Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 1-2 | Bikarmeistararnir sýndu að þeim er fyllsta alvara Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2020 18:45 Fanndís Friðriksdóttir og Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir horfa einbeittar á boltann á Hlíðarenda í dag. vísir/haraldur Selfoss vann meistarakeppni KSÍ í fyrsta sinn í dag, í fyrsta sinn sem liðið tók þátt, þegar Selfyssingar unnu Valskonur 2-1 á Hlíðarenda eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. Í meistarakeppninni mætast Íslandsmeistarar og bikarmeistarar síðasta árs og bikarmeistarar Selfoss undirstrikuðu að þeim er alvara með yfirlýsingum um að ætla sér að keppa um Íslandsmeistaratitilinn í sumar. Gangur leiksins Valskonur komust yfir á 37. mínútu þegar Elín Metta Jensen skoraði af stuttu færi. Mestan heiður að markinu á þó Hlín Eiríksdóttir sem kom af hægri kantinum og spólaði sig einhvern veginn í gegnum Önnu Björk Kristjánsdóttur og Önnu Maríu Friðgeirsdóttur. Valsliðið hafði sótt meira í fyrri hálfleiknum og Elín Metta meðal annars átt hörkuskot í stöng, en eina alvöru færi Selfoss var þegar Dagný Brynjarsdóttir átti góðan skalla eftir frábæra fyrirgjöf Clöru Sigurðardóttur. Staðan var 1-0 í hálfleik. Það var skammt liðið af seinni hálfleik þegar hin bandaríska Tiffany McCarty, fyrrverandi samherji Dagnýjar í Florida State háskólanum fyrir áratug síðan, jafnaði metin. McCarty gerði gríðarlega vel þegar hún hélt Lillý Rut Hlynsdóttur frá sér og skrúfaði boltann svo upp í hægra hornið. Valskonur virtust staðráðnar í að svara strax fyrir sig og fengu til þess dauðafæri en tókst ekki að nýta þau. Þess í stað skoraði fyrirliðinn Anna María Friðgeirsdóttir sigurmark Selfoss með föstu skoti af löngu færi, yfir landsliðsmarkvörðinn Söndru Sigurðardóttur. Val tókst ekki að ógna marki Selfoss eftir þetta, síðustu tíu mínúturnar. Bikarmeistararnir höfðu betur gegn Íslandsmeisturunum.vísir/haraldur Af hverju vann Selfoss? Selfosskonur komu betur út úr skelinni í seinni hálfleik, eftir að hafa verið afar varkárar í þeim fyrri og lent undir. Þær þorðu að setja pressu á Íslandsmeistarana og uppskáru tvö mörk, en Valskonur hefðu reyndar hæglega getað skorað fleiri en eitt mark í dag, til þess fengu þær nóg af færum. Hverjar stóðu upp úr? Kaylan Marckese er greinilega mjög öruggur og góður markvörður og stóð sig vel í frumrauninni á Íslandi. Hún varði mjög vel, og gat ekkert gert í markinu sem Valur skoraði, en skilaði boltanum líka vel frá sér og angraði heimakonur með kænsku sinni við að tefja leikinn. Karitas Tómasdóttir var afar vinnusöm og góð á miðjunni hjá gestunum. Hlín Eiríksdóttir og Elín Metta Jensen voru ógnandi fyrir Val og Hlín gerði mjög vel í að búa til mark liðsins. Þá var Guðný Árnadóttir örugg í vörninni og leyfði með hraða sínum engum stungusendingum að verða að neinu, og hún verður ekki sökuð um mörkin tvö. Hvað gekk illa? Það tókst varla nokkrum leikmanni að halda dampi í 90 mínútur. Þreytumerkin voru mjög augljós síðasta korter leiksins og bensínið var til að mynda alveg búið hjá Tiffany McCarty sem hafði skorað mjög laglegt mark. Kórónuveiruhléið hefur greinilega sitt að segja. Hvað gerist næst? Íslandsmótið er rétt handan við hornið. Valur