Borgarstjóri Washington nefndi torg til heiðurs Black Lives Matter Sylvía Hall skrifar 5. júní 2020 20:59 Á torginu stendur stórum stöfum að svört líf skipti máli og er það til heiðurs Black Lives Matter hreyfingarinnar. Vísir/Getty Muriel Bowser borgarstjóri Washington D.C. hefur breytt nafni torgs fyrir utan Hvíta húsið í Black Lives Matter torgið. Nafnið er sagt vera mótsvar borgarstjórans við viðbrögðum Donald Trump Bandaríkjaforseta við mótmælunum þar í landi. Þetta kemur fram á vef BBC en Bowser, sem er í Demókrataflokknum, tilkynnti nafn torgsins í dag þar sem stendur stórum stöfum „Black Lives Matter“ eða „svört líf skipta máli“. Slagorðið er málað með gulri málningu á götuna. #BlackLivesMatter pic.twitter.com/OQg6977n5r— Muriel Bowser #StayHomeDC (@MurielBowser) June 5, 2020 Torgið er þannig á milli Hvíta hússins og St. Johns kirkjunnar, en það vakti mikla athygli í vikunni þegar Trump fór í myndatöku við kirkjuna eftir ávarp sitt í Rósagarði Hvíta hússins þar sem hann tjáði sig um atburði síðastliðna daga. Til þess að forsetinn gæti stillt sér upp fyrir myndatöku fyrir utan kirkjuna með biblíu í hönd voru friðsamlegir mótmælendur beittir táragasi á torginu. Atvikið vakti mikla reiði meðal margra, enda höfðu engar óeirðir verið á svæðinu þar sem mótmælendurnir voru. Bowser sagði alla íbúa Washington vilja geta tekið þátt í friðsælum mótmælum og átt þannig samtal við ríkisstjórnina. Það væri réttur íbúa að krefjast breytinga þegar þeir upplifðu óréttlæti. Starfsmannastjóri Bowser segir ákvörðun hennar hafa komið til eftir ágreining um hver „ætti götuna“ og að hún vildi gera öllum ljóst að hún væri eign íbúa Washington. Með þessu væri hún að heiðra þá mótmælendur sem hefðu verið þar að mótmæla á mánudagskvöld. The section of 16th street in front of the White House is now officially “Black Lives Matter Plaza”. pic.twitter.com/bbJgAYE35b— Mayor Muriel Bowser (@MayorBowser) June 5, 2020 Borgarstjórinn hefur jafnframt biðlað til Trump að draga til baka allt herlið úr borginni og tekur fram að útgöngubanni hafi verið aflétt nú í morgun. Þá hafi verið dæmi um það að hermenn og lögreglumenn væru illa merktir og væru þannig ekki að starfa innan ramma laganna. „Það er mín skoðun að löggæslulið eigi að vera til staðar til þess að tryggja réttindi borgaranna, ekki takmarka þau,“ sagði borgarstjórinn í skilaboðum til forsetans. Black Lives Matter Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Víggirt Hvíta húsið deilir við ráðhúsið um yfirráð yfir Washington-borg Frá því á mánudagskvöld þegar mótmælendur voru hraktir frá Lafayettetorgi við Hvíta húsið, svo Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gæti haldið myndatöku, hafa varnir við Hvíta húsið aukist gífurlega. 5. júní 2020 13:39 Aflétta útgöngubanni fyrr en áætlað var Borgaryfirvöld í bandarísku borginni Seattle í Washington-ríki hafa ákveðið að aflétta skyndilega útgöngubanni sem komið hafði verið á vegna mótmælaöldu sem farið hefur yfir stærstu borgir Bandaríkjanna, og snýr að kerfisbundnu ofbeldi lögreglunnar í landinu gegn svörtu fólki. 4. júní 2020 06:49 Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
