Efast um forsendur rannsóknar á malaríulyfi gegn Covid-19 Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2020 13:11 Hydroxychloroquine hefur í sumum tilfellum verið notað gegn Covid-19 en ekki hefur verið sýnt fram á virkni þess. AP/John Locher Breska læknaritið Lancet lýsti í gær áhyggjum af því að gögn sem notuð voru í rannsókn sem komst að þeirri niðurstöðu að malaríulyf tengdist auknum dánarlíkum hjá sjúklingum með Covid-19 væru ekki áreiðanleg. Lyfið og notkun þess hefur orðið hápólitísk eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti mærði það sem töfralausn við kórónuveiruheimsfaraldrinum. Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfsins hydroxychloroquine við Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar virtust benda til þess að Covid-19-sjúklingar sem fengu lyfið væru líklegri til að láta lífið en aðrir. Nokkrar klínískar tilraunir með lyfið voru stöðvaðar í kjölfarið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á annað hundrað lækna skrifuðu opið bréf til Lancet í síðustu viku þar sem þeir drógu niðurstöðu rannsóknarinnar í efa og óskuðu eftir að ummæli ritrýna um hana yrðu birt opinberlega. Nú segja ritstjórar Lancet að verulegur vísindalegur efi sé um rannsóknina. Þeir hafi fengið óháðan aðila til þess að fara yfir niðurstöðurnar. Rannsóknin byggði á heilbrigðisupplýsingum um 96.000 manns sem höfðu verið lagðir inn á sjúkrahús með Covid-19 frá litlu bandarísku fyrirtæki, Surgisphere. Hún var ekki hefðbundin klínísk tilraun þar sem virkni malaríulyfsins var borin saman við lyfleysu eða önnur lyf. Ritstjórn læknaritsins New England Journal of Medicine hefur einnig lýst áhyggjum af gæðum annarrar rannsóknar um að blóðþrýstingslyf yki ekki hættu á dauðsföllum úr Covid-19 sem byggði á gögnum sama fyrirtækis og sem hafði sama aðalhöfund. Mandeep Mehra, aðalhöfundur rannsókninna og prófessor í læknisfræði við læknaskóla Harvard-háskóla, segir að réttlætanlegt hafi verið að nota gögn Surgisphere á meðan annarra klínískra gagna sé beðið. „Ég bíð með óþreyju eftir niðurstöðum óháðra endurskoðenda en niðurstöður þeirra verða grundvöllur frekari aðgerða,“ sagði Mehra í yfirlýsingu í kjölfar athugasemda Lancet. Surgisphere segist standa við áreiðanleika gagna sinna en stofnandi fyrirtækisins er á meðal meðhöfunda Mehra að rannsókninni á malaríulyfinu. Í yfirlýsingu lagði fyrirtækið þó áherslu á að gögn þess kæmu ekki í staðinn fyrir ítarlegar tilraunir með lyf, að sögn AP-fréttastofunnar. Trump forseti hefur haldið hydroxichloroquine mjög á lofti sem lausn við kórónuveirufaraldrinum. Hann olli töluverður fjaðrafoki á dögunum þegar hann hélt því fram að hann hefði tekið lyfið inn að undanförnu þrátt fyrir að hann hafi ekki greinst smitaður af veirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Heilbrigðismál Tengdar fréttir WHO stöðvar rannsókn á notagildi malaríulyfs sem Trump segist taka gegn Covid Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur stöðvað rannsókn á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu vegna velferðarsjónarmiða. 25. maí 2020 20:41 Lyfið sem Trump segist hafa tekið gæti aukið líkur á dauða Covid-sjúklinga Rannsókn bandarískra lækna á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu virðist benda til þess að líkur á andláti aukist ef lyfið er tekið. 24. maí 2020 13:50 Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfs sem Trump hefur tekið til varnar gegn veirunni Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hafi undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar gegn faraldri kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:25 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Breska læknaritið Lancet lýsti í gær áhyggjum af því að gögn sem notuð voru í rannsókn sem komst að þeirri niðurstöðu að malaríulyf tengdist auknum dánarlíkum hjá sjúklingum með Covid-19 væru ekki áreiðanleg. Lyfið og notkun þess hefur orðið hápólitísk eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti mærði það sem töfralausn við kórónuveiruheimsfaraldrinum. Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfsins hydroxychloroquine við Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar virtust benda til þess að Covid-19-sjúklingar sem fengu lyfið væru líklegri til að láta lífið en aðrir. Nokkrar klínískar tilraunir með lyfið voru stöðvaðar í kjölfarið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á annað hundrað lækna skrifuðu opið bréf til Lancet í síðustu viku þar sem þeir drógu niðurstöðu rannsóknarinnar í efa og óskuðu eftir að ummæli ritrýna um hana yrðu birt opinberlega. Nú segja ritstjórar Lancet að verulegur vísindalegur efi sé um rannsóknina. Þeir hafi fengið óháðan aðila til þess að fara yfir niðurstöðurnar. Rannsóknin byggði á heilbrigðisupplýsingum um 96.000 manns sem höfðu verið lagðir inn á sjúkrahús með Covid-19 frá litlu bandarísku fyrirtæki, Surgisphere. Hún var ekki hefðbundin klínísk tilraun þar sem virkni malaríulyfsins var borin saman við lyfleysu eða önnur lyf. Ritstjórn læknaritsins New England Journal of Medicine hefur einnig lýst áhyggjum af gæðum annarrar rannsóknar um að blóðþrýstingslyf yki ekki hættu á dauðsföllum úr Covid-19 sem byggði á gögnum sama fyrirtækis og sem hafði sama aðalhöfund. Mandeep Mehra, aðalhöfundur rannsókninna og prófessor í læknisfræði við læknaskóla Harvard-háskóla, segir að réttlætanlegt hafi verið að nota gögn Surgisphere á meðan annarra klínískra gagna sé beðið. „Ég bíð með óþreyju eftir niðurstöðum óháðra endurskoðenda en niðurstöður þeirra verða grundvöllur frekari aðgerða,“ sagði Mehra í yfirlýsingu í kjölfar athugasemda Lancet. Surgisphere segist standa við áreiðanleika gagna sinna en stofnandi fyrirtækisins er á meðal meðhöfunda Mehra að rannsókninni á malaríulyfinu. Í yfirlýsingu lagði fyrirtækið þó áherslu á að gögn þess kæmu ekki í staðinn fyrir ítarlegar tilraunir með lyf, að sögn AP-fréttastofunnar. Trump forseti hefur haldið hydroxichloroquine mjög á lofti sem lausn við kórónuveirufaraldrinum. Hann olli töluverður fjaðrafoki á dögunum þegar hann hélt því fram að hann hefði tekið lyfið inn að undanförnu þrátt fyrir að hann hafi ekki greinst smitaður af veirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Heilbrigðismál Tengdar fréttir WHO stöðvar rannsókn á notagildi malaríulyfs sem Trump segist taka gegn Covid Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur stöðvað rannsókn á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu vegna velferðarsjónarmiða. 25. maí 2020 20:41 Lyfið sem Trump segist hafa tekið gæti aukið líkur á dauða Covid-sjúklinga Rannsókn bandarískra lækna á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu virðist benda til þess að líkur á andláti aukist ef lyfið er tekið. 24. maí 2020 13:50 Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfs sem Trump hefur tekið til varnar gegn veirunni Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hafi undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar gegn faraldri kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:25 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
WHO stöðvar rannsókn á notagildi malaríulyfs sem Trump segist taka gegn Covid Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur stöðvað rannsókn á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu vegna velferðarsjónarmiða. 25. maí 2020 20:41
Lyfið sem Trump segist hafa tekið gæti aukið líkur á dauða Covid-sjúklinga Rannsókn bandarískra lækna á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu virðist benda til þess að líkur á andláti aukist ef lyfið er tekið. 24. maí 2020 13:50
Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfs sem Trump hefur tekið til varnar gegn veirunni Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hafi undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar gegn faraldri kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:25