Obama kallaði eftir breytingum hjá lögreglunni Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2020 12:37 Skjáskot úr ávarpi Obama sem sent var út á netinu í gær. AP/My Brother's Keeper Alliance/Obama Foundation Mótmælendur lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju fengu stuðning frá Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í myndbandsávarpi í gær. Obama sagði að breytinga væri þörf hjá lögregluliði landsins og að endurskoða þyrfti stefnu um hvernig hún beitir valdi sínu. Mikil reiði greip um sig í Bandaríkjunum eftir að myndband birtist af því þegar George Floyd, óvopnaður blökkumaður, lést í haldi lögreglu í Minneapolis í síðustu viku. Lögreglumaður hvíldi hné á hálsi Floyd á meðan þrír aðrir lögregluþjónar stóðu hjá. Á myndbandinu heyrðist Floyd segja að hann næði ekki andanum. Mótmæli hafa farið fram í á annað hundrað borgum í Bandaríkjunum síðan. Þeim hefur sums staðar fylgt óeirðir og gripdeildir. Lögregla og þjóðvarðlið hefur í sumum tilfellum brugðist við af hörku og beitt gúmmíkúlum og táragasi. Þá hafa nokkrir lögreglumenn orðið fyrir skotum í óeirðunum. Í fyrstu sjónvörpuðu ummælum sínum um mótmælin í gær sagðist Obama telja að aðeins lítið prósent mótmælenda hefði komið fram með ofbeldi. Eins sagðist hann telja að yfirgnæfandi meirihluti lögreglumanna væri ekki ofbeldisfullur. Lögreglan dragi úr spennu í átökum Benti fyrrverandi forsetinn á að Bandaríkin hefðu verið stofnuð á grundvelli mótmæla. Mótmælin nú væru afleiðing áralangs misréttis og kerfislægra þátta sem ætti rætur sínar að rekja allt til þrælahalds og laga sem mismunuðu kynþáttum. „Hvert skref í framþróun þessa lands, hvers einasta útvíkkun frelsis, öll tjáning á dýpstu hugsjónum okkar náðist fram með aðgerðum sem velgdu ríkjandi ástandi undir uggum,“ sagði Obama og lofaði mótmælendur fyrir að láta til sín taka. Hvatti Obama alla borgarstjóra í Bandaríkjunum til að endurskoða stefnu um hvenær og hvernig lögregla beitir valdi og ráðast í umbætur í löggæslumálum. Á meðal þeirra umbóta er að skylda lögreglumenn til að draga úr spennu í átökum [e. de-escalation], banna lögreglumönnum að skjóta á farartæki á ferð, að ofbeldisbrot séu tilkynnt tímanlega og að sumar valdbeitingaraðferðir lögreglu verði alfarið bannaðar. „Hálstak og kverkatak er ekki það sem við gerum,“ sagði Obama. Sagði ekkert um viðbrögð Trump Fyrrverandi forsetinn lét hjá líða að gagnrýna eftirmann sinn í embætti, Donald Trump. New York Times segir að Obama telji að slík gagnrýni myndi aðeins espa upp stuðningsmenn Trump í aðdraganda forsetakosninga í haust. Trump hefur tekið allt annan pól í hæðina gagnvart mótmælunum. Hann hefur lýst andstyggð sinni á myndbandinu af dauða Floyd en einnig haldið því fram að mótmælin í kjölfarið einkennist helst af óeirðum og gripdeildum. Þá hefur hann haldið því fram með litlum rökum að öfgavinstrimenn og svonefndir andfasistar skipuleggi mótmælin. Undanfarna daga hefur Trump legið undir sérstakri gagnrýni fyrir að hóta að beita hernum á mótmælendur. Mark Esper, varnarmálaráðherra, lýsti sig ósammála því í gær, og forveri hans James Mattis rauf þögn sína um Trump með yfirlýsingu þar sem hann fordæmdi Trump fyrir viðbrögðin við mótmælunum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. 