Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2020 09:13 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Patrick Semansky Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. Bréfið er skrifað af John Dowd, fyrrverandi lögmanni Trump, og virðist hafa verið sent Jim Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem gagnrýnt hefur forsetann á undanförnum dögum. Mattis gagnrýndi Trump sérstaklega fyrir að hóta því að siga hernum á mótmælendur í Bandaríkjunum og fyrir það að láta reka friðsama mótmælendur frá Lafayettetorgi við Hvíta húsið svo hann gæti haldið myndatöku þar. Mattis sagði Trump vera vísvitandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. „Donald Trump er fyrsti forsetinn í minni lífstíð sem reynir ekki að sameina bandarísku þjóðina, þykist ekki einu sinni reyna það. Í staðinn reynir hann að sundra okkur. Við erum að verða vitni að afleiðingum þriggja ára þessara meðvituðu tilrauna. Við erum að verða vitni að afleiðingum þriggja ára án þroskaðrar forystu,“ skrifaði Mattis í yfirlýsingu. Mattis sagði af sér sem varnarmálaráðherra í desember 2018 í mótmælaskyni, eftir að Trump ætlaði að draga herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi og yfirgefa sýrlenska Kúrda, bandamenn þeirra gegn Íslamska ríkinu. Þrátt fyrir að Mattis hafi hætt, hefur Trump ítrekað haldið því fram á undanförnum dögum að hann hafi rekið hershöfðingjann. Sjá einnig: Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni Í bréfi Dowd gagnrýnir hann Mattis, sem er fyrrverandi herforingi í Landgönguliði Bandaríkjanna, fyrir að láta ömurlega stjórnmálamenn nota sig og orðspor hans, sem hann hafi unnið sér inn með blóði og innyflum ungra landgönguliða. Hann segir að mótmælendurnir á Lafayettetorgi hafi ekki verið friðsamir mótmælendur. Þeir séu hryðjuverkamenn sem noti haturfsulla og aðgerðarlausa nemendur til að brenna og eyðileggja. Þá hafi þeir verið að vanvirða og veitast að lögregluþjónum þegar þeir voru að undirbúa útgöngubann. Um 30 mínútur voru í að útgöngubann tæki gildi þegar mótmælendurnir voru reknir á brott. Dowd vísar einnig til þess að George Bush eldri, hafi boðað út herinn vegna óeirðanna í Los Angeles í kjölfar Rodney King réttarhaldanna. Hann segir Trump eiga við óeirðir í fjölda borga og að „snjókorna ríkisstjórar og borgarstjórar pissi á sig“ af ótta við að beita afli gegn mótmælendum. Fjölmargir úr báðum stjórnmálaflokkum Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump vegna myndatökunnar og ummæla hans um herinn. Í umfjöllun Politico segir að nokkrir mótmælendur frá Lafayettetorgi hafi höfðað mál gegn Trump og sakað hann um að brjóta á stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til að mótmæla friðsamlega. Bandaríkin Dauði George Floyd Donald Trump Tengdar fréttir Bætist í hóp herforingja sem gagnrýna Trump Nú bætist í hóp þeirra herforingja sem gagnrýna Bandaríkjaforseta en hótanir hans um að beita hernum gegn mótmælendum hafa vakið afar hörð viðbrögð, ekki hvað síst innan úr röðum hersins. 5. júní 2020 07:08 George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45 Obama kallaði eftir breytingum hjá lögreglunni Mótmælendur lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju fengu stuðning frá Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í myndbandsávarpi í gær. Obama sagði að breytinga væri þörf hjá lögregluliði landsins og að endurskoða þyrfti stefnu um hvernig hún beitir valdi sínu. 4. júní 2020 12:37 Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. Bréfið er skrifað af John Dowd, fyrrverandi lögmanni Trump, og virðist hafa verið sent Jim Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem gagnrýnt hefur forsetann á undanförnum dögum. Mattis gagnrýndi Trump sérstaklega fyrir að hóta því að siga hernum á