Innlent

Þyngir fangelsis­dóm í fimm­tán mánuði vegna í­trekaðra um­ferðar­laga­brota

Atli Ísleifsson skrifar
Hús Landsréttar.
Hús Landsréttar. Vísir/Vilhelm

Landréttur hefur þyngt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni á þrítugsaldri vegna umferðarlagabrota um einn mánuð. Maðurinn, sem á sakaferil að baki, var dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi í héraði en Landsréttur þyngdi dóminn í fimmtán mánuði.

Í dómi Landsréttar kemur fram að maðurinn hafi verið sakfelldur fyrir ýmis brot gegn umferðarlögum, þar á meðal að aka bílum í sjö skipti sviptur ökurétti. 

Í fjórum þeirra tilvika var hann einnig undir áhrifum ávana- og fíkniefna og í þremur jafnframt undir áhrifum slævandi lyfja.

Maðurinn var sömuleiðis sakfelldur fyrir vörslur fíkniefna, en Landsréttur ákvað að virtum sakaferli mannsins að þyngja refsinguna um einn mánuð, í fimmtán. Auk þess skal maðurinn sviptur ökurétti ævilangt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×