4. júní 2020 07:38 Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58 Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17. maí 2020 07:40 Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Mótmælendur lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju fengu stuðning frá Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í myndbandsávarpi í gær. Obama sagði að breytinga væri þörf hjá lögregluliði landsins og að endurskoða þyrfti stefnu um hvernig hún beitir valdi sínu. Mikil reiði greip um sig í Bandaríkjunum eftir að myndband birtist af því þegar George Floyd, óvopnaður blökkumaður, lést í haldi lögreglu í Minneapolis í síðustu viku. Lögreglumaður hvíldi hné á hálsi Floyd á meðan þrír aðrir lögregluþjónar stóðu hjá. Á myndbandinu heyrðist Floyd segja að hann næði ekki andanum. Mótmæli hafa farið fram í á annað hundrað borgum í Bandaríkjunum síðan. Þeim hefur sums staðar fylgt óeirðir og gripdeildir. Lögregla og þjóðvarðlið hefur í sumum tilfellum brugðist við af hörku og beitt gúmmíkúlum og táragasi. Þá hafa nokkrir lögreglumenn orðið fyrir skotum í óeirðunum. Í fyrstu sjónvörpuðu ummælum sínum um mótmælin í gær sagðist Obama telja að aðeins lítið prósent mótmælenda hefði komið fram með ofbeldi. Eins sagðist hann telja að yfirgnæfandi meirihluti lögreglumanna væri ekki ofbeldisfullur. Lögreglan dragi úr spennu í átökum Benti fyrrverandi forsetinn á að Bandaríkin hefðu verið stofnuð á grundvelli mótmæla. Mótmælin nú væru afleiðing áralangs misréttis og kerfislægra þátta sem ætti rætur sínar að rekja allt til þrælahalds og laga sem mismunuðu kynþáttum. „Hvert skref í framþróun þessa lands, hvers einasta útvíkkun frelsis, öll tjáning á dýpstu hugsjónum okkar náðist fram með aðgerðum sem velgdu ríkjandi ástandi undir uggum,“ sagði Obama og lofaði mótmælendur fyrir að láta til sín taka. Hvatti Obama alla borgarstjóra í Bandaríkjunum til að endurskoða stefnu um hvenær og hvernig lögregla beitir valdi og ráðast í umbætur í löggæslumálum. Á meðal þeirra umbóta er að skylda lögreglumenn til að draga úr spennu í átökum [e. de-escalation], banna lögreglumönnum að skjóta á farartæki á ferð, að ofbeldisbrot séu tilkynnt tímanlega og að sumar valdbeitingaraðferðir lögreglu verði alfarið bannaðar. „Hálstak og kverkatak er ekki það sem við gerum,“ sagði Obama. Sagði ekkert um viðbrögð Trump Fyrrverandi forsetinn lét hjá líða að gagnrýna eftirmann sinn í embætti, Donald Trump. New York Times segir að Obama telji að slík gagnrýni myndi aðeins espa upp stuðningsmenn Trump í aðdraganda forsetakosninga í haust. Trump hefur tekið allt annan pól í hæðina gagnvart mótmælunum. Hann hefur lýst andstyggð sinni á myndbandinu af dauða Floyd en einnig haldið því fram að mótmælin í kjölfarið einkennist helst af óeirðum og gripdeildum. Þá hefur hann haldið því fram með litlum rökum að öfgavinstrimenn og svonefndir andfasistar skipuleggi mótmælin. Undanfarna daga hefur Trump legið undir sérstakri gagnrýni fyrir að hóta að beita hernum á mótmælendur. Mark Esper, varnarmálaráðherra, lýsti sig ósammála því í gær, og forveri hans James Mattis rauf þögn sína um Trump með yfirlýsingu þar sem hann fordæmdi Trump fyrir viðbrögðin við mótmælunum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. 4. júní 2020 07:38 Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58 Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17. maí 2020 07:40 Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. 4. júní 2020 07:38
Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58
Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17. maí 2020 07:40