Dómsmálaráðherra og 98 ára afi verndarar ferðarinnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. júní 2020 07:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Gunnar Þórðarson ásamt Sirrý Ágústsdóttur forsprakka kvennaferðarinnar Lífskraftur á Hrafnistu í gær. Vísir/Sylvía Rut Sigfúsdóttir Snjódrífurnar sem standa að baki átaksverkefninu Lífskraftur leggja af stað í göngu sína yfir Vatnajökul á morgun, sunnudaginn 7. júní. Upphafsmanneskja verkefnisins er Sirrý Ágústsdóttir en markmiðið með Lífskrafti er að safna áheitum fyrir félögin Kraft, félag ungs fólks með krabbamein, og Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans. Sjálf hefur Sirrý sigrast tvisvar á krabbameini. Snjódrífurnar ganga af stað í fyrramálið og fram undan er stór áskorun sem þær stefna á að klára á tíu dögum.Mynd úr einkasafni Verndarar leiðangursins eru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Gunnar Þórðarson, afi Sirrýjar. „Afi er bara minn besti vinur, og að fara yfir Vatnajökul væri ekki hægt án þess að taka hann með. í þessu tilfelli kemur hann með mér í hjartanu. Hann hefur tekist á við áföll í lífinu sem fæstir gætu skilið hvernig hægt er að komast heill út úr. Hann er alltaf glaður, bjartsýnn og hjartahlýr. Hann er fyrirmynd,“ segir Sirrý um ástæðu þess að hún gerði afa sinn annan verndara verkefnisins.´ Gunnar Þórðarson afi Sirrýjar hefur síðustu ár fylgst vel með gönguferðum hennar.Mynd úr einkasafni Gunnar er fæddur árið 1922 og er því 98 ára gamall. Hann er frá á Borg í Arnarfirði. Stefna þau Sirrý og Gunnar á að halda upp á ferðalagið með því að borða saman góða steik þegar hópurinn kemur aftur niður af jöklinum. „Hann hefur alltaf fylgt mér eftir í fjallgöngunum og hringir í mig og athugar hvernig mér gengur á leiðinni,“ segir Sirrý. Þau eru mjög náin og eyða miklum tíma saman. Gunnar ætlar að fylgjast vel með GPS hnitum hópsins á meðan göngunni stendur með aðstoð fjölskyldumeðlima. Einnig lofaði hann að senda þeim góða strauma upp á jökul. Sirrý Ágústsdóttir og Gunnar Þórðarson.Mynd úr einkasafni Sirrý lýsir Áslaugu Örnu sem magnaðri konu. Áslaug Arna missti móður sína úr krabbameini árið 2012 og þekkir því þennan sjúkdóm sem aðstandandi. Áslaug er líka útivistarmanneskja og yfirmaður Almannavarna og því fannst Sirrý að dómsmálaráðherrann væri fullkominn verndari fyrir þessa ferð. Áslaug Arna er einmitt sjálf á leið í fjallgöngu annars staðar í dag. Sirrý viðurkenndi að vera með smá kvíðahnút þegar blaðamaður hitti á hana í gær. Hún átti þó góða stund með verndurum ferðarinnar og var spennt að hefja leiðangurinn.Vísir/Sylvía Rut Sigfúsdóttir Lífið ekki búið Sirrý greindist með leghálskrabbamein 2010 og aftur 2015. Í síðara skiptið var ljóst að krabbameinið var krónískt og töldu læknar að hún ætti eitt til þrjú ár eftir ólifað. Nú árið 2020 eru fimm ár liðin og Sirrý fékk útivistarvinkonur sínar, Snjódrífurnar til að fagna lífinu og þessum tímamótum með sér. „Það er mjög táknrænt fyrir mig og viss kaflaskila að takast á við svona krefjandi útivistaráskorun. Í veikindum mínum þá hef ég ætíð fókuserað á að taka eitt skref í einu og það sama mun ég gera á jöklinum. Ég er ekki mesta íþróttahetjan en ég hef viljann og þannig hef ég getuna til að klára þessa göngu líkt og með veikindin mín. Lífið er alls konar og maður verður oft að bíta á jaxlinn og halda áfram, því lífið er svo æðislega skemmtilegt og gott. Við erum fjórar í hópnum sem höfum fengið krabbamein og náð að yfirstíga það. Mér finnst mikilvægt að koma þeim skilaboðum á framfæri, lífið er ekki búið þó að þú fáir krabbamein. Þú verður bara að berjast og halda áfram, þannig munum við allar klára gönguna. Líf og Kraftur studdi okkur og núna viljum við gefa til baka,“ segir Sirrý. 