Biden tryggði sér formlega sigur í forvali demókrata Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2020 07:36 Hjónin Jill og Joe Biden á góðri stundu í Pennsylvaníu í mars. Fyrrverandi varaforsetinn er nú með nægilega marga landsfundarfulltrúa á bak við sig til þess að tryggja sér útnefningu demókrata. Vísir/EPA Endanleg úrslit í forvali sem fór fram í sjö ríkjum Bandaríkjanna og Washington-borg á þriðjudag þýða að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, hefur nú tryggt sér nægilegan fjölda kjörmanna til þess að hljóta útnefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi hans í haust. Bernie Sanders, helsti keppinautur Biden, lýsti sig sigraðan í apríl. Biden hefur átt sigurinn í forvalinu næsta vísan um margra vikna skeið jafnvel þó að Sanders hafi ekki dregið framboð sitt formlega til baka. Þegar lokið var við að telja atkvæði í þeim ríkjum sem kusu í forvalinu á þriðjudag í gær varð ljóst að Biden væri kominn með fleiri en 1.991 landsfundarfulltrúa sem þarf til þess að hljóta útnefninguna á landsfundi demókrata, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það var heiður að keppa gegn einum hæfileikaríkasta hópi frambjóðenda sem Demókrataflokkurinn hefur nokkru sinni teflt fram og ég er stoltur að segja að við göngum til þessara kosninga sem sameinaður flokkur,“ sagði Biden í gær. Á þriðja tug frambjóðenda var í forvalinu á tímabilinu en þeir heltust úr lestinni einn af öðrum á þessu ári. Lengi vel leit út fyrir að Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont, stæði með pálmann í höndunum en vendipunktur varð þegar Biden tryggði sér sigur í Suður-Karólínu seint í febrúar. Í kjölfarið hættu nokkrir áhrifamiklir frambjóðendur á sama tíma og lýstu yfir stuðningi við Biden. Upphaflega átti að halda landsfund Demókrataflokksins þar sem forsetaframbjóðandinn yrði formlega kjörinn í Wisconsin í júlí. Vegna kórónuveirufaraldursins hefur fundinum verið frestað fram í ágúst. Mögulegt er að hann verði haldinn í gegnum fjarfundarbúnað. Forsetakosningarnar sjálfar fara fram þriðjudaginn 3. nóvember. Þar etur Biden kappi við Donald Trump forseta. Skoðanakannanir benda til þess að Biden hafi nokkuð forskot á forsetann, bæði á landsvísu og í nokkrum lykilríkjum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Umdeildum þingmanni hafnað og Biden við það að sigra Kjósendur Repúblikanaflokksins í Iowa höfnuðu umdeildum þingmanni sínum sem sóttist eftir tíunda kjörtímabili sínu í forvali í gær. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er við það að tryggja sér útnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi eftir kosningarnar sem fóru fram í skugga kórónuveirufaraldurs og mótmælaöldu vegna dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. 3. júní 2020 11:04 Biden segir Bandaríkin þurfa að taka á kerfisbundnum rasisma Bandaríkin skortir forystu á tíma þegar þau þurfa að taka á kerfisbundinni kynþáttahyggju í kjölfar dauða blökkumanns í haldi lögreglu í síðustu viku, að sögn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Í fyrstu í Fíladelfíu deildi Biden hart á Donald Trump forseta fyrir viðbrögð hans við mótmælum undanfarinna daga. 2. júní 2020 16:39 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Endanleg úrslit í forvali sem fór fram í sjö ríkjum Bandaríkjanna og Washington-borg á þriðjudag þýða að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, hefur nú tryggt sér nægilegan fjölda kjörmanna til þess að hljóta útnefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi hans í haust. Bernie Sanders, helsti keppinautur Biden, lýsti sig sigraðan í apríl. Biden hefur átt sigurinn í forvalinu næsta vísan um margra vikna skeið jafnvel þó að Sanders hafi ekki dregið framboð sitt formlega til baka. Þegar lokið var við að telja atkvæði í þeim ríkjum sem kusu í forvalinu á þriðjudag í gær varð ljóst að Biden væri kominn með fleiri en 1.991 landsfundarfulltrúa sem þarf til þess að hljóta útnefninguna á landsfundi demókrata, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það var heiður að keppa gegn einum hæfileikaríkasta hópi frambjóðenda sem Demókrataflokkurinn hefur nokkru sinni teflt fram og ég er stoltur að segja að við göngum til þessara kosninga sem sameinaður flokkur,“ sagði Biden í gær. Á þriðja tug frambjóðenda var í forvalinu á tímabilinu en þeir heltust úr lestinni einn af öðrum á þessu ári. Lengi vel leit út fyrir að Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont, stæði með pálmann í höndunum en vendipunktur varð þegar Biden tryggði sér sigur í Suður-Karólínu seint í febrúar. Í kjölfarið hættu nokkrir áhrifamiklir frambjóðendur á sama tíma og lýstu yfir stuðningi við Biden. Upphaflega átti að halda landsfund Demókrataflokksins þar sem forsetaframbjóðandinn yrði formlega kjörinn í Wisconsin í júlí. Vegna kórónuveirufaraldursins hefur fundinum verið frestað fram í ágúst. Mögulegt er að hann verði haldinn í gegnum fjarfundarbúnað. Forsetakosningarnar sjálfar fara fram þriðjudaginn 3. nóvember. Þar etur Biden kappi við Donald Trump forseta. Skoðanakannanir benda til þess að Biden hafi nokkuð forskot á forsetann, bæði á landsvísu og í nokkrum lykilríkjum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Umdeildum þingmanni hafnað og Biden við það að sigra Kjósendur Repúblikanaflokksins í Iowa höfnuðu umdeildum þingmanni sínum sem sóttist eftir tíunda kjörtímabili sínu í forvali í gær. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er við það að tryggja sér útnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi eftir kosningarnar sem fóru fram í skugga kórónuveirufaraldurs og mótmælaöldu vegna dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. 3. júní 2020 11:04 Biden segir Bandaríkin þurfa að taka á kerfisbundnum rasisma Bandaríkin skortir forystu á tíma þegar þau þurfa að taka á kerfisbundinni kynþáttahyggju í kjölfar dauða blökkumanns í haldi lögreglu í síðustu viku, að sögn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Í fyrstu í Fíladelfíu deildi Biden hart á Donald Trump forseta fyrir viðbrögð hans við mótmælum undanfarinna daga. 2. júní 2020 16:39 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Umdeildum þingmanni hafnað og Biden við það að sigra Kjósendur Repúblikanaflokksins í Iowa höfnuðu umdeildum þingmanni sínum sem sóttist eftir tíunda kjörtímabili sínu í forvali í gær. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er við það að tryggja sér útnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi eftir kosningarnar sem fóru fram í skugga kórónuveirufaraldurs og mótmælaöldu vegna dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. 3. júní 2020 11:04
Biden segir Bandaríkin þurfa að taka á kerfisbundnum rasisma Bandaríkin skortir forystu á tíma þegar þau þurfa að taka á kerfisbundinni kynþáttahyggju í kjölfar dauða blökkumanns í haldi lögreglu í síðustu viku, að sögn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Í fyrstu í Fíladelfíu deildi Biden hart á Donald Trump forseta fyrir viðbrögð hans við mótmælum undanfarinna daga. 2. júní 2020 16:39