Lífið

Skrifa undir við Sony og gefa út nýja plötu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Séra Bjössi er mjög vinsæl sveit hér á landi.
Séra Bjössi er mjög vinsæl sveit hér á landi.

Sveitin Séra Bjössi voru að gefa út nýja plötu sem ber nafnið Nýja testamentið en það eru þeir Benjamín Snær Höskuldsson og Alvar Nói Salsola sem mynda bandið.

Þeir gáfu út plötuna Gamla testamentið árið 2018 og er sú plata komin með tæpar fjórar milljónir hlustana og má þar til að mynda finna lagið Djamm Queen.

„Áður höfðum við bara verið að djóka og setja lög upp á gamanið á Soundcloud og eyddum þá oftast nokkrum mínútum eða einn klukkutíma í hvert lag,“ segir Benjamín en Séra Bjössi vann verðlaun sem besti nýliðinn á Hlustendaverðlaununum fyrr í vetur. Í vikunni skrifaði bandið undir samning við Sony í Danmörku.

„Allir textarnir okkar eru bara djók og við að búa til einhverjar grillaðar aðstæður og persónur í lögunum. Fólk rýnir oft of mikið í textana, en þetta er allt saman í góðu gríni gert og ekki endilega skoðanir sem endurspegla okkar eigin,“ segir Alvar.

Hér að neðan má hlusta á nýju plötuna. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×