Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni Gunnar Reynir Valþórsson og Kjartan Kjartansson skrifa 4. júní 2020 07:38 Mattis segir Trump viljandi reyna að tvístra bandarísku þjóðinni. EPA/JIM LO SCALZO James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. Þetta segir Mattis í yfirlýsingu sem miðilinn The Atlantic birti og bætir við að hann sé reiður og að honum ofbjóði hvernig forsetinn hafi komið fram síðustu daga á meðan á mótmælum gegn lögregluofbeldi hefur staðið. „Donald Trump er fyrsti forsetinn í minni lífstíð sem reynir ekki að sameina bandarísku þjóðina, þykist ekki einu sinni reyna það. Í staðinn reynir hann að sundra okkur. Við erum að verða vitni að afleiðingum þriggja ára þessara meðvituðu tilrauna. Við erum að verða vitni að afleiðingum þriggja ára án þroskaðrar forystu,“ skrifar Mattis. Mattis, sem var herforingi í bandaríska flotanum, hefur sætt gagnrýni fyrir að þegja um það sem hann upplifði sem ráðherra í ríkisstjórn Trump. Atburðir síðustu daga í mótmælum vegna dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglu og þau viðbrögð Trump að hóta að beita hernum til að kveða þau niður ollu sinnaskiptum hjá Mattis. Í yfirlýsingunni hafnar Mattis því að láta herinn kveða niður mótmælin. Slíkt ætti aðeins að gera í örfáum tilfellum og aðeins ef ríkisstjórar einstakra ríkja færu fram á það. Hneykslaður á myndatökunni við kirkjuna Sérstaklega virðist hafa farið fyrir brjóstið á fyrrverandi varnarmálaráðherranum að Trump lét lögreglu rýma torg við Hvíta húsið til þess eins að hann gæti látið taka myndir af sér við kirkju sem varð fyrir skemmdum í óeirðum um helgina. Lögreglumenn skutu gúmmíkúlum og gasi að friðsömum mótmælendum en Hvíta húsið hefur reynt að þræta fyrir það. „Þegar ég gekk í herinn fyrir um fimmtíu árum sór ég þess eið að styðja og vernda stjórnarskrána. Aldrei óraði mig fyrir því að hermönnum sem sóru sama eið yrði skipað undir neinum kringumstæðum að rjúfa stjórnarskrárvarin réttindi meðborgara sinna, hvað þá til að búa til myndatækifæri fyrir kjörinn yfirmann hersins með leiðtoga hersins honum við hlið,“ skrifar Mattis. Hvetur Mattis landa sína til að hafna og draga embættismenn til ábyrgðar sem hafa stjórnarskrána að háði og spotti. Lýsti hann atburðum á torginu á mánudag sem misnotkun framkvæmdavaldsins. Trump hefur þegar svarað hershöfðingjanum fullum hálsi og segir á Twitter-síðu sinni að það eina sem hann og Barack Obama fyrrverandi forseti eigi sameiginlegt sé að hafa rekið Mattis úr embætti. Probably the only thing Barack Obama & I have in common is that we both had the honor of firing Jim Mattis, the world s most overrated General. I asked for his letter of resignation, & felt great about it. His nickname was Chaos , which I didn t like, & changed to Mad Dog ...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 4, 2020 Hann bætir því við að Mattis sé ofmetnasti hershöfðingi sögunnar, en Mattis á að baki afar farsælan feril innan bandaríska hersins og nýtur mikillar virðingar. Í tístunum fór Trump með tvær rangfærslur um Mattis. Annars vegar gaf forsetinn í skyn að hann hefði beðið Mattis um að segja af sér í desember árið 2018. Það rétta var að Mattis sagði af sér sjálfviljugur því hann var á ósammála ákvörðun Trump um að draga bandarískt herlið skyndilega frá Sýrlandi og yfirgefa þannig kúrdíska bandamenn nær fyrirvaralaust. Þá lét Trump í veðri vaka að hann hefði fundið upp á viðurnefninu „Óði hundur“ á Mattis. Það rétta er að Mattis hafði verið kallaður það löngu fyrir tíð Trump og mislíkaði herforingjanum ætíð viðurnefnið. ...His primary strength was not military, but rather personal public relations. I gave him a new life, things to do, and battles to win, but he seldom brought home the bacon . I didn t like his leadership style or much else about him, and many others agree. Glad he is gone!