milli og hvað það tekur 30 til 40 konur langan tíma og ganga úr og í rútu og hvað við megum stoppa lengi á hverri brú,“ segir Guðbjörg og bætir því við að það verði mjög mismunandi eftir brúm hvaða lög verða sungin hverju sinni. Það er mikil tilhlökkun hjá konunum í Kvennakór Hornafjarðar að taka þátt í brúarsöngnum laugardaginn 13. júní 2020.Úr einkasafni kórsins. Framtak kórsins hefur vakið mikla athygli. „Já, þetta er mjög skemmtilegt og við erum að fá mjög góð viðbrögð við uppátækinu. Við erum aðallega að gera þetta til að skemmta okkur og hittast eftir samkomubann, við erum bara mjög spenntar, vonandi koma einhverjir og hlusta á okkur,“ segir Guðbjörg og hlær.
Hornafjörður Menning Kórar Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Innlent Fleiri fréttir Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Sjá meira