Sagði Lebron og Durant að „halda kjafti og drippla“ en að Brees „hefði rétt á sinni skoðun“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2020 10:30 LeBron James og Kevin Durant eru mótherjar inn á vellinum en samherjar utan hans. Ezra Shaw/Getty Images Mikill munur er á viðbrögðum Laura Ingraham, þáttastjórnanda á Fox News, við ummælum Drew Brees og því þegar LeBron James og Kevin Durant ræddu við hana fyrir tveimur árum síðan. Eins og Vísir hefur greint frá lét Drew Brees, hinn 41 árs gamli leikstjórnandi New Orleans Saints í NFL-deildinni, ummæli falla sem féllu í grýttan jarðveg. Svo vægt sé tekið til orða. Brees hefur nú beðist afsökunar á ummælum sínum. Fjallað var um ummælin á sjónvarpsstöðinni Fox News. Þar vakti athygli að fréttaþulan Laura Ingraham varði Brees og sagði að „hann hefði rétt á sinni skoðun.“ Aðeins tvö eru síðan Laura sagði LeBron James og Kevin Durant, tveimur af bestu körfuboltamönnum NBA-deildarinnar undanfarin ár, að „halda kjafti og drippla“ þegar þeir ræddu pólitísk málefni í þættinum hennar. „Hann má tjá sig um skoðanir sínar varðandi það að taka hné og hversu mikilvægur bandaríski fáninn er fyrir honum. Hann er manneskja og þetta snýst um meira en aðeins [bandarískan] fótbolta,“ sagði Ingraham í þætti sínum The Ingraham Angle á miðvikudagskvöld. LeBron tjáði sig um málið á Twitter. „Ef þið hafið ekki enn áttað ykkur á því af hverju mótmælin eru í gangi og af hverju við erum að haga okkur eins og við erum haga okkur þá þá er það af því við erum svo andskoti þreytt á þessari meðferð sem þið sjáið hér. Getum við brotið þetta niður fyrir ykkur á einfaldari hátt en í þessu myndandi,“ segir LeBron en téð myndband má sjá í Twitter-færslu hans hér að neðan. Þar sést munurinn á því þegar Ingraham talar við þá LeBron og Durant annarsvegar og svo þegar hún ræðir við Brees. If you still haven t figured out why the protesting is going on. Why we re acting as we are is because we are simply F-N tired of this treatment right here! Can we break it down for you any simpler than this right here???? . And to my people don t worry I won t stop until I see https://t.co/e4pJ0PvwJj— LeBron James (@KingJames) June 4, 2020 Í gærkvöld, fimmtudag, ræddi Ingraham málið í þætti sínum. Þar sagði hún að aðstæður í kringum ummæli hennar árið 2018 og nýverið væru ekki eins og því væri ekki hægt að bera málin saman. „Allir Bandaríkjamenn hafa rétt á að tjá sig um það sem liggur þeim á hjarta. Við þurfum að eiga betri og meiri samskipti ef við ætlum okkur að jafna okkur sem þjóð. Við þurfum meiri virðingu,“ sagði Ingraham að lokum. USA Today tók saman. We will never just "shut up and dribble" #blacklivesmatter pic.twitter.com/98tUB3IxjM— UNINTERRUPTED (@uninterrupted) June 4, 2020 Körfubolti NBA NFL Tengdar fréttir NFL stjarnan baðst afsökunar í kjölfar ummæla sem gerðu allt brjálað Einn virtasti leikstjórnandi NFL-deildarinnar gerði allt brjálað með ummælum sínum um bandaríska fánann og þjóðsönginn. 5. júní 2020 08:00 Einn reynslumesti leikmaður NFL-deildarinnar fær mikla gagnrýni fyrir ummæli sín Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints í NFL-deildinni, fékk að heyra það á samfélagsmiðlum eftir ummæli ummæli um óeirðirnar í Bandaríkjunum. LeBron James, Aaron Rodgers, Michael Thomas og fleiri eru þar á meðal. 4. júní 2020 08:30 Búið að staðfesta breytt fyrirkomulag NBA | 22 lið mæta til leiks í Disney World Sökum kórónufaraldursins mun tímabil NBA-deildarinnar í körfubolta enda með töluvert öðru sniði en venja er. 5. júní 2020 07:30 Mest lesið Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Sjá meira
