Saumaði þjóðbúning og smíðaði á hann skart fyrir útskriftina Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. júní 2020 09:00 Anna Guðlaug Sigurðardóttir segir að það sé of erfitt að komast í starfsnám í gull- og silfursmíði. Nauðsynlegt sé að tengja námið atvinnulífið á betri hátt. Aðsend mynd Anna Guðlaug Sigurðardóttir útskriftarnemandi í gull- og silfursmíði hlaut á dögunum verðlaun fyrir góðan árangur á stúdentsprófi samhliða faggrein. Anna Guðlaug er 22 ára gömul og ein af yngstu nemendum Tækniskólans sem lokið hafa námi í faginu. Það vakti mikla athygli að hún mætti í útskriftina í þjóðbúning sem hún saumaði sjálf, auk þess að hafa smíðað skartið sem hún bar. „Ég fékk snemma áhuga á gull- og silfursmíði. Þegar ég var 14 ára, fór ég á námskeið í víravirki hjá Dóru Jónsdóttur og eftir það var ekki aftur snúið. Ég vissi að þetta var það sem mig langaði að læra,“ segir Anna Guðlaug. Hildur Ingvadóttir bar þennan hring við útskrift Tækniskólans. Hönnun hringsins var samstarfsverkefni Önnu Guðlaugar og Daníel Wirkner. Anna Guðlaug sá svo um að smíða hringinn.Aðsend mynd Virðast ekkert sérstakar við fyrstu sýn „Þegar ég var yngri, líklegast í kringum níu ára aldur, byrjaði ég að búa til eyrnalokka og hálsmen bæði úr þæfðri ull og allskonar perlum mér til skemmtunar. Á svipuðum tíma fór ég með foreldrum mínum á Handverkshátíð á Hrafnagili og sá þar mann sem var að smíða skartgrip úr silfri. Það heillaði mig mjög mikið að sjá hvernig hann hitaði silfrið upp með eldi og mótaði það í hlutinn.“ Anna Guðlaug segir að það sem heilli mest við þessa starfgrein, sé að geta búið til fallega hluti úr málmvírum og plötum sem í fyrstu virðast ekkert sérstakar. Mynd/Anna Guðlaug „Fyrstu hlutirnir sem ég hannaði voru lítil víravirkishálsmen, hringir og eyrnalokkar, líklega 2014. Síðar eftir að ég var komin inn í gullsmíðina fór ég að hanna fleiri mismunandi hluti.“ Anna Guðlaug kann að meta flest allar tegundir af hönnun, handverki og listgreinum. Það verkefni sem hún er ánægðust með er þjóðbúningurinn og allt skartið á hann, myllur, borðar og stokkabelti. Anna Guðlaug á útskriftardaginn.Aðsend mynd „Ég hef unnið síðustu ár í Gullkistunni og kynnst þar íslensku þjóðbúningskarti og fræðst mikið um íslenska þjóðbúninginn og víravirkið. Þar hef ég verið að smíða og gera við þjóðbúningaskart. Ég fékk því áhuga á þessu og þar sem ég smíðaði myllur í einum áfanga í skólanum, datt mér í hug að gaman gæti verið að koma sér upp eigin búning fyrir útskrift og smíða á hann skartið. Það varð svo að veruleika eftir áramótin, en þá plataði ég ömmu mína með mér á námskeið og saumuðun við okkur sitt hvorn 20. aldar upphlutinn. Ég smíðaði svo borðana á upphlutinn og stokkabelti við hann með námskeiðinu og skólanum.” Erfitt að komast í starfsnám Á útskriftinni bar Hildur skólameistari tækniskólans hring sem Anna Guðlaug smíðaði. „Þessi hringur var hannaður í Gullkistunni fyrir Hönnunarmars 2018. Hann var samvinnuverkefni Daníel Wirkner og mín, en við vorum að vinna þar á þeim tíma.“ Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans bar fallegt skart eftir Önnu Guðlaugu við útskrift skólans. Alls voru brautskráðir 388 nemendur af 81 fagbraut.Aðsend mynd Einnig er víravirkis-kóróna sem Anna Guðlaug smíðaði á öðru ári í skólanum í miklu persónulegu uppáhaldi. „Ég sótti um í Gullsmíðinni árið 2014, beint úr grunnskóla. En þar sem ekki var tekið við nemum beint þaðan fór ég í eitt ár á Hönnunarbrautina í Tækniskólanum. Ég sótti síðan aftur um ári síðar og komst þá inn. Síðan var ég í skólanum í tvö ár samkvæmt áætlun og fór svo í starfsnámsleit. Það tók talsverðan tíma, en ég leitaði hér heima, í Danmörk og Svíþjóð. Ég komst svo loks í starfsnám á gullsmíðaverkstæði í Stokkhólmi. Haustið 2019 fór ég aftur í Tækniskólann til að klára bóklega áfanga upp í stúdentsprófið og lauk síðan náminu núna í vor. Á þessum tíma fór ég einnig á vegum skólans á nokkur námskeið tengd gullsmíði til Danmerkur.“ Anna Guðlaug segir að það sé mjög erfitt að komast í starfsnám á Íslandi. „Það mætti gjarnan endurskoða tengsl á milli skóla og atvinnulífs með það í huga.“ Mynd/Anna Guðlaug Draumurinn að vinna sem gullsmiður Anna Guðlaug útskrifaðist með 9,16 í meðaleinkunn á stúdentsprófi á fagbraut. Fram undan er frekara nám. „Ég stefni á að fara í nám í Hallormsstaðaskóla á Fljótsdalshéraði í haust, en eftir það langar mig að fara erlendis og vinna þar sem gullsmiður í nokkur ár.“ Anna Guðlaug segist fá innblástur úr öllum áttum. „Í víravirkinu hef ég gaman af að gera gömul munstur og búa til út frá þeim mínar hugmyndir. Útfærslan verður svo oft til við vinnslu verkefnisins.” Anna Guðlaug tók í vikunni sveinsprófið sitt í gull- og silfursmíði. „Draumastarfið mitt er að vinna sem gullsmiður og inn á milli væri gaman að geta tekið að sér stærri og mögulega óhefðbundnari verkefni.“ Tíska og hönnun HönnunarMars Hagsmunir stúdenta Reykjavík Handverk Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Anna Guðlaug Sigurðardóttir útskriftarnemandi í gull- og silfursmíði hlaut á dögunum verðlaun fyrir góðan árangur á stúdentsprófi samhliða faggrein. Anna Guðlaug er 22 ára gömul og ein af yngstu nemendum Tækniskólans sem lokið hafa námi í faginu. Það vakti mikla athygli að hún mætti í útskriftina í þjóðbúning sem hún saumaði sjálf, auk þess að hafa smíðað skartið sem hún bar. „Ég fékk snemma áhuga á gull- og silfursmíði. Þegar ég var 14 ára, fór ég á námskeið í víravirki hjá Dóru Jónsdóttur og eftir það var ekki aftur snúið. Ég vissi að þetta var það sem mig langaði að læra,“ segir Anna Guðlaug. Hildur Ingvadóttir bar þennan hring við útskrift Tækniskólans. Hönnun hringsins var samstarfsverkefni Önnu Guðlaugar og Daníel Wirkner. Anna Guðlaug sá svo um að smíða hringinn.Aðsend mynd Virðast ekkert sérstakar við fyrstu sýn „Þegar ég var yngri, líklegast í kringum níu ára aldur, byrjaði ég að búa til eyrnalokka og hálsmen bæði úr þæfðri ull og allskonar perlum mér til skemmtunar. Á svipuðum tíma fór ég með foreldrum mínum á Handverkshátíð á Hrafnagili og sá þar mann sem var að smíða skartgrip úr silfri. Það heillaði mig mjög mikið að sjá hvernig hann hitaði silfrið upp með eldi og mótaði það í hlutinn.“ Anna Guðlaug segir að það sem heilli mest við þessa starfgrein, sé að geta búið til fallega hluti úr málmvírum og plötum sem í fyrstu virðast ekkert sérstakar. Mynd/Anna Guðlaug „Fyrstu hlutirnir sem ég hannaði voru lítil víravirkishálsmen, hringir og eyrnalokkar, líklega 2014. Síðar eftir að ég var komin inn í gullsmíðina fór ég að hanna fleiri mismunandi hluti.