Borgarstjóri Washington nefndi torg til heiðurs Black Lives Matter Sylvía Hall skrifar 5. júní 2020 20:59 Á torginu stendur stórum stöfum að svört líf skipti máli og er það til heiðurs Black Lives Matter hreyfingarinnar. Vísir/Getty Muriel Bowser borgarstjóri Washington D.C. hefur breytt nafni torgs fyrir utan Hvíta húsið í Black Lives Matter torgið. Nafnið er sagt vera mótsvar borgarstjórans við viðbrögðum Donald Trump Bandaríkjaforseta við mótmælunum þar í landi. Þetta kemur fram á vef BBC en Bowser, sem er í Demókrataflokknum, tilkynnti nafn torgsins í dag þar sem stendur stórum stöfum „Black Lives Matter“ eða „svört líf skipta máli“. Slagorðið er málað með gulri málningu á götuna. #BlackLivesMatter pic.twitter.com/OQg6977n5r— Muriel Bowser #StayHomeDC (@MurielBowser) June 5, 2020 Torgið er þannig á milli Hvíta hússins og St. Johns kirkjunnar, en það vakti mikla athygli í vikunni þegar Trump fór í myndatöku við kirkjuna eftir ávarp sitt í Rósagarði Hvíta hússins þar sem hann tjáði sig um atburði síðastliðna daga. Til þess að forsetinn gæti stillt sér upp fyrir myndatöku fyrir utan kirkjuna með biblíu í hönd voru friðsamlegir mótmælendur beittir táragasi á torginu. Atvikið vakti mikla reiði meðal margra, enda höfðu engar óeirðir verið á svæðinu þar sem mótmælendurnir voru. Bowser sagði alla íbúa Washington vilja geta tekið þátt í friðsælum mótmælum og átt þannig samtal við ríkisstjórnina. Það væri réttur íbúa að krefjast breytinga þegar þeir upplifðu óréttlæti. Starfsmannastjóri Bowser segir ákvörðun hennar hafa komið til eftir ágreining um hver „ætti götuna“ og að hún vildi gera öllum ljóst að hún væri eign íbúa Washington. Með þessu væri hún að heiðra þá mótmælendur sem hefðu verið þar að mótmæla á mánudagskvöld. The section of 16th street in front of the White House is now officially “Black Lives Matter Plaza”. pic.twitter.com/bbJgAYE35b— Mayor Muriel Bowser (@MayorBowser) June 5, 2020 Borgarstjórinn hefur jafnframt biðlað til Trump að draga til baka allt herlið úr borginni og tekur fram að útgöngubanni hafi verið aflétt nú í morgun. Þá hafi verið dæmi um það að hermenn og lögreglumenn væru illa merktir og væru þannig ekki að starfa innan ramma laganna. „Það er mín skoðun að löggæslulið eigi að vera til staðar til þess að tryggja réttindi borgaranna, ekki takmarka þau,“ sagði borgarstjórinn í skilaboðum til forsetans. Black Lives Matter Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Víggirt Hvíta húsið deilir við ráðhúsið um yfirráð yfir Washington-borg Frá því á mánudagskvöld þegar mótmælendur voru hraktir frá Lafayettetorgi við Hvíta húsið, svo Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gæti haldið myndatöku, hafa varnir við Hvíta húsið aukist gífurlega. 5. júní 2020 13:39 Aflétta útgöngubanni fyrr en áætlað var Borgaryfirvöld í bandarísku borginni Seattle í Washington-ríki hafa ákveðið að aflétta skyndilega útgöngubanni sem komið hafði verið á vegna mótmælaöldu sem farið hefur yfir stærstu borgir Bandaríkjanna, og snýr að kerfisbundnu ofbeldi lögreglunnar í landinu gegn svörtu fólki. 