Mikill munur er á viðbrögðum Laura Ingraham, þáttastjórnanda á Fox News, við ummælum Drew Brees og því þegar LeBron James og Kevin Durant ræddu við hana fyrir tveimur árum síðan. Eins og Vísir hefur greint frá lét Drew Brees, hinn 41 árs gamli leikstjórnandi New Orleans Saints í NFL-deildinni, ummæli falla sem féllu í grýttan jarðveg. Svo vægt sé tekið til orða. Brees hefur nú beðist afsökunar á ummælum sínum. Fjallað var um ummælin á sjónvarpsstöðinni Fox News. Þar vakti athygli að fréttaþulan Laura Ingraham varði Brees og sagði að „hann hefði rétt á sinni skoðun.“ Aðeins tvö eru síðan Laura sagði LeBron James og Kevin Durant, tveimur af bestu körfuboltamönnum NBA-deildarinnar undanfarin ár, að „halda kjafti og drippla“ þegar þeir ræddu pólitísk málefni í þættinum hennar. „Hann má tjá sig um skoðanir sínar varðandi það að taka hné og hversu mikilvægur bandaríski fáninn er fyrir honum. Hann er manneskja og þetta snýst um meira en aðeins [bandarískan] fótbolta,“ sagði Ingraham í þætti sínum The Ingraham Angle á miðvikudagskvöld. LeBron tjáði sig um málið á Twitter. „Ef þið hafið ekki enn áttað ykkur á því af hverju mótmælin eru í gangi og af hverju við erum að haga okkur eins og við erum haga okkur þá þá er það af því við erum svo andskoti þreytt á þessari meðferð sem þið sjáið hér. Getum við brotið þetta niður fyrir ykkur á einfaldari hátt en í þessu myndandi,“ segir LeBron en téð myndband má sjá í Twitter-færslu hans hér að neðan. Þar sést munurinn á því þegar Ingraham talar við þá LeBron og Durant annarsvegar og svo þegar hún ræðir við Brees. If you still haven t figured out why the protesting is going on. Why we re acting as we are is because we are simply F-N tired of this treatment right here! Can we break it down for you any simpler than this right here???? . And to my people don t worry I won t stop until I see https://t.co/e4pJ0PvwJj— LeBron James (@KingJames) June 4, 2020 Í gærkvöld, fimmtudag, ræddi Ingraham málið í þætti sínum. Þar sagði hún að aðstæður í kringum ummæli hennar árið 2018 og nýverið væru ekki eins og því væri ekki hægt að bera málin saman. „Allir Bandaríkjamenn hafa rétt á að tjá sig um það sem liggur þeim á hjarta. Við þurfum að eiga betri og meiri samskipti ef við ætlum okkur að jafna okkur sem þjóð. Við þurfum meiri virðingu,“ sagði Ingraham að lokum. USA Today tók saman. We will never just "shut up and dribble" #blacklivesmatter pic.twitter.com/98tUB3IxjM— UNINTERRUPTED (@uninterrupted) June 4, 2020
Körfubolti NBA NFL Tengdar fréttir NFL stjarnan baðst afsökunar í kjölfar ummæla sem gerðu allt brjálað Einn virtasti leikstjórnandi NFL-deildarinnar gerði allt brjálað með ummælum sínum um bandaríska fánann og þjóðsönginn. 5. júní 2020 08:00 Einn reynslumesti leikmaður NFL-deildarinnar fær mikla gagnrýni fyrir ummæli sín Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints í NFL-deildinni, fékk að heyra það á samfélagsmiðlum eftir ummæli ummæli um óeirðirnar í Bandaríkjunum. LeBron James, Aaron Rodgers, Michael Thomas og fleiri eru þar á meðal. 4. júní 2020 08:30 Búið að staðfesta breytt fyrirkomulag NBA | 22 lið mæta til leiks í Disney World Sökum kórónufaraldursins mun tímabil NBA-deildarinnar í körfubolta enda með töluvert öðru sniði en venja er. 5. júní 2020 07:30 Mest lesið Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Sjá meira
NFL stjarnan baðst afsökunar í kjölfar ummæla sem gerðu allt brjálað Einn virtasti leikstjórnandi NFL-deildarinnar gerði allt brjálað með ummælum sínum um bandaríska fánann og þjóðsönginn. 5. júní 2020 08:00
Einn reynslumesti leikmaður NFL-deildarinnar fær mikla gagnrýni fyrir ummæli sín Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints í NFL-deildinni, fékk að heyra það á samfélagsmiðlum eftir ummæli ummæli um óeirðirnar í Bandaríkjunum. LeBron James, Aaron Rodgers, Michael Thomas og fleiri eru þar á meðal. 4. júní 2020 08:30
Búið að staðfesta breytt fyrirkomulag NBA | 22 lið mæta til leiks í Disney World Sökum kórónufaraldursins mun tímabil NBA-deildarinnar í körfubolta enda með töluvert öðru sniði en venja er. 5. júní 2020 07:30