“ Anna Guðlaug kann að meta flest allar tegundir af hönnun, handverki og listgreinum. Það verkefni sem hún er ánægðust með er þjóðbúningurinn og allt skartið á hann, myllur, borðar og stokkabelti. Anna Guðlaug á útskriftardaginn.Aðsend mynd „Ég hef unnið síðustu ár í Gullkistunni og kynnst þar íslensku þjóðbúningskarti og fræðst mikið um íslenska þjóðbúninginn og víravirkið. Þar hef ég verið að smíða og gera við þjóðbúningaskart. Ég fékk því áhuga á þessu og þar sem ég smíðaði myllur í einum áfanga í skólanum, datt mér í hug að gaman gæti verið að koma sér upp eigin búning fyrir útskrift og smíða á hann skartið. Það varð svo að veruleika eftir áramótin, en þá plataði ég ömmu mína með mér á námskeið og saumuðun við okkur sitt hvorn 20. aldar upphlutinn. Ég smíðaði svo borðana á upphlutinn og stokkabelti við hann með námskeiðinu og skólanum.” Erfitt að komast í starfsnám Á útskriftinni bar Hildur skólameistari tækniskólans hring sem Anna Guðlaug smíðaði. „Þessi hringur var hannaður í Gullkistunni fyrir Hönnunarmars 2018. Hann var samvinnuverkefni Daníel Wirkner og mín, en við vorum að vinna þar á þeim tíma.“ Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans bar fallegt skart eftir Önnu Guðlaugu við útskrift skólans. Alls voru brautskráðir 388 nemendur af 81 fagbraut.Aðsend mynd Einnig er víravirkis-kóróna sem Anna Guðlaug smíðaði á öðru ári í skólanum í miklu persónulegu uppáhaldi. „Ég sótti um í Gullsmíðinni árið 2014, beint úr grunnskóla. En þar sem ekki var tekið við nemum beint þaðan fór ég í eitt ár á Hönnunarbrautina í Tækniskólanum. Ég sótti síðan aftur um ári síðar og komst þá inn. Síðan var ég í skólanum í tvö ár samkvæmt áætlun og fór svo í starfsnámsleit. Það tók talsverðan tíma, en ég leitaði hér heima, í Danmörk og Svíþjóð. Ég komst svo loks í starfsnám á gullsmíðaverkstæði í Stokkhólmi. Haustið 2019 fór ég aftur í Tækniskólann til að klára bóklega áfanga upp í stúdentsprófið og lauk síðan náminu núna í vor. Á þessum tíma fór ég einnig á vegum skólans á nokkur námskeið tengd gullsmíði til Danmerkur.“ Anna Guðlaug segir að það sé mjög erfitt að komast í starfsnám á Íslandi. „Það mætti gjarnan endurskoða tengsl á milli skóla og atvinnulífs með það í huga.“ Mynd/Anna Guðlaug Draumurinn að vinna sem gullsmiður Anna Guðlaug útskrifaðist með 9,16 í meðaleinkunn á stúdentsprófi á fagbraut. Fram undan er frekara nám. „Ég stefni á að fara í nám í Hallormsstaðaskóla á Fljótsdalshéraði í haust, en eftir það langar mig að fara erlendis og vinna þar sem gullsmiður í nokkur ár.“ Anna Guðlaug segist fá innblástur úr öllum áttum. „Í víravirkinu hef ég gaman af að gera gömul munstur og búa til út frá þeim mínar hugmyndir. Útfærslan verður svo oft til við vinnslu verkefnisins.” Anna Guðlaug tók í vikunni sveinsprófið sitt í gull- og silfursmíði. „Draumastarfið mitt er að vinna sem gullsmiður og inn á milli væri gaman að geta tekið að sér stærri og mögulega óhefðbundnari verkefni.“
Tíska og hönnun HönnunarMars Hagsmunir stúdenta Reykjavík Handverk Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira