Íslenski boltinn

Brynjar Ásgeir ekki með FH í sumar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Brynjar Ásgeir Guðmundsson.
Brynjar Ásgeir Guðmundsson. Mynd/Arnþór

Pepsi-Max deildarlið FH hefur orðið fyrir áfalli þar sem miðjumaðurinn Brynjar Ásgeir Guðmundsson meiddist á æfingu á dögunum og er nú ljóst að hann mun ekki geta tekið þátt í Íslandsmótinu í sumar.

Fótbolti.net greinir frá þessu í dag.

Brynjar Ásgeir sleit hásin og mun þurfa að gangast undir aðgerð vegna þessa. Í kjölfarið tekur við löng endurhæfing.

„Ég set stefnuna á að vera kominn á fullt í febrúar eða mars. Eftir aðgerð tekur við sex til átta mánaða endurhæfing,“ er haft eftir Brynjari.

Brynjar lék 12 leiki í deild og bikar á síðustu leiktíð en hann hefur spilað með uppeldisfélagi sínu, FH, stærstan hluta ferilsins en lék með Grindavík í Pepsi-deildinni tvö tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×