Lögregluþjónninn bróðir Elliða kallaður svín, morðingi og ógeð Jakob Bjarnar skrifar 4. júní 2020 08:39 Elliði og Svavar Vignissynir hafa heldur betur staðið í ströngu á samfélagsmiðlinum Facebook í vikunni. Svavar Vignisson lögreglumaður í Vestmannaeyjum hefur séð sig knúinn til að ávarpa sérstaklega þá sem hafa að undanförnu farið um hann ófögrum orðum: „Sæl verið þið. Svavar Vignisson heiti ég og er lögreglumaður og bróðir Elliða (eins og kannski flestir vita í eyjum ). Facebook status með mynd af mér hefur farið eins og eldur um sinu undanfarna daga ( ef ég hefði vitað það hefði ég verið á innsoginu ) og hef ég verið kallaður ýmsum frekar ljótum nöfnum allt frá því að fólki verði óglatt af henni, svín, morðingi ofl. Ég tek því ekki persónulega, grunar að það snúi að starfi mínu frekar en mér,“ skrifar Svavar á Facebooksíðu sína. Færsla hans hefur vakið mikla athygli. Forsaga málsins er sú að Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi birti í vikunni afar umdeilda stutta Facebookfærslu þar sem hann þótti, að mati margra, vera með afar hæpinn og ósmekklegan samanburð: „Um allan heim mótmælir fólk nú eðlilega ofbeldi lögreglu í USA í garð almennings. Hér á Íslandi glímum við við ofbeldi almennings gagnvart lögreglu. #gerumbetur“ Elliði fær það óþvegið Þarna blandar Elliði saman frétt sem vakti mikla athygli og segir af því að lögreglumenn hafi verið sviptir frelsi sínu og svo mótmælum í Bandaríkjum þar sem morðinu á George Floyd hefur verið mótmælt. Svo er gengið fram af fólki að víða hefur soðið uppúr. Með færslunni birti Ellið mynd af bróður sínu Svavari, sem eins og áður sagði, starfar sem lögreglumaður. Orð Elliða féllu í grýttan jarðveg svo vægt sé til orða tekið. Fyrst til að taka til máls í athugasemd var Heiða B. Heiðars fyrrverandi auglýsingastjóri Stundarinnar: „Þú ættir að eyða þessu í einum hvelli. Þetta er það vandræðalegasta sem nokkur manneskja hefur sett á facebook. Þú hlýtur að geta komið þessum skilaboðum áleiðis á smekklegri hátt.“ Þessi orð Heiðu fengu vel á 400 læk, eins og það heitir og þykir mikið. Í kjölfarið fylgdi strollan sem fordæmdi Elliða og voru lögreglunni ekki vandaðar kveðjurnar. Aldrei óviðeigandi að benda á ofbeldi Svavar gerir þetta að umtalsefni á Facebooksíðu sinni: „Mér þykir hins vegar sárt að sjá það viðhorf sem kemur fram í mörgum „komentum“ á þræði Elliða. Þau skýra ef til vill að einhverju leiti starfsumhverfi okkar. Ég hef unnið margskonar störf í gegnum tíðina. Man ekki áður til að vera kallaður „svín“, „morðingi“, „ógeð“ og margt sambærilegt eins og sumir gera,“ segir Svavar meðal annars í pistli sínum. Svavar bendir jafnframt á að lögreglumenn vinni oft erfiða vinnu en hann vilji ekki kvarta undan því. Hann telur sig og kollega sína geta gert betur. En staðreyndin sé hins vegar sú, eins og fram kom í athugasemd Elliða, að lögreglumenn hér á landi verði oft fyrir ofbeldi. Það er aldrei óviðeigandi að benda á ofbeldi, sama hver gerandinn er og sama hver þolandinn er. Lögreglan Samfélagsmiðlar Dauði George Floyd Tengdar fréttir Tveir lögreglumenn sviptir frelsi í útkalli: Annar rotaðist og báðir fluttir á slysadeild Tveir lögreglumenn voru sviptir frelsi og ráðist á þá þegar þeir fóru í útkall vegna hávaða í heimahúsi á Völlunum í Hafnarfirði um síðustu helgi. Annar þeirra rotaðist og þurftu þeir að leita á slysadeild. 31. maí 2020 18:55 George Floyd hafði greinst með Covid-19 Í krufningaskýrslu kemur fram að kórónuveirusmitið hafi ekki átt þátt í dauða George Floyd, en áður hefur verið greint frá því að Floyd hafi látist af völdum köfnunar. 4. júní 2020 07:47 Fimm lögreglumenn skotnir í mótmælum vestanhafs Að minnsta kosti fimm lögreglumenn eru sagðir hafa orðið fyrir byssukúlum í mótmælum vegna dauða blökkumanns í haldi lögreglu í gærkvöldi. Lögreglumennirnir eru ekki taldir lífshættulega særðir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að beita hernum til að stöðva mótmæli og óeirðir. 2. júní 2020 13:39 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Sjá meira
