Vissi ekki af áformum útgerðarfélaganna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. apríl 2020 19:44 Fjármálaráðherra segist ekki hafa vitað af áformum fimm útgerðarfélaga, um að draga kröfur sínar á hendur ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta til baka, þegar hann lét hörð orð falla um kröfur félaganna á Alþingi fyrr í vikunni. Hann fagnar ákvörðun útgerðarfélaganna um að falla frá kröfum sínum. Á þingfundi á þriðjudaginn voru ráðherrar harðorðir í garð þeirra sjö útgerðarfyrirtækja sem gert höfðu kröfur upp á rúma tíu milljarða á hendur ríkinu vegna skaða sem þau töldu sig hafa orðið fyrir vegna úthlutunar makrílkvóta. Sjá einnig: Útgerðin fái reikninginn, ekki skattgreiðendur Daginn eftir barst yfirlýsing frá fimm útgerðarfélaganna þar sem því er lýst yfir að þau dragi kröfur sínar til baka. Í Morgunblaðinu í gær sagði stjórnarformaður Ísfélags Vestmannaeyja, að gagnrýni ráðherranna hafi ekki haft nein áhrif á ákvörðun félagsins um að falla frá kröfum sínum. Stjórn félagsins hafi á þriðjudaginn fallist á ósk aðaleiganda félagsins sem barst deginum áður um að hætta við málshöfðunina. Einum ráðherra í ríkisstjórninni hafi verið greint frá þeirri ákvörðun. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, vekur athygli á þessu á Facebook í dag þar sem hún gefur sér, að sökum þessa, hafi ríkisstjórnin haft vitneskju um málið. áður en þau fluttu ræður sínar á Alþingi. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsáðherra, segist ekki hafa haft vitneskju um áform fyrirtækjanna. „Ég hafði ekki haft neinar spurnir af því. Ég hafði hins vegar heyrt mikla gagnrýni og ég veit að sú gagnrýni hafði verið viðvarandi í langan tíma og allir þeir sem áttu hlutdeild að þessari málssókn vissu af þeirri gagnrýni,“ segir Bjarni. Honum þyki ánægjulegt að félögin hafi fallið frá kröfum sínum. „Ég vonast til þess að það verði endalok þessarar skaðabótakröfu. Menn sýndu fram á að lögum hefði ekki verið fylgt og það er útaf fyrir sig alvarlegt mál en mér fannst engin sanngirni í því að það gæti endað með skaðabótakröfu úr ríkissjóði fyrir þessum fjárhæðum. Það fannst mér bara alls ekki geta gengið upp.“ Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Fjármálaráðherra segist ekki hafa vitað af áformum fimm útgerðarfélaga, um að draga kröfur sínar á hendur ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta til baka, þegar hann lét hörð orð falla um kröfur félaganna á Alþingi fyrr í vikunni. Hann fagnar ákvörðun útgerðarfélaganna um að falla frá kröfum sínum. Á þingfundi á þriðjudaginn voru ráðherrar harðorðir í garð þeirra sjö útgerðarfyrirtækja sem gert höfðu kröfur upp á rúma tíu milljarða á hendur ríkinu vegna skaða sem þau töldu sig hafa orðið fyrir vegna úthlutunar makrílkvóta. Sjá einnig: Útgerðin fái reikninginn, ekki skattgreiðendur Daginn eftir barst yfirlýsing frá fimm útgerðarfélaganna þar sem því er lýst yfir að þau dragi kröfur sínar til baka. Í Morgunblaðinu í gær sagði stjórnarformaður Ísfélags Vestmannaeyja, að gagnrýni ráðherranna hafi ekki haft nein áhrif á ákvörðun félagsins um að falla frá kröfum sínum. Stjórn félagsins hafi á þriðjudaginn fallist á ósk aðaleiganda félagsins sem barst deginum áður um að hætta við málshöfðunina. Einum ráðherra í ríkisstjórninni hafi verið greint frá þeirri ákvörðun. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, vekur athygli á þessu á Facebook í dag þar sem hún gefur sér, að sökum þessa, hafi ríkisstjórnin haft vitneskju um málið. áður en þau fluttu ræður sínar á Alþingi. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsáðherra, segist ekki hafa haft vitneskju um áform fyrirtækjanna. „Ég hafði ekki haft neinar spurnir af því. Ég hafði hins vegar heyrt mikla gagnrýni og ég veit að sú gagnrýni hafði verið viðvarandi í langan tíma og allir þeir sem áttu hlutdeild að þessari málssókn vissu af þeirri gagnrýni,“ segir Bjarni. Honum þyki ánægjulegt að félögin hafi fallið frá kröfum sínum. „Ég vonast til þess að það verði endalok þessarar skaðabótakröfu. Menn sýndu fram á að lögum hefði ekki verið fylgt og það er útaf fyrir sig alvarlegt mál en mér fannst engin sanngirni í því að það gæti endað með skaðabótakröfu úr ríkissjóði fyrir þessum fjárhæðum. Það fannst mér bara alls ekki geta gengið upp.“
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira