Styrkur koltvísýrings í nýjum hæðum þrátt fyrir samdrátt vegna faraldursins Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2020 10:38 Þrátt fyrir umtalsverðan samdrátt í faraldrinum halda menn áfram að losa mikið magn kolefnis út í lofthjúp jarðar þar sem það veldur hlýnun við yfirborðið. Styrkurinn koltvísýrings hefur ekki verið hærri í sögu mannkynsins. Vísir/EPA Aldrei hefur styrkur koltvísýrings í andrúmslofti mælst hærri í sögu mannkynsins en í síðasta mánuði þrátt fyrir að dregið hafi umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Líklegt er talið að styrkur koltvísýrings hafi ekki verið meiri í um þrjár milljónir ára. Flug- og bílaumferð hefur dregist verulega saman um allan heim vegna kórónuveirufaraldursins og aðgerða til þess að hefta útbreiðslu hans. Áætlað hefur verið losun gróðurhúsalofttegunda hafi hrunið um allt að sautján prósent á milli ára í apríl þegar mest lét. Horfur eru á 4-7% samdrætti í losun í ár. Þessi samdráttur kom þó ekki í veg fyrir að styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar næði nýjum hæðum í maí. Hann mældist að meðaltali meira en 417 hlutar af milljón (ppm) á Mauna Loa-athuganastöðinni á Havaí og hækkaði úr 414,7 frá því í fyrra. Sjá einnig: Samdráttur í losun í faraldrinum sagður fordæmalaus Styrkur koltvísýrings er í hámarki eftir veturinn í maí áður en tré og gróður á norðurhveli byrjar að draga hann í sig að sumri. Hann hefur aldrei mælst hærri með beinum mælingum og veðurvitni sem vísindamenn nota til þess að rannsaka fornloftslag benda til þess að ekki hafi verið meira af gróðurhúsalofttegundinni í andrúmsloftinu í þrjár milljónir ára. Washington Post segir að síðast þegar styrkurinn var svo hár hafi hnattrænn meðalhiti verið mun hærri en nú og yfirborð sjávar staðið tugum metra hærra. Þrátt fyrir að dregið hafi úr losun í faraldrinum dæla menn enn tugum milljarða tonna af koltvísýringi út í andrúmsloftið sem bætist ofan á það sem hefur safnast upp í lofthjúpnum um áratuga skeið. Í tilkynningu Scripps-haffræðistofnunarinnar um mælingarnar kemur fram að til þess að það hægist mælanlega á vaxandi styrk koltvísýrings þurfi menn að draga úr losun sinni um 20-30% í sex til tólf mánuði. Koltvísýringur, sem veldur hlýnun við yfirborð jarðar, safnast saman í lofthjúpnum og getur verið þar í allt að þúsund ár. Því mun styrkur hans halda áfram að aukast þar til menn hætta allri losun. Hann mun ekki dragast saman fyrr en að vistkerfi jarðar og kolefnisbinding manna fjarlægir meira af gróðurhúsalofttegundum úr loftinu en er losað. Loftslagsmál Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Samdráttur í losun í faraldrinum sagður fordæmalaus Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hrundi um sautján prósent á milli ára vegna kórónuveiruheimsfaraldursins þegar mest lét í fyrri hluta apríl samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna. Samdrátturinn er talinn verða skammvinnur og umtalsvert minni fyrir árið í heild. 19. maí 2020 15:54 Stefnir í metsamdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun stefnir í að dragast saman um tæp átta prósent á þessu ári vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þrátt fyrir að það er þróunin ekki endilega talin góð fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum af völdum manna. 30. apríl 2020 11:20 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Aldrei hefur styrkur koltvísýrings í andrúmslofti mælst hærri í sögu mannkynsins en í síðasta mánuði þrátt fyrir að dregið hafi umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Líklegt er talið að styrkur koltvísýrings hafi ekki verið meiri í um þrjár milljónir ára. Flug- og bílaumferð hefur dregist verulega saman um allan heim vegna kórónuveirufaraldursins og aðgerða til þess að hefta útbreiðslu hans. Áætlað hefur verið losun gróðurhúsalofttegunda hafi hrunið um allt að sautján prósent á milli ára í apríl þegar mest lét. Horfur eru á 4-7% samdrætti í losun í ár. Þessi samdráttur kom þó ekki í veg fyrir að styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar næði nýjum hæðum í maí. Hann mældist að meðaltali meira en 417 hlutar af milljón (ppm) á Mauna Loa-athuganastöðinni á Havaí og hækkaði úr 414,7 frá því í fyrra. Sjá einnig: Samdráttur í losun í faraldrinum sagður fordæmalaus Styrkur koltvísýrings er í hámarki eftir veturinn í maí áður en tré og gróður á norðurhveli byrjar að draga hann í sig að sumri. Hann hefur aldrei mælst hærri með beinum mælingum og veðurvitni sem vísindamenn nota til þess að rannsaka fornloftslag benda til þess að ekki hafi verið meira af gróðurhúsalofttegundinni í andrúmsloftinu í þrjár milljónir ára. Washington Post segir að síðast þegar styrkurinn var svo hár hafi hnattrænn meðalhiti verið mun hærri en nú og yfirborð sjávar staðið tugum metra hærra. Þrátt fyrir að dregið hafi úr losun í faraldrinum dæla menn enn tugum milljarða tonna af koltvísýringi út í andrúmsloftið sem bætist ofan á það sem hefur safnast upp í lofthjúpnum um áratuga skeið. Í tilkynningu Scripps-haffræðistofnunarinnar um mælingarnar kemur fram að til þess að það hægist mælanlega á vaxandi styrk koltvísýrings þurfi menn að draga úr losun sinni um 20-30% í sex til tólf mánuði. Koltvísýringur, sem veldur hlýnun við yfirborð jarðar, safnast saman í lofthjúpnum og getur verið þar í allt að þúsund ár. Því mun styrkur hans halda áfram að aukast þar til menn hætta allri losun. Hann mun ekki dragast saman fyrr en að vistkerfi jarðar og kolefnisbinding manna fjarlægir meira af gróðurhúsalofttegundum úr loftinu en er losað.
Loftslagsmál Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Samdráttur í losun í faraldrinum sagður fordæmalaus Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hrundi um sautján prósent á milli ára vegna kórónuveiruheimsfaraldursins þegar mest lét í fyrri hluta apríl samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna. Samdrátturinn er talinn verða skammvinnur og umtalsvert minni fyrir árið í heild. 19. maí 2020 15:54 Stefnir í metsamdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun stefnir í að dragast saman um tæp átta prósent á þessu ári vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þrátt fyrir að það er þróunin ekki endilega talin góð fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum af völdum manna. 30. apríl 2020 11:20 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Samdráttur í losun í faraldrinum sagður fordæmalaus Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hrundi um sautján prósent á milli ára vegna kórónuveiruheimsfaraldursins þegar mest lét í fyrri hluta apríl samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna. Samdrátturinn er talinn verða skammvinnur og umtalsvert minni fyrir árið í heild. 19. maí 2020 15:54
Stefnir í metsamdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun stefnir í að dragast saman um tæp átta prósent á þessu ári vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þrátt fyrir að það er þróunin ekki endilega talin góð fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum af völdum manna. 30. apríl 2020 11:20