150 kílómetrar Markmiðið með göngunni er ekki aðeins að safna áheitum fyrir mikilvæg málefni. Liður í göngunni er jafnframt að minna á mikilvægi útivistar og sjálfseflingar í endurhæfingu og hvetja þær landsmenn til að ganga með þeim í sinni heimabyggð þá daga sem þær eru á göngu á jöklinum. Fyrirhugað er að gangan taki um 10 daga og Snjódrífurnar munu ganga um 150 kílómetrar leið frá Jökulheimum þvert yfir jökulinn í austurátt að Eyjabakkajökli. Hægt verður að fylgjast með göngu Snjódrífanna á jöklinum á síðum Lífskrafts á Facebook og Instagram. Hópurinn á æfingu í Bláfjöllum.Mynd úr einkasafni Leiðangursstjórar Lífskrafts eru Vilborg Arna Gissurardóttir pól- og Everestfari og Brynhildur Ólafsdóttir Landvættaþjálfari og þrautreyndur fjallaleiðsögumaður. Snjódrífurnar skipa auk Sirrýar, Brynhildar og Vilborgar; Anna Sigríður Arnardóttir, Birna Bragadóttir, Heiða (Nikita) Birgisdóttir, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, Hulda Hjálmarsdóttir, Karen Kjartansdóttir, Soffía S. Sigurgeirsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir. Hægt er að styðja við Lífskraft með því að leggja inn á söfnunarreikning 1161-26-9900, kennitala 501219-0290, eða með AUR í síma 789-4010. Lífskraftur Heilbrigðismál Fjallamennska Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir Minningin um mömmu fylgir okkur alla tíð Þegar þau Áslaug Arna og Magnús Sigurbjörnsbörn voru bæði í kringum tvítugsaldurinn lentu þau í því að foreldrar þeirra greindust með erfiða sjúkdóma með stuttu millibili. Móðir þeirra, Kristín Steinarsdóttir, lést árið 2012. 22. febrúar 2020 09:00 Greind með ólæknandi krabbamein en fagnar nú með að ganga þvert yfir Vatnajökul Ég vildi fagna lífinu og fagna því að vera til. Bara sýna fram á það að það er allt hægt, eitt skref í einu. Litlir sigrar verða að stórum, segir G. Sigríður Ágústsdóttir, betur þekkt sem Sirrý. 17. janúar 2020 12:20 Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Sjá meira
Snjódrífurnar sem standa að baki átaksverkefninu Lífskraftur leggja af stað í göngu sína yfir Vatnajökul á morgun, sunnudaginn 7. júní. Upphafsmanneskja verkefnisins er Sirrý Ágústsdóttir en markmiðið með Lífskrafti er að safna áheitum fyrir félögin Kraft, félag ungs fólks með krabbamein, og Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans. Sjálf hefur Sirrý sigrast tvisvar á krabbameini. Snjódrífurnar ganga af stað í fyrramálið og fram undan er stór áskorun sem þær stefna á að klára á tíu dögum.Mynd úr einkasafni Verndarar leiðangursins eru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Gunnar Þórðarson, afi Sirrýjar. „Afi er bara minn besti vinur, og að fara yfir Vatnajökul væri ekki hægt án þess að taka hann með. í þessu tilfelli kemur hann með mér í hjartanu. Hann hefur tekist á við áföll í lífinu sem fæstir gætu skilið hvernig hægt er að komast heill út úr. Hann er alltaf glaður, bjartsýnn og hjartahlýr. Hann er fyrirmynd,“ segir Sirrý um ástæðu þess að hún gerði afa sinn annan verndara verkefnisins.´ Gunnar Þórðarson afi Sirrýjar hefur síðustu ár fylgst vel með gönguferðum hennar.Mynd úr einkasafni Gunnar er fæddur árið 1922 og er því 98 ára gamall. Hann er frá á Borg í Arnarfirði. Stefna þau Sirrý og Gunnar á að halda upp á ferðalagið með því að borða saman góða steik þegar hópurinn kemur aftur niður af jöklinum. „Hann hefur alltaf fylgt mér eftir í fjallgöngunum og hringir í mig og athugar hvernig mér gengur á leiðinni,“ segir Sirrý. Þau eru mjög náin og eyða miklum tíma saman. Gunnar ætlar að fylgjast vel með GPS hnitum hópsins á meðan göngunni stendur með aðstoð fjölskyldumeðlima. Einnig lofaði hann að senda þeim góða strauma upp á jökul. Sirrý Ágústsdóttir og Gunnar Þórðarson.Mynd úr einkasafni Sirrý lýsir Áslaugu Örnu sem magnaðri konu. Áslaug Arna missti móður sína úr krabbameini árið 2012 og þekkir því þennan sjúkdóm sem aðstandandi. Áslaug er líka útivistarmanneskja og yfirmaður Almannavarna og því fannst Sirrý að dómsmálaráðherrann væri fullkominn verndari fyrir þessa ferð. Áslaug Arna er einmitt sjálf á leið í fjallgöngu