tekur á móti KR í fyrsta leik Pepsi Max-deildarinnar næsta föstudagskvöld. Selfoss sækir Fylki heim í Árbæinn á laugardaginn eftir viku, í sínum fyrsta leik. Anna María skoraði sigurmarkið í dag.vísir/haraldur „Vanar því að enginn hafi trú á okkur“ „Við vorum vinnusamar og keyrðum hreinlega yfir þær í seinni hálfleik. Við áttum erfitt í fyrri hálfleik og tókum góða ræðu í hálfleik, skipulögðum okkur betur og fórum að gera það sem við ætluðum að gera,“ sagði Anna María Friðgeirsdóttir, fyrirliði Selfoss og höfundurinn að sigurmarki liðsins. Selfyssingar eru stórhuga fyrir tímabilið: „Það er ekkert leyndarmál að við ætlum okkur stóra hluti. Við ætluðum okkur að vinna þennan titil, við ætlum okkur að verða bikarmeistarar og við ætlum að verða Íslandsmeistarar. Það eru markmiðin okkar í sumar,“ sagði Anna María, en yfirlýsingar þessa efnis hafa eflaust komið einhverjum á óvart: „Við erum vanar því að það hafi enginn trú á okkur nema við og fólkið okkar, þannig að það breytir okkur engu hvort að aðrir hafi trú á okkur eða ekki. Við erum alltaf með sama markmið.“ Eins og fyrr segir skoraði Anna María sigurmarkið í dag, með skoti af löngu færi: „Ég sá bara að Sandra stóð aðeins of framarlega. Ég var með vindinn á móti mér þannig að boltinn var alltaf að fara að stoppa, og ég ákvað bara að láta vaða.“ Hólmfríður með boltann í leiknum í dag. Elísa Viðarsdóttir fylgist vel með.vísir/haraldur „Eigum langt í land með að slípa liðið saman“ „Það er bara geggjað að fá þennan leik og ótrúlega gaman að þetta sé komið í gang. Þessi leikur var nú eins og að það væri febrúar en þetta var fínt,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss. „Við höfum margoft spilað betur en okkar gildi voru til staðar. Það eru barátta, dugnaður og eljusemi – að hætta aldrei, og það skilaði sigrinum,“ sagði Alfreð, ánægður með sigurmarkið frá Önnu Maríu Friðgeirsdóttur. „Þetta var frábært. Anna er búin að gera svona nokkrum sinnum á æfingum svo að þetta kom mér ekkert á óvart.“ Markvörðurinn Kaylan Marckese og framherjinn Tiffany McCarty eru komnar frá Bandaríkjunum á Selfoss og áttu stóran þátt í sigrinum í dag: „Þær stóðu sig mjög vel en við eigum klárlega nokkuð langt í land með að slípa liðið saman, varnarlega og pínu sóknarlega líka. Við erum að átta okkur á því hvað við höfum í höndunum, erum bara búin að vera fjórar vikur saman þannig að við reynum að slípa þetta til. Við eigum mikið inni, Valur á mikið inni líka, og við verðum bara að hugsa um okkur. Við erum búin að setja pressuna á okkur með það hvað við ætlum að gera í sumar og það er það sem skiptir máli, ekki hvað aðrir eru að hugsa um,“ sagði Alfreð. Pétur Pétursson, þjálfari Vals.vísir/bára „Ætla rétt að vona að við spilum ekki svona lélega“ „Þær skoruðu stórglæsilegt mark, af löngu færi,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, um það hvað riðið hefði baggamuninn. „Mér fannst leikurinn ágætur í fyrri hálfleik en síðan duttum við aðeins niður í seinni hálfleik. En við fengum svo sem nóg af tækifærum til þess að bæta við eftir að hafa komist í 1-0, en gerðum það ekki og þá fær maður stundum mörk á sig í staðinn,“ sagði Pétur, sem var óvenju fámáll og greinilega ekki skemmt. Leikurinn í dag verður ekki dæmigerður fyrir það sem Valur mun sýna í sumar, að sögn Péturs: „Ég ætla rétt að vona að við spilum ekki svona lélega eins og í seinni hálfleik.“ Pepsi Max-deild kvenna Valur UMF Selfoss