Muriel Bowser borgarstjóri Washington D.C. hefur breytt nafni torgs fyrir utan Hvíta húsið í Black Lives Matter torgið. Nafnið er sagt vera mótsvar borgarstjórans við viðbrögðum Donald Trump Bandaríkjaforseta við mótmælunum þar í landi. Þetta kemur fram á vef BBC en Bowser, sem er í Demókrataflokknum, tilkynnti nafn torgsins í dag þar sem stendur stórum stöfum „Black Lives Matter“ eða „svört líf skipta máli“. Slagorðið er málað með gulri málningu á götuna. #BlackLivesMatter pic.twitter.com/OQg6977n5r— Muriel Bowser #StayHomeDC (@MurielBowser) June 5, 2020 Torgið er þannig á milli Hvíta hússins og St. Johns kirkjunnar, en það vakti mikla athygli í vikunni þegar Trump fór í myndatöku við kirkjuna eftir ávarp sitt í Rósagarði Hvíta hússins þar sem hann tjáði sig um atburði síðastliðna daga. Til þess að forsetinn gæti stillt sér upp fyrir myndatöku fyrir utan kirkjuna með biblíu í hönd voru friðsamlegir mótmælendur beittir táragasi á torginu. Atvikið vakti mikla reiði meðal margra, enda höfðu engar óeirðir verið á svæðinu þar sem mótmælendurnir voru. Bowser sagði alla íbúa Washington vilja geta tekið þátt í friðsælum mótmælum og átt þannig samtal við ríkisstjórnina. Það væri réttur íbúa að krefjast breytinga þegar þeir upplifðu óréttlæti. Starfsmannastjóri Bowser segir ákvörðun hennar hafa komið til eftir ágreining um hver „ætti götuna“ og að hún vildi gera öllum ljóst að hún væri eign íbúa Washington. Með þessu væri hún að heiðra þá mótmælendur sem hefðu verið þar að mótmæla á mánudagskvöld. The section of 16th street in front of the White House is now officially “Black Lives Matter Plaza”. pic.twitter.com/bbJgAYE35b— Mayor Muriel Bowser (@MayorBowser) June 5, 2020 Borgarstjórinn hefur jafnframt biðlað til Trump að draga til baka allt herlið úr borginni og tekur fram að útgöngubanni hafi verið aflétt nú í morgun. Þá hafi verið dæmi um það að hermenn og lögreglumenn væru illa merktir og væru þannig ekki að starfa innan ramma laganna. „Það er mín skoðun að löggæslulið eigi að vera til staðar til þess að tryggja réttindi borgaranna, ekki takmarka þau,“ sagði borgarstjórinn í skilaboðum til forsetans.
Black Lives Matter Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Víggirt Hvíta húsið deilir við ráðhúsið um yfirráð yfir Washington-borg Frá því á mánudagskvöld þegar mótmælendur voru hraktir frá Lafayettetorgi við Hvíta húsið, svo Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gæti haldið myndatöku, hafa varnir við Hvíta húsið aukist gífurlega. 5. júní 2020 13:39 Aflétta útgöngubanni fyrr en áætlað var Borgaryfirvöld í bandarísku borginni Seattle í Washington-ríki hafa ákveðið að aflétta skyndilega útgöngubanni sem komið hafði verið á vegna mótmælaöldu sem farið hefur yfir stærstu borgir Bandaríkjanna, og snýr að kerfisbundnu ofbeldi lögreglunnar í landinu gegn svörtu fólki. 4. júní 2020 06:49 Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
Víggirt Hvíta húsið deilir við ráðhúsið um yfirráð yfir Washington-borg Frá því á mánudagskvöld þegar mótmælendur voru hraktir frá Lafayettetorgi við Hvíta húsið, svo Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gæti haldið myndatöku, hafa varnir við Hvíta húsið aukist gífurlega. 5. júní 2020 13:39
Aflétta útgöngubanni fyrr en áætlað var Borgaryfirvöld í bandarísku borginni Seattle í Washington-ríki hafa ákveðið að aflétta skyndilega útgöngubanni sem komið hafði verið á vegna mótmælaöldu sem farið hefur yfir stærstu borgir Bandaríkjanna, og snýr að kerfisbundnu ofbeldi lögreglunnar í landinu gegn svörtu fólki. 4. júní 2020 06:49
Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58