Svavar Vignisson lögreglumaður í Vestmannaeyjum hefur séð sig knúinn til að ávarpa sérstaklega þá sem hafa að undanförnu farið um hann ófögrum orðum: „Sæl verið þið. Svavar Vignisson heiti ég og er lögreglumaður og bróðir Elliða (eins og kannski flestir vita í eyjum ). Facebook status með mynd af mér hefur farið eins og eldur um sinu undanfarna daga ( ef ég hefði vitað það hefði ég verið á innsoginu ) og hef ég verið kallaður ýmsum frekar ljótum nöfnum allt frá því að fólki verði óglatt af henni, svín, morðingi ofl. Ég tek því ekki persónulega, grunar að það snúi að starfi mínu frekar en mér,“ skrifar Svavar á Facebooksíðu sína. Færsla hans hefur vakið mikla athygli. Forsaga málsins er sú að Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi birti í vikunni afar umdeilda stutta Facebookfærslu þar sem hann þótti, að mati margra, vera með afar hæpinn og ósmekklegan samanburð: „Um allan heim mótmælir fólk nú eðlilega ofbeldi lögreglu í USA í garð almennings. Hér á Íslandi glímum við við ofbeldi almennings gagnvart lögreglu. #gerumbetur“ Elliði fær það óþvegið Þarna blandar Elliði saman frétt sem vakti mikla athygli og segir af því að lögreglumenn hafi verið sviptir frelsi sínu og svo mótmælum í Bandaríkjum þar sem morðinu á George Floyd hefur verið mótmælt. Svo er gengið fram af fólki að víða hefur soðið uppúr. Með færslunni birti Ellið mynd af bróður sínu Svavari, sem eins og áður sagði, starfar sem lögreglumaður. Orð Elliða féllu í grýttan jarðveg svo vægt sé til orða tekið. Fyrst til að taka til máls í athugasemd var Heiða B. Heiðars fyrrverandi auglýsingastjóri Stundarinnar: „Þú ættir að eyða þessu í einum hvelli. Þetta er það vandræðalegasta sem nokkur manneskja hefur sett á facebook. Þú hlýtur að geta komið þessum skilaboðum áleiðis á smekklegri hátt.“ Þessi orð Heiðu fengu vel á 400 læk, eins og það heitir og þykir mikið. Í kjölfarið fylgdi strollan sem fordæmdi Elliða og voru lögreglunni ekki vandaðar kveðjurnar. Aldrei óviðeigandi að benda á ofbeldi Svavar gerir þetta að umtalsefni á Facebooksíðu sinni: „Mér þykir hins vegar sárt að sjá það viðhorf sem kemur fram í mörgum „komentum“ á þræði Elliða. Þau skýra ef til vill að einhverju leiti starfsumhverfi okkar. Ég hef unnið margskonar störf í gegnum tíðina. Man ekki áður til að vera kallaður „svín“, „morðingi“, „ógeð“ og margt sambærilegt eins og sumir gera,“ segir Svavar meðal annars í pistli sínum. Svavar bendir jafnframt á að lögreglumenn vinni oft erfiða vinnu en hann vilji ekki kvarta undan því. Hann telur sig og kollega sína geta gert betur. En staðreyndin sé hins vegar sú, eins og fram kom í athugasemd Elliða, að lögreglumenn hér á landi verði oft fyrir ofbeldi. Það er aldrei óviðeigandi að benda á ofbeldi, sama hver gerandinn er og sama hver þolandinn er.
Lögreglan Samfélagsmiðlar Dauði George Floyd Tengdar fréttir Tveir lögreglumenn sviptir frelsi í útkalli: Annar rotaðist og báðir fluttir á slysadeild Tveir lögreglumenn voru sviptir frelsi og ráðist á þá þegar þeir fóru í útkall vegna hávaða í heimahúsi á Völlunum í Hafnarfirði um síðustu helgi. Annar þeirra rotaðist og þurftu þeir að leita á slysadeild. 31. maí 2020 18:55 George Floyd hafði greinst með Covid-19 Í krufningaskýrslu kemur fram að kórónuveirusmitið hafi ekki átt þátt í dauða George Floyd, en áður hefur verið greint frá því að Floyd hafi látist af völdum köfnunar. 4. júní 2020 07:47 Fimm lögreglumenn skotnir í mótmælum vestanhafs Að minnsta kosti fimm lögreglumenn eru sagðir hafa orðið fyrir byssukúlum í mótmælum vegna dauða blökkumanns í haldi lögreglu í gærkvöldi. Lögreglumennirnir eru ekki taldir lífshættulega særðir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að beita hernum til að stöðva mótmæli og óeirðir. 2. júní 2020 13:39 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Sjá meira
Tveir lögreglumenn sviptir frelsi í útkalli: Annar rotaðist og báðir fluttir á slysadeild Tveir lögreglumenn voru sviptir frelsi og ráðist á þá þegar þeir fóru í útkall vegna hávaða í heimahúsi á Völlunum í Hafnarfirði um síðustu helgi. Annar þeirra rotaðist og þurftu þeir að leita á slysadeild. 31. maí 2020 18:55
George Floyd hafði greinst með Covid-19 Í krufningaskýrslu kemur fram að kórónuveirusmitið hafi ekki átt þátt í dauða George Floyd, en áður hefur verið greint frá því að Floyd hafi látist af völdum köfnunar. 4. júní 2020 07:47
Fimm lögreglumenn skotnir í mótmælum vestanhafs Að minnsta kosti fimm lögreglumenn eru sagðir hafa orðið fyrir byssukúlum í mótmælum vegna dauða blökkumanns í haldi lögreglu í gærkvöldi. Lögreglumennirnir eru ekki taldir lífshættulega særðir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að beita hernum til að stöðva mótmæli og óeirðir. 2. júní 2020 13:39