annars staðar í dag. Sirrý viðurkenndi að vera með smá kvíðahnút þegar blaðamaður hitti á hana í gær. Hún átti þó góða stund með verndurum ferðarinnar og var spennt að hefja leiðangurinn.Vísir/Sylvía Rut Sigfúsdóttir Lífið ekki búið Sirrý greindist með leghálskrabbamein 2010 og aftur 2015. Í síðara skiptið var ljóst að krabbameinið var krónískt og töldu læknar að hún ætti eitt til þrjú ár eftir ólifað. Nú árið 2020 eru fimm ár liðin og Sirrý fékk útivistarvinkonur sínar, Snjódrífurnar til að fagna lífinu og þessum tímamótum með sér. „Það er mjög táknrænt fyrir mig og viss kaflaskila að takast á við svona krefjandi útivistaráskorun. Í veikindum mínum þá hef ég ætíð fókuserað á að taka eitt skref í einu og það sama mun ég gera á jöklinum. Ég er ekki mesta íþróttahetjan en ég hef viljann og þannig hef ég getuna til að klára þessa göngu líkt og með veikindin mín. Lífið er alls konar og maður verður oft að bíta á jaxlinn og halda áfram, því lífið er svo æðislega skemmtilegt og gott. Við erum fjórar í hópnum sem höfum fengið krabbamein og náð að yfirstíga það. Mér finnst mikilvægt að koma þeim skilaboðum á framfæri, lífið er ekki búið þó að þú fáir krabbamein. Þú verður bara að berjast og halda áfram, þannig munum við allar klára gönguna. Líf og Kraftur studdi okkur og núna viljum við gefa til baka,“ segir Sirrý. 150 kílómetrar Markmiðið með göngunni er ekki aðeins að safna áheitum fyrir mikilvæg málefni. Liður í göngunni er jafnframt að minna á mikilvægi útivistar og sjálfseflingar í endurhæfingu og hvetja þær landsmenn til að ganga með þeim í sinni heimabyggð þá daga sem þær eru á göngu á jöklinum. Fyrirhugað er að gangan taki um 10 daga og Snjódrífurnar munu ganga um 150 kílómetrar leið frá Jökulheimum þvert yfir jökulinn í austurátt að Eyjabakkajökli. Hægt verður að fylgjast með göngu Snjódrífanna á jöklinum á síðum Lífskrafts á Facebook og Instagram. Hópurinn á æfingu í Bláfjöllum.Mynd úr einkasafni Leiðangursstjórar Lífskrafts eru Vilborg Arna Gissurardóttir pól- og Everestfari og Brynhildur Ólafsdóttir Landvættaþjálfari og þrautreyndur fjallaleiðsögumaður. Snjódrífurnar skipa auk Sirrýar, Brynhildar og Vilborgar; Anna Sigríður Arnardóttir, Birna Bragadóttir, Heiða (Nikita) Birgisdóttir, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, Hulda Hjálmarsdóttir, Karen Kjartansdóttir, Soffía S. Sigurgeirsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir. Hægt er að styðja við Lífskraft með því að leggja inn á söfnunarreikning 1161-26-9900, kennitala 501219-0290, eða með AUR í síma 789-4010.
Lífskraftur Heilbrigðismál Fjallamennska Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir Minningin um mömmu fylgir okkur alla tíð Þegar þau Áslaug Arna og Magnús Sigurbjörnsbörn voru bæði í kringum tvítugsaldurinn lentu þau í því að foreldrar þeirra greindust með erfiða sjúkdóma með stuttu millibili. Móðir þeirra, Kristín Steinarsdóttir, lést árið 2012. 22. febrúar 2020 09:00 Greind með ólæknandi krabbamein en fagnar nú með að ganga þvert yfir Vatnajökul Ég vildi fagna lífinu og fagna því að vera til. Bara sýna fram á það að það er allt hægt, eitt skref í einu. Litlir sigrar verða að stórum, segir G. Sigríður Ágústsdóttir, betur þekkt sem Sirrý. 17. janúar 2020 12:20 Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Sjá meira
Minningin um mömmu fylgir okkur alla tíð Þegar þau Áslaug Arna og Magnús Sigurbjörnsbörn voru bæði í kringum tvítugsaldurinn lentu þau í því að foreldrar þeirra greindust með erfiða sjúkdóma með stuttu millibili. Móðir þeirra, Kristín Steinarsdóttir, lést árið 2012. 22. febrúar 2020 09:00
Greind með ólæknandi krabbamein en fagnar nú með að ganga þvert yfir Vatnajökul Ég vildi fagna lífinu og fagna því að vera til. Bara sýna fram á það að það er allt hægt, eitt skref í einu. Litlir sigrar verða að stórum, segir G. Sigríður Ágústsdóttir, betur þekkt sem Sirrý. 17. janúar 2020 12:20