Selfoss vann meistarakeppni KSÍ í fyrsta sinn í dag, í fyrsta sinn sem liðið tók þátt, þegar Selfyssingar unnu Valskonur 2-1 á Hlíðarenda eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. Í meistarakeppninni mætast Íslandsmeistarar og bikarmeistarar síðasta árs og bikarmeistarar Selfoss undirstrikuðu að þeim er alvara með yfirlýsingum um að ætla sér að keppa um Íslandsmeistaratitilinn í sumar. Gangur leiksins Valskonur komust yfir á 37. mínútu þegar Elín Metta Jensen skoraði af stuttu færi. Mestan heiður að markinu á þó Hlín Eiríksdóttir sem kom af hægri kantinum og spólaði sig einhvern veginn í gegnum Önnu Björk Kristjánsdóttur og Önnu Maríu Friðgeirsdóttur. Valsliðið hafði sótt meira í fyrri hálfleiknum og Elín Metta meðal annars átt hörkuskot í stöng, en eina alvöru færi Selfoss var þegar Dagný Brynjarsdóttir átti góðan skalla eftir frábæra fyrirgjöf Clöru Sigurðardóttur. Staðan var 1-0 í hálfleik. Það var skammt liðið af seinni hálfleik þegar hin bandaríska Tiffany McCarty, fyrrverandi samherji Dagnýjar í Florida State háskólanum fyrir áratug síðan, jafnaði metin. McCarty gerði gríðarlega vel þegar hún hélt Lillý Rut Hlynsdóttur frá sér og skrúfaði boltann svo upp í hægra hornið. Valskonur virtust staðráðnar í að svara strax fyrir sig og fengu til þess dauðafæri en tókst ekki að nýta þau. Þess í stað skoraði fyrirliðinn Anna María Friðgeirsdóttir sigurmark Selfoss með föstu skoti af löngu færi, yfir landsliðsmarkvörðinn Söndru Sigurðardóttur. Val tókst ekki að ógna marki Selfoss eftir þetta, síðustu tíu mínúturnar. Bikarmeistararnir höfðu betur gegn Íslandsmeisturunum.vísir/haraldur Af hverju vann Selfoss? Selfosskonur komu betur út úr skelinni í seinni hálfleik, eftir að hafa verið afar varkárar í þeim fyrri og lent undir. Þær þorðu að setja pressu á Íslandsmeistarana og uppskáru tvö mörk, en Valskonur hefðu reyndar hæglega getað skorað fleiri en eitt mark í dag, til þess fengu þær nóg af færum. Hverjar stóðu upp úr? Kaylan Marckese er greinilega mjög öruggur og góður markvörður og stóð sig vel í frumrauninni á Íslandi. Hún varði mjög vel, og gat ekkert gert í markinu sem Valur skoraði, en skilaði boltanum líka vel frá sér og angraði heimakonur með kænsku sinni við að tefja leikinn. Karitas Tómasdóttir var afar vinnusöm og góð á miðjunni hjá gestunum. Hlín Eiríksdóttir og Elín Metta Jensen voru ógnandi fyrir Val og Hlín gerði mjög vel í að búa til mark liðsins. Þá var Guðný Árnadóttir örugg í vörninni og leyfði með hraða sínum engum stungusendingum að verða að neinu, og hún verður ekki sökuð um mörkin tvö. Hvað gekk illa? Það tókst varla nokkrum leikmanni að halda dampi í 90 mínútur. Þreytumerkin voru mjög augljós síðasta korter leiksins og bensínið var til að mynda alveg búið hjá Tiffany McCarty sem hafði skorað mjög laglegt mark. Kórónuveiruhléið hefur greinilega sitt að segja. Hvað gerist næst? Íslandsmótið er rétt handan við hornið. Valur tekur á móti KR í fyrsta leik Pepsi Max-deildarinnar næsta föstudagskvöld. Selfoss sækir Fylki heim í Árbæinn á laugardaginn eftir