Styrkur koltvísýrings í nýjum hæðum þrátt fyrir samdrátt vegna faraldursins Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2020 10:38 Þrátt fyrir umtalsverðan samdrátt í faraldrinum halda menn áfram að losa mikið magn kolefnis út í lofthjúp jarðar þar sem það veldur hlýnun við yfirborðið. Styrkurinn koltvísýrings hefur ekki verið hærri í sögu mannkynsins. Vísir/EPA Aldrei hefur styrkur koltvísýrings í andrúmslofti mælst hærri í sögu mannkynsins en í síðasta mánuði þrátt fyrir að dregið hafi umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Líklegt er talið að styrkur koltvísýrings hafi ekki verið meiri í um þrjár milljónir ára. Flug- og bílaumferð hefur dregist verulega saman um allan heim vegna kórónuveirufaraldursins og aðgerða til þess að hefta útbreiðslu hans. Áætlað hefur verið losun gróðurhúsalofttegunda hafi hrunið um allt að sautján prósent á milli ára í apríl þegar mest lét. Horfur eru á 4-7% samdrætti í losun í ár. Þessi samdráttur kom þó ekki í veg fyrir að styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar næði nýjum hæðum í maí. Hann mældist að meðaltali meira en 417 hlutar af milljón (ppm) á Mauna Loa-athuganastöðinni á Havaí og hækkaði úr 414,7 frá því í fyrra. Sjá einnig: Samdráttur í losun í faraldrinum sagður fordæmalaus Styrkur koltvísýrings er í hámarki eftir veturinn í maí áður en tré og gróður á norðurhveli byrjar að draga hann í sig að sumri. Hann hefur aldrei mælst hærri með beinum mælingum og veðurvitni sem vísindamenn nota til þess að rannsaka fornloftslag benda til þess að ekki hafi verið meira af gróðurhúsalofttegundinni í andrúmsloftinu í þrjár milljónir ára. Washington Post segir að síðast þegar styrkurinn var svo hár hafi hnattrænn meðalhiti verið mun hærri en nú og yfirborð sjávar staðið tugum metra hærra. Þrátt fyrir að dregið hafi úr losun í faraldrinum dæla menn enn tugum milljarða tonna af koltvísýringi út í andrúmsloftið sem bætist ofan á það sem hefur safnast upp í lofthjúpnum um áratuga skeið. Í tilkynningu Scripps-haffræðistofnunarinnar um mælingarnar kemur fram að til þess að það hægist mælanlega á vaxandi styrk koltvísýrings þurfi menn að draga úr losun sinni um 20-30% í sex til tólf mánuði. Koltvísýringur, sem veldur hlýnun við yfirborð jarðar, safnast saman í lofthjúpnum og getur verið þar í allt að þúsund ár. Því mun styrkur hans halda áfram að aukast þar til menn hætta allri losun. Hann mun ekki dragast saman fyrr en að vistkerfi jarðar og kolefnisbinding manna fjarlægir meira af gróðurhúsalofttegundum úr loftinu en er losað. Loftslagsmál Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Samdráttur í losun í faraldrinum sagður fordæmalaus Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hrundi um sautján prósent á milli ára vegna kórónuveiruheimsfaraldursins þegar mest lét í fyrri hluta apríl samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna. Samdrátturinn er talinn verða skammvinnur og umtalsvert minni fyrir árið í heild. 19. maí 2020 15:54 Stefnir í metsamdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun stefnir í að dragast saman um tæp átta prósent á þessu ári vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þrátt fyrir að það er þróunin ekki endilega talin góð fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum af völdum manna. 30. apríl 2020 11:20 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Aldrei hefur styrkur koltvísýrings í andrúmslofti mælst hærri í sögu mannkynsins en í síðasta mánuði þrátt fyrir að dregið hafi umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Líklegt er talið að styrkur koltvísýrings hafi ekki verið meiri í um þrjár milljónir ára. Flug- og bílaumferð hefur dregist verulega saman um allan heim vegna kórónuveirufaraldursins og aðgerða til þess að hefta útbreiðslu hans. Áætlað hefur verið losun gróðurhúsalofttegunda hafi hrunið um allt að sautján prósent á milli ára í apríl þegar mest lét. Horfur eru á 4-7% samdrætti í losun í ár. Þessi samdráttur kom þó ekki í veg fyrir að styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar næði nýjum hæðum í maí. Hann mældist að meðaltali meira en 417 hlutar af milljón (ppm) á Mauna Loa-athuganastöðinni á Havaí og hækkaði úr 414,7 frá því í fyrra. Sjá einnig: Samdráttur í losun í faraldrinum sagður fordæmalaus Styrkur koltvísýrings er í hámarki eftir veturinn í maí áður en tré og gróður á norðurhveli byrjar að draga hann í sig að sumri. Hann hefur aldrei mælst hærri með beinum mælingum og veðurvitni sem vísindamenn nota til þess að rannsaka fornloftslag benda til þess að ekki hafi verið meira af gróðurhúsalofttegundinni í andrúmsloftinu í þrjár milljónir ára. Washington Post segir að síðast þegar styrkurinn var svo hár hafi hnattrænn meðalhiti verið mun hærri en nú og yfirborð sjávar staðið tugum metra hærra. Þrátt fyrir að dregið hafi úr losun í faraldrinum dæla menn enn tugum milljarða tonna af koltvísýringi út í andrúmsloftið sem bætist ofan á það sem hefur safnast upp í lofthjúpnum um áratuga skeið. Í tilkynningu Scripps-haffræðistofnunarinnar um mælingarnar kemur fram að til þess að það hægist mælanlega á vaxandi styrk koltvísýrings þurfi menn að draga úr losun sinni um 20-30% í sex til tólf mánuði. Koltvísýringur, sem veldur hlýnun við yfirborð jarðar, safnast saman í lofthjúpnum og getur verið þar í allt að þúsund ár. Því mun styrkur hans halda áfram að aukast þar til menn hætta allri losun. Hann mun ekki dragast saman fyrr en að vistkerfi jarðar og kolefnisbinding manna fjarlægir meira af gróðurhúsalofttegundum úr loftinu en er losað.
Loftslagsmál Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Samdráttur í losun í faraldrinum sagður fordæmalaus Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hrundi um sautján prósent á milli ára vegna kórónuveiruheimsfaraldursins þegar mest lét í fyrri hluta apríl samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna. Samdrátturinn er talinn verða skammvinnur og umtalsvert minni fyrir árið í heild. 19. maí 2020 15:54 Stefnir í metsamdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun stefnir í að dragast saman um tæp átta prósent á þessu ári vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þrátt fyrir að það er þróunin ekki endilega talin góð fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum af völdum manna. 30. apríl 2020 11:20 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Samdráttur í losun í faraldrinum sagður fordæmalaus Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hrundi um sautján prósent á milli ára vegna kórónuveiruheimsfaraldursins þegar mest lét í fyrri hluta apríl samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna. Samdrátturinn er talinn verða skammvinnur og umtalsvert minni fyrir árið í heild. 19. maí 2020 15:54
Stefnir í metsamdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun stefnir í að dragast saman um tæp átta prósent á þessu ári vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þrátt fyrir að það er þróunin ekki endilega talin góð fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum af völdum manna. 30. apríl 2020 11:20