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 4, 2020 Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. Þetta segir Mattis í yfirlýsingu sem miðilinn The Atlantic birti og bætir við að hann sé reiður og að honum ofbjóði hvernig forsetinn hafi komið fram síðustu daga á meðan á mótmælum gegn lögregluofbeldi hefur staðið. „Donald Trump er fyrsti forsetinn í minni lífstíð sem reynir ekki að sameina bandarísku þjóðina, þykist ekki einu sinni reyna það. Í staðinn reynir hann að sundra okkur. Við erum að verða vitni að afleiðingum þriggja ára þessara meðvituðu tilrauna. Við erum að verða vitni að afleiðingum þriggja ára án þroskaðrar forystu,“ skrifar Mattis. Mattis, sem var herforingi í bandaríska flotanum, hefur sætt gagnrýni fyrir að þegja um það sem hann upplifði sem ráðherra í ríkisstjórn Trump. Atburðir síðustu daga í mótmælum vegna dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglu og þau viðbrögð Trump að hóta að beita hernum til að kveða þau niður ollu sinnaskiptum hjá Mattis. Í yfirlýsingunni hafnar Mattis því að láta herinn kveða niður mótmælin. Slíkt ætti aðeins að gera í örfáum tilfellum og aðeins ef ríkisstjórar einstakra ríkja færu fram á það. Hneykslaður á myndatökunni við kirkjuna Sérstaklega virðist hafa farið fyrir brjóstið á fyrrverandi varnarmálaráðherranum að Trump lét lögreglu rýma torg við Hvíta húsið til þess eins að hann gæti látið taka myndir af sér við kirkju sem varð fyrir skemmdum í óeirðum um helgina. Lögreglumenn skutu gúmmíkúlum og gasi að friðsömum mótmælendum en Hvíta húsið hefur reynt að þræta fyrir það. „Þegar ég gekk í herinn fyrir um fimmtíu árum sór ég þess eið að styðja og vernda stjórnarskrána. Aldrei óraði mig fyrir því að hermönnum sem sóru sama eið yrði skipað undir neinum kringumstæðum að rjúfa stjórnarskrárvarin réttindi meðborgara sinna, hvað þá til að búa til myndatækifæri fyrir kjörinn yfirmann hersins með leiðtoga hersins honum við hlið,“ skrifar Mattis. Hvetur Mattis landa sína til að hafna og draga embættismenn til ábyrgðar sem hafa stjórnarskrána að háði og spotti. Lýsti hann atburðum á torginu á mánudag sem misnotkun framkvæmdavaldsins. Trump hefur þegar svarað hershöfðingjanum fullum hálsi og segir á Twitter-síðu sinni að það eina sem hann og Barack Obama fyrrverandi forseti eigi sameiginlegt sé að hafa rekið Mattis úr embætti. Probably the only thing Barack Obama & I have in common is that we both had the honor of firing Jim Mattis, the world s most overrated General. I asked for his letter of resignation, & felt great about it. His nickname was Chaos , which I didn t like, & changed to Mad Dog ...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 4, 2020 Hann bætir því við að Mattis sé ofmetnasti hershöfðingi sögunnar, en Mattis á að baki afar farsælan feril innan bandaríska hersins og nýtur mikillar virðingar. Í tístunum fór Trump með tvær rangfærslur um Mattis. Annars vegar gaf forsetinn í skyn að hann hefði beðið Mattis um að segja af sér í desember árið 2018. Það rétta var að Mattis sagði af sér sjálfviljugur því hann var á ósammála ákvörðun Trump um að draga bandarískt herlið skyndilega frá Sýrlandi og yfirgefa þannig kúrdíska bandamenn nær fyrirvaralaust. Þá lét Trump í veðri vaka að hann hefði fundið upp á viðurnefninu „Óði hundur“ á Mattis. Það rétta er að Mattis hafði verið kallaður það löngu fyrir tíð Trump og mislíkaði herforingjanum ætíð viðurnefnið. ...His primary strength was not military, but rather personal public relations. I gave him a new life, things to do, and battles to win, but he seldom brought home the bacon . I didn t like his leadership style or much else about him, and many others agree. Glad he is gone!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 4, 2020
Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira