Man. City hefur engar áhyggjur af áhuga Man. United á Raheem Sterling Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2020 15:00 Raheem Sterling í leik með Manchester City á móti Manchester United á Old Trafford. EPA-EFE/PETER POWELL Raheem Sterling var orðaður við Manchester United á dögunum en það er nær því að vera draumórar blaðamanna en eitthvað sem gæti orðið að veruleika á næstunni. Frétt um áhuga Manchester United á Raheem Sterling birtist í breska blaðinu Independent fyrr í vikunni og þar var skrifað um að það væri líklegra að enski landsliðsmaðurinn endaði á Old Trafford ef að tveggja ára bann Manchester City