4. júní 2020 06:49 Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Muriel Bowser borgarstjóri Washington D.C. hefur breytt nafni torgs fyrir utan Hvíta húsið í Black Lives Matter torgið. Nafnið er sagt vera mótsvar borgarstjórans við viðbrögðum Donald Trump Bandaríkjaforseta við mótmælunum þar í landi. Þetta kemur fram á vef BBC en Bowser, sem er í Demókrataflokknum, tilkynnti nafn torgsins í dag þar sem stendur stórum stöfum „Black Lives Matter“ eða „svört líf skipta máli“. Slagorðið er málað með gulri málningu á götuna. #BlackLivesMatter pic.twitter.com/OQg6977n5r— Muriel Bowser #StayHomeDC (@MurielBowser) June 5, 2020 Torgið er þannig á milli Hvíta hússins og St. Johns kirkjunnar, en það vakti mikla athygli í vikunni þegar Trump fór í myndatöku við kirkjuna eftir ávarp sitt í Rósagarði Hvíta hússins þar sem hann tjáði sig um atburði síðastliðna daga. Til þess að forsetinn gæti stillt sér upp fyrir myndatöku fyrir utan kirkjuna með biblíu í hönd voru friðsamlegir mótmælendur beittir táragasi á torginu. Atvikið vakti mikla reiði meðal margra, enda höfðu engar óeirðir verið á svæðinu þar sem mótmælendurnir voru. Bowser sagði alla íbúa Washington vilja geta tekið þátt í friðsælum mótmælum og átt þannig samtal við ríkisstjórnina. Það væri réttur íbúa að krefjast breytinga þegar þeir upplifðu óréttlæti. Starfsmannastjóri Bowser segir ákvörðun hennar hafa komið til eftir ágreining um hver „ætti götuna“ og að hún vildi gera öllum ljóst að hún væri eign íbúa Washington. Með þessu væri hún að heiðra þá mótmælendur sem hefðu verið þar að mótmæla á mánudagskvöld. The section of 16th street in front of the White House is now officially “Black Lives Matter Plaza”. pic.twitter.com/bbJgAYE35b— Mayor Muriel Bowser (@MayorBowser) June 5, 2020 Borgarstjórinn hefur jafnframt biðlað til Trump að draga til baka allt herlið úr borginni og tekur fram að útgöngubanni hafi verið aflétt nú í morgun. Þá hafi verið dæmi um það að hermenn og lögreglumenn væru illa merktir og væru þannig ekki að starfa innan ramma laganna. „Það er mín skoðun að löggæslulið eigi að vera til staðar til þess að tryggja réttindi borgaranna, ekki takmarka þau,“ sagði borgarstjórinn í skilaboðum til forsetans.
Black Lives Matter Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Víggirt Hvíta húsið deilir við ráðhúsið um yfirráð yfir Washington-borg Frá því á mánudagskvöld þegar mótmælendur voru hraktir frá Lafayettetorgi við Hvíta húsið, svo Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gæti haldið myndatöku, hafa varnir við Hvíta húsið aukist gífurlega. 5. júní 2020 13:39 Aflétta útgöngubanni fyrr en áætlað var Borgaryfirvöld í bandarísku borginni Seattle í Washington-ríki hafa ákveðið að aflétta skyndilega útgöngubanni sem komið hafði verið á vegna mótmælaöldu sem farið hefur yfir stærstu borgir Bandaríkjanna, og snýr að kerfisbundnu ofbeldi lögreglunnar í landinu gegn svörtu fólki. 4. júní 2020 06:49 Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Víggirt Hvíta húsið deilir við ráðhúsið um yfirráð yfir Washington-borg Frá því á mánudagskvöld þegar mótmælendur voru hraktir frá Lafayettetorgi við Hvíta húsið, svo Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gæti haldið myndatöku, hafa varnir við Hvíta húsið aukist gífurlega. 5. júní 2020 13:39
Aflétta útgöngubanni fyrr en áætlað var Borgaryfirvöld í bandarísku borginni Seattle í Washington-ríki hafa ákveðið að aflétta skyndilega útgöngubanni sem komið hafði verið á vegna mótmælaöldu sem farið hefur yfir stærstu borgir Bandaríkjanna, og snýr að kerfisbundnu ofbeldi lögreglunnar í landinu gegn svörtu fólki. 4. júní 2020 06:49
Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58