mótmælendur í Bandaríkjunum og fyrir það að láta reka friðsama mótmælendur frá Lafayettetorgi við Hvíta húsið svo hann gæti haldið myndatöku þar. Mattis sagði Trump vera vísvitandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. „Donald Trump er fyrsti forsetinn í minni lífstíð sem reynir ekki að sameina bandarísku þjóðina, þykist ekki einu sinni reyna það. Í staðinn reynir hann að sundra okkur. Við erum að verða vitni að afleiðingum þriggja ára þessara meðvituðu tilrauna. Við erum að verða vitni að afleiðingum þriggja ára án þroskaðrar forystu,“ skrifaði Mattis í yfirlýsingu. Mattis sagði af sér sem varnarmálaráðherra í desember 2018 í mótmælaskyni, eftir að Trump ætlaði að draga herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi og yfirgefa sýrlenska Kúrda, bandamenn þeirra gegn Íslamska ríkinu. Þrátt fyrir að Mattis hafi hætt, hefur Trump ítrekað haldið því fram á undanförnum dögum að hann hafi rekið hershöfðingjann. Sjá einnig: Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni Í bréfi Dowd gagnrýnir hann Mattis, sem er fyrrverandi herforingi í Landgönguliði Bandaríkjanna, fyrir að láta ömurlega stjórnmálamenn nota sig og orðspor hans, sem hann hafi unnið sér inn með blóði og innyflum ungra landgönguliða. Hann segir að mótmælendurnir á Lafayettetorgi hafi ekki verið friðsamir mótmælendur. Þeir séu hryðjuverkamenn sem noti haturfsulla og aðgerðarlausa nemendur til að brenna og eyðileggja. Þá hafi þeir verið að vanvirða og veitast að lögregluþjónum þegar þeir voru að undirbúa útgöngubann. Um 30 mínútur voru í að útgöngubann tæki gildi þegar mótmælendurnir voru reknir á brott. Dowd vísar einnig til þess að George Bush eldri, hafi boðað út herinn vegna óeirðanna í Los Angeles í kjölfar Rodney King réttarhaldanna. Hann segir Trump eiga við óeirðir í fjölda borga og að „snjókorna ríkisstjórar og borgarstjórar pissi á sig“ af ótta við að beita afli gegn mótmælendum. Fjölmargir úr báðum stjórnmálaflokkum Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump vegna myndatökunnar og ummæla hans um herinn. Í umfjöllun Politico segir að nokkrir mótmælendur frá Lafayettetorgi hafi höfðað mál gegn Trump og sakað hann um að brjóta á stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til að mótmæla friðsamlega.
Bandaríkin Dauði George Floyd Donald Trump Tengdar fréttir Bætist í hóp herforingja sem gagnrýna Trump Nú bætist í hóp þeirra herforingja sem gagnrýna Bandaríkjaforseta en hótanir hans um að beita hernum gegn mótmælendum hafa vakið afar hörð viðbrögð, ekki hvað síst innan úr röðum hersins. 5. júní 2020 07:08 George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45 Obama kallaði eftir breytingum hjá lögreglunni Mótmælendur lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju fengu stuðning frá Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í myndbandsávarpi í gær. Obama sagði að breytinga væri þörf hjá lögregluliði landsins og að endurskoða þyrfti stefnu um hvernig hún beitir valdi sínu. 4. júní 2020 12:37 Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Bætist í hóp herforingja sem gagnrýna Trump Nú bætist í hóp þeirra herforingja sem gagnrýna Bandaríkjaforseta en hótanir hans um að beita hernum gegn mótmælendum hafa vakið afar hörð viðbrögð, ekki hvað síst innan úr röðum hersins. 5. júní 2020 07:08
George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45
Obama kallaði eftir breytingum hjá lögreglunni Mótmælendur lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju fengu stuðning frá Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í myndbandsávarpi í gær. Obama sagði að breytinga væri þörf hjá lögregluliði landsins og að endurskoða þyrfti stefnu um hvernig hún beitir valdi sínu. 4. júní 2020 12:37
Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58