Gagnrýnin „óþarfa upphlaup“ að mati borgarstjóra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júní 2020 12:45 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri segir gagnrýni sem borgin sætir vegna áforma um niðurrif flugskýlis í Skerjafirði vera óþarfa upphlaup. Hann segir að nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. Forstjóri Flugfélagsins Ernis sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að Reykjavíkurborg hafi tilkynnt Flugfélaginu að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli, bótalaust vegna nýs skipulags. Þetta sagði forstjórinn vera árás á innanlandsflug sem gæti leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. Samgönguráðherra og fulltrúar minnihlutans í borginni hafa jafnframt gagnrýnt framgöngu borgarinnar harðlega. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vísar því á bug að áformin komi til með að raska starfsemi innanlandsflugs. „Mér finnst þetta satt best að segja óþarfa upphlaup. Við erum að undirbúa skipulag í Skerjafirði, alveg frábært skipulag raunar en eitt af leiðarljósinu í því er að sú byggð og þær framkvæmdir eiga alls ekki að trufla rekstur innanlandsflugs og eiga ekki að gera það,“ segir Dagur. „Það var sett fram hugmynd um veglínu upp við framtíðaröryggisgirðingu flugvallarins sem að myndi raska rekstri Ernis þannig að það var haldinn fundur með félaginu til þess að ræða þetta og þar komu mjög hörð viðbrögð á það frá þeim þannig að strax í kjölfarið var óskað eftir því við verkfræðistofu að fundnar yrðu aðrar leiðir,“ segir Dagur. „Ég og borgin höfum sagt allan tímann að þetta nýja og góða hverfi í Skerjafirði á ekki að raska rekstri innanlandsflugs á meðan við erum að rannsaka nýtt flugvallarstæði og undirbúa nýjan flugvöll í Hvassahrauni,“ segir Dagur. Allir eigi að geta verið rólegir yfir því og borgin muni einbeita sér að því að þróa og útfæra þetta nýja hverfi í Skerjafirði. Þykir miður að samtal hafi ekki gegnið betur Hann segir ekkert við vinnubrögð borgarinnar að athuga í málinu. „Það er margt sem þarf að undirbúa þegar skipulag er annars vegar,“ segir Dagur. „Hluti af því að undirbúa vandað skipulag er að eiga samtal við hagsmunaaðila og það gekk ekki betur en þetta í þessu tilviki og það er auðvitað bara miður en ég vona að ef fólk talar saman, þá náttúrlega komast þessir hlutir á hreint.“ Þá hefur höfundur bókarinnar um Flugsögu Íslands óskað eftir því að Minjastofnun grípi til skyndifriðunar til að koma í veg fyrir að borgin rífi flugskýli í Skerjafirði. Hann segir skýlið frá tíma sjóflugvélanna, eldra en flugvöllinn, og einhverjar merkustu minjar um upphaf atvinnuflugs á Íslandi. „Það er beinlínis gert ráð fyrir því að elsta flugskýlið þarna, sem tengist sjóflugvélum, að það standi áfram og verði hluti af nýja skipulaginu þegar fram í sækir,“ segir Dagur spurður hvort friðlýsing myndi raska áformum borgarinnar. „Það eru nýrri viðbyggingar sem er gert ráð fyrir að víki með tímanum en þetta gamla skýli, það er friðað og það verður hluti af skipulaginu.“ Borgin fari að lögum og reglum um bótagreiðslur Dagur segir að ef komi í ljós að flugfélagið eigi rétt á bótum muni borgin að sjálfsögðu virða lög og reglur í þeim efnum. „Auðvitað er sá réttur sem sannarlega er til staðar hann er alltaf virtur og það hefur borgin alltaf gert,“ svarar Dagur, spurður hvort það sé boðlegt að halda áformunum til streitu án þess að bjóða hlutaðeigandi hagsmunaaðilum bætur. „Á flugvallarsvæðinu eru hins vegar eignarheimildir og annað býsna flóknar og geta meira að segja verið flóknar inni á einni og sömu lóðvarðandi mismunandi hluta. Stundum eru ekki fyrir hendi lóðaleigusamningar og annaðslíkt og þaðer bara farið yfir þaðhverju sinni,“ segir Dagur. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Fréttir af flugi Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Sjá meira
Borgarstjóri segir gagnrýni sem borgin sætir vegna áforma um niðurrif flugskýlis í Skerjafirði vera óþarfa upphlaup. Hann segir að nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. Forstjóri Flugfélagsins Ernis sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að Reykjavíkurborg hafi tilkynnt Flugfélaginu að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli, bótalaust vegna nýs skipulags. Þetta sagði forstjórinn vera árás á innanlandsflug sem gæti leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. Samgönguráðherra og fulltrúar minnihlutans í borginni hafa jafnframt gagnrýnt framgöngu borgarinnar harðlega. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vísar því á bug að áformin komi til með að raska starfsemi innanlandsflugs. „Mér finnst þetta satt best að segja óþarfa upphlaup. Við erum að undirbúa skipulag í Skerjafirði, alveg frábært skipulag raunar en eitt af leiðarljósinu í því er að sú byggð og þær framkvæmdir eiga alls ekki að trufla rekstur innanlandsflugs og eiga ekki að gera það,“ segir Dagur. „Það var sett fram hugmynd um veglínu upp við framtíðaröryggisgirðingu flugvallarins sem að myndi raska rekstri Ernis þannig að það var haldinn fundur með félaginu til þess að ræða þetta og þar komu mjög hörð viðbrögð á það frá þeim þannig að strax í kjölfarið var óskað eftir því við verkfræðistofu að fundnar yrðu aðrar leiðir,“ segir Dagur. „Ég og borgin höfum sagt allan tímann að þetta nýja og góða hverfi í Skerjafirði á ekki að raska rekstri innanlandsflugs á meðan við erum að rannsaka nýtt flugvallarstæði og undirbúa nýjan flugvöll í Hvassahrauni,“ segir Dagur. Allir eigi að geta verið rólegir yfir því og borgin muni einbeita sér að því að þróa og útfæra þetta nýja hverfi í Skerjafirði. Þykir miður að samtal hafi ekki gegnið betur Hann segir ekkert við vinnubrögð borgarinnar að athuga í málinu. „Það er margt sem þarf að undirbúa þegar skipulag er annars vegar,“ segir Dagur. „Hluti af því að undirbúa vandað skipulag er að eiga samtal við hagsmunaaðila og það gekk ekki betur en þetta í þessu tilviki og það er auðvitað bara miður en ég vona að ef fólk talar saman, þá náttúrlega komast þessir hlutir á hreint.“ Þá hefur höfundur bókarinnar um Flugsögu Íslands óskað eftir því að Minjastofnun grípi til skyndifriðunar til að koma í veg fyrir að borgin rífi flugskýli í Skerjafirði. Hann segir skýlið frá tíma sjóflugvélanna, eldra en flugvöllinn, og einhverjar merkustu minjar um upphaf atvinnuflugs á Íslandi. „Það er beinlínis gert ráð fyrir því að elsta flugskýlið þarna, sem tengist sjóflugvélum, að það standi áfram og verði hluti af nýja skipulaginu þegar fram í sækir,“ segir Dagur spurður hvort friðlýsing myndi raska áformum borgarinnar. „Það eru nýrri viðbyggingar sem er gert ráð fyrir að víki með tímanum en þetta gamla skýli, það er friðað og það verður hluti af skipulaginu.“ Borgin fari að lögum og reglum um bótagreiðslur Dagur segir að ef komi í ljós að flugfélagið eigi rétt á bótum muni borgin að sjálfsögðu virða lög og reglur í þeim efnum. „Auðvitað er sá réttur sem sannarlega er til staðar hann er alltaf virtur og það hefur borgin alltaf gert,“ svarar Dagur, spurður hvort það sé boðlegt að halda áformunum til streitu án þess að bjóða hlutaðeigandi hagsmunaaðilum bætur. „Á flugvallarsvæðinu eru hins vegar eignarheimildir og annað býsna flóknar og geta meira að segja verið flóknar inni á einni og sömu lóðvarðandi mismunandi hluta. Stundum eru ekki fyrir hendi lóðaleigusamningar og annaðslíkt og þaðer bara farið yfir þaðhverju sinni,“ segir Dagur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Fréttir af flugi Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Sjá meira