Vissi ekki af áformum útgerðarfélaganna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. apríl 2020 19:44 Fjármálaráðherra segist ekki hafa vitað af áformum fimm útgerðarfélaga, um að draga kröfur sínar á hendur ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta til baka, þegar hann lét hörð orð falla um kröfur félaganna á Alþingi fyrr í vikunni. Hann fagnar ákvörðun útgerðarfélaganna um að falla frá kröfum sínum. Á þingfundi á þriðjudaginn voru ráðherrar harðorðir í garð þeirra sjö útgerðarfyrirtækja sem gert höfðu kröfur upp á rúma tíu milljarða á hendur ríkinu vegna skaða sem þau töldu sig hafa orðið fyrir vegna úthlutunar makrílkvóta. Sjá einnig: Útgerðin fái reikninginn, ekki skattgreiðendur Daginn eftir barst yfirlýsing frá fimm útgerðarfélaganna þar sem því er lýst yfir að þau dragi kröfur sínar til baka. Í Morgunblaðinu í gær sagði stjórnarformaður Ísfélags Vestmannaeyja, að gagnrýni ráðherranna hafi ekki haft nein áhrif á ákvörðun félagsins um að falla frá kröfum sínum. Stjórn félagsins hafi á þriðjudaginn fallist á ósk aðaleiganda félagsins sem barst deginum áður um að hætta við málshöfðunina. Einum ráðherra í ríkisstjórninni hafi verið greint frá þeirri ákvörðun. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, vekur athygli á þessu á Facebook í dag þar sem hún gefur sér, að sökum þessa, hafi ríkisstjórnin haft vitneskju um málið. áður en þau fluttu ræður sínar á Alþingi. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsáðherra, segist ekki hafa haft vitneskju um áform fyrirtækjanna. „Ég hafði ekki haft neinar spurnir af því. Ég hafði hins vegar heyrt mikla gagnrýni og ég veit að sú gagnrýni hafði verið viðvarandi í langan tíma og allir þeir sem áttu hlutdeild að þessari málssókn vissu af þeirri gagnrýni,“ segir Bjarni. Honum þyki ánægjulegt að félögin hafi fallið frá kröfum sínum. „Ég vonast til þess að það verði endalok þessarar skaðabótakröfu. Menn sýndu fram á að lögum hefði ekki verið fylgt og það er útaf fyrir sig alvarlegt mál en mér fannst engin sanngirni í því að það gæti endað með skaðabótakröfu úr ríkissjóði fyrir þessum fjárhæðum. Það fannst mér bara alls ekki geta gengið upp.“ Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Fjármálaráðherra segist ekki hafa vitað af áformum fimm útgerðarfélaga, um að draga kröfur sínar á hendur ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta til baka, þegar hann lét hörð orð falla um kröfur félaganna á Alþingi fyrr í vikunni. Hann fagnar ákvörðun útgerðarfélaganna um að falla frá kröfum sínum. Á þingfundi á þriðjudaginn voru ráðherrar harðorðir í garð þeirra sjö útgerðarfyrirtækja sem gert höfðu kröfur upp á rúma tíu milljarða á hendur ríkinu vegna skaða sem þau töldu sig hafa orðið fyrir vegna úthlutunar makrílkvóta. Sjá einnig: Útgerðin fái reikninginn, ekki skattgreiðendur Daginn eftir barst yfirlýsing frá fimm útgerðarfélaganna þar sem því er lýst yfir að þau dragi kröfur sínar til baka. Í Morgunblaðinu í gær sagði stjórnarformaður Ísfélags Vestmannaeyja, að gagnrýni ráðherranna hafi ekki haft nein áhrif á ákvörðun félagsins um að falla frá kröfum sínum. Stjórn félagsins hafi á þriðjudaginn fallist á ósk aðaleiganda félagsins sem barst deginum áður um að hætta við málshöfðunina. Einum ráðherra í ríkisstjórninni hafi verið greint frá þeirri ákvörðun. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, vekur athygli á þessu á Facebook í dag þar sem hún gefur sér, að sökum þessa, hafi ríkisstjórnin haft vitneskju um málið. áður en þau fluttu ræður sínar á Alþingi. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsáðherra, segist ekki hafa haft vitneskju um áform fyrirtækjanna. „Ég hafði ekki haft neinar spurnir af því. Ég hafði hins vegar heyrt mikla gagnrýni og ég veit að sú gagnrýni hafði verið viðvarandi í langan tíma og allir þeir sem áttu hlutdeild að þessari málssókn vissu af þeirri gagnrýni,“ segir Bjarni. Honum þyki ánægjulegt að félögin hafi fallið frá kröfum sínum. „Ég vonast til þess að það verði endalok þessarar skaðabótakröfu. Menn sýndu fram á að lögum hefði ekki verið fylgt og það er útaf fyrir sig alvarlegt mál en mér fannst engin sanngirni í því að það gæti endað með skaðabótakröfu úr ríkissjóði fyrir þessum fjárhæðum. Það fannst mér bara alls ekki geta gengið upp.“
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira