Kynningarfundur á deiliskipulagstillögu fyrir Nýja Skerjafjörð verður í beinni útsendingu klukkan 17 þar sem byggðin verður kynnt. Áætlað er að uppbygging hverfisins fari fram í tveimur áföngum en stefnt er að því að hefja fyrstu jarðvegsframkvæmdir í lok árs.
Áhersla er lög á að hverfið verði fallegt og sjálfbært þar sem stutt sé í helstu þjónustu og aðgengi að grænum svæðum gott. Gangandi og hjólandi vegfarendur verða í forgangi í allri hönnun hverfisins og samgöngutengingar við hverfið verða frá Einarsnesi í vestri og um nýja vegtengingu í austri sem nær suður fyrir Reykjavíkurflugvöll.
Fyrri áfangi verkefnisins er innan svæðis sem núverandi flugvallargirðing afmarkar og áætlað er að skipulagsvinna seinni áfangans fari í kynningar- og samþykktarferli vor eða sumar 2021.
Fundurinn hefst klukkan 17 og má fylgjast með honum í beinu streymi hér að neðan.