Körfubolti

Kevin Durant eignast hlut í fótboltaliði

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kevin Durant.
Kevin Durant. Vísir/Getty

Bandaríska körfuboltastjarnan Kevin Durant hefur fjárfest í fótboltaliði og er orðinn minnihluta eigandi í bandaríska MLS-deildarliðinu Philadelphia Union.

Í frétt ESPN segir að hlutur Durant sé á bilinu 1-5% og fetar hann þar með í fótspor kollega sinna James Harden og LeBron James sem báðir eiga hlut í fótboltaliðum.

Harden fjárfesti í knattspyrnuliðum í Houston í fyrra og á lítinn hlut í bæði MLS deildarliðinu Houston Dynamo og NWSL deildarliði Houston Dash. LeBron James hefur átt lítinn hlut í enska stórveldinu Liverpool frá árinu 2011.

Durant hafði áður reynt að eignast hlut í liði DC United án árangurs en af körfuboltaferli Durant er það að frétta að hann er að vinna sig til baka eftir meiðsli og gaf nýverið út að það kæmi ekki til greina að spila með Brooklyn Nets í sumar þegar NBA deildin byrjar að nýju eftir Covid-19. Mun Durant ekki snúa aftur á völlinn fyrr en nýtt tímabil hefst næsta haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×