viku, í sínum fyrsta leik. Anna María skoraði sigurmarkið í dag.vísir/haraldur „Vanar því að enginn hafi trú á okkur“ „Við vorum vinnusamar og keyrðum hreinlega yfir þær í seinni hálfleik. Við áttum erfitt í fyrri hálfleik og tókum góða ræðu í hálfleik, skipulögðum okkur betur og fórum að gera það sem við ætluðum að gera,“ sagði Anna María Friðgeirsdóttir, fyrirliði Selfoss og höfundurinn að sigurmarki liðsins. Selfyssingar eru stórhuga fyrir tímabilið: „Það er ekkert leyndarmál að við ætlum okkur stóra hluti. Við ætluðum okkur að vinna þennan titil, við ætlum okkur að verða bikarmeistarar og við ætlum að verða Íslandsmeistarar. Það eru markmiðin okkar í sumar,“ sagði Anna María, en yfirlýsingar þessa efnis hafa eflaust komið einhverjum á óvart: „Við erum vanar því að það hafi enginn trú á okkur nema við og fólkið okkar, þannig að það breytir okkur engu hvort að aðrir hafi trú á okkur eða ekki. Við erum alltaf með sama markmið.“ Eins og fyrr segir skoraði Anna María sigurmarkið í dag, með skoti af löngu færi: „Ég sá bara að Sandra stóð aðeins of framarlega. Ég var með vindinn á móti mér þannig að boltinn var alltaf að fara að stoppa, og ég ákvað bara að láta vaða.“ Hólmfríður með boltann í leiknum í dag. Elísa Viðarsdóttir fylgist vel með.vísir/haraldur „Eigum langt í land með að slípa liðið saman“ „Það er bara geggjað að fá þennan leik og ótrúlega gaman að þetta sé komið í gang. Þessi leikur var nú eins og að það væri febrúar en þetta var fínt,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss. „Við höfum margoft spilað betur en okkar gildi voru til staðar. Það eru barátta, dugnaður og eljusemi – að hætta aldrei, og það skilaði sigrinum,“ sagði Alfreð, ánægður með sigurmarkið frá Önnu Maríu Friðgeirsdóttur. „Þetta var frábært. Anna er búin að gera svona nokkrum sinnum á æfingum svo að þetta kom mér ekkert á óvart.“ Markvörðurinn Kaylan Marckese og framherjinn Tiffany McCarty eru komnar frá Bandaríkjunum á Selfoss og áttu stóran þátt í sigrinum í dag: „Þær stóðu sig mjög vel en við eigum klárlega nokkuð langt í land með að slípa liðið saman, varnarlega og pínu sóknarlega líka. Við erum að átta okkur á því hvað við höfum í höndunum, erum bara búin að vera fjórar vikur saman þannig að við reynum að slípa þetta til. Við eigum mikið inni, Valur á mikið inni líka, og við verðum bara að hugsa um okkur. Við erum búin að setja pressuna á okkur með það hvað við ætlum að gera í sumar og það er það sem skiptir máli, ekki hvað aðrir eru að hugsa um,“ sagði Alfreð. Pétur Pétursson, þjálfari Vals.vísir/bára „Ætla rétt að vona að við spilum ekki svona lélega“ „Þær skoruðu stórglæsilegt mark, af löngu færi,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, um það hvað riðið hefði baggamuninn. „Mér fannst leikurinn ágætur í fyrri hálfleik en síðan duttum við aðeins niður í seinni hálfleik. En við fengum svo sem nóg af tækifærum til þess að bæta við eftir að hafa komist í 1-0, en gerðum það ekki og þá fær maður stundum mörk á sig í staðinn,“ sagði Pétur, sem var óvenju fámáll og greinilega ekki skemmt. Leikurinn í dag verður ekki dæmigerður fyrir það sem Valur mun sýna í sumar, að sögn Péturs: „Ég ætla rétt að vona að við spilum ekki svona lélega eins og í seinni hálfleik.“