Rannsóknarsetri á Laugarvatni lokað eftir að HÍ sagði sig frá samningi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júní 2020 07:48 Frá Laugarvatni. Háskóli Íslands Háskóli Íslands er búinn að segja sig frá samningi við samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið um rekstur þéttbýlisseturs og rannsóknarseturs um sveitarstjórnarmál Laugarvatni. Um var að ræða tilraunaverkefni sem hófst fyrir einu og hálfu ári síðan. Alls stóð til að veita 36 milljónum króna til verkefnisins á árunum 2018-2022. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að í bréfi Háskólans til annarra aðila sem að verkefninu komu hafi komið fram að væntingar HÍ um verkefnið hafi ekki gengið eftir og að reynslan sýndi að staðsetningin hefði ekki verið góð. Ráðuneytið hefur nú meðtekið þetta og óskað eftir uppgjöri frá háskólanum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, er svekktur. „Mér finnst dapurlegt að Háskóli Íslands sem æðsta menntastofnun þjóðarinnar hafi ekki meira úthald í verkefni sem samið hefur verið um og eru spennandi,“ hefur Morgunblaðið eftir honum. Hann bætir við að segja mætti að verkefnið hafi aldrei komist á almennilegt skrið. Eins segir Helgi Kjartansson, Oddviti Bláskógabyggðar, að sér þyki málið miður. Ástæður tvíþættar Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið að tvær aðalástæður séu fyrir því að skólinn óskaði eftir því að styrkveiting til verkefnanna yrði felld niður. Snemma eftir að verkefninu hafi verið ýtt úr vör hafi komið í ljós að vantað hafi upp á viðhald húsnæðisins sem hýsti rannsóknarsetrið. Leki hafi verið í húsinu og grunur um myglu. Því hafi þurft að loka húsnæðinu meðan á viðhaldi stóð. „ Í öðru lagi hefur reynslan af verkefninu sýnt að flókið sé og óskilvirkt að starfsmaður í þróunarverkefni af þessu tagi sé einn á starfsstöð, langt frá aðalskrifstofunni. Aftur á móti væri bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að starfsmaður setursins á Laugarvatni sækti vinnu daglega eða oft í viku á skrifstofuna í Reykjavík. Því miður gekk verkefnið ekki jafn vel og vonir stóðu til og niðurstaða Háskólans því að ekki hafi lengur verið forsendur til þess að halda því áfram,“ hefur Morgunblaðið eftir Jóni Atla. Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Háskóli Íslands er búinn að segja sig frá samningi við samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið um rekstur þéttbýlisseturs og rannsóknarseturs um sveitarstjórnarmál Laugarvatni. Um var að ræða tilraunaverkefni sem hófst fyrir einu og hálfu ári síðan. Alls stóð til að veita 36 milljónum króna til verkefnisins á árunum 2018-2022. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að í bréfi Háskólans til annarra aðila sem að verkefninu komu hafi komið fram að væntingar HÍ um verkefnið hafi ekki gengið eftir og að reynslan sýndi að staðsetningin hefði ekki verið góð. Ráðuneytið hefur nú meðtekið þetta og óskað eftir uppgjöri frá háskólanum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, er svekktur. „Mér finnst dapurlegt að Háskóli Íslands sem æðsta menntastofnun þjóðarinnar hafi ekki meira úthald í verkefni sem samið hefur verið um og eru spennandi,“ hefur Morgunblaðið eftir honum. Hann bætir við að segja mætti að verkefnið hafi aldrei komist á almennilegt skrið. Eins segir Helgi Kjartansson, Oddviti Bláskógabyggðar, að sér þyki málið miður. Ástæður tvíþættar Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið að tvær aðalástæður séu fyrir því að skólinn óskaði eftir því að styrkveiting til verkefnanna yrði felld niður. Snemma eftir að verkefninu hafi verið ýtt úr vör hafi komið í ljós að vantað hafi upp á viðhald húsnæðisins sem hýsti rannsóknarsetrið. Leki hafi verið í húsinu og grunur um myglu. Því hafi þurft að loka húsnæðinu meðan á viðhaldi stóð. „ Í öðru lagi hefur reynslan af verkefninu sýnt að flókið sé og óskilvirkt að starfsmaður í þróunarverkefni af þessu tagi sé einn á starfsstöð, langt frá aðalskrifstofunni. Aftur á móti væri bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að starfsmaður setursins á Laugarvatni sækti vinnu daglega eða oft í viku á skrifstofuna í Reykjavík. Því miður gekk verkefnið ekki jafn vel og vonir stóðu til og niðurstaða Háskólans því að ekki hafi lengur verið forsendur til þess að halda því áfram,“ hefur Morgunblaðið eftir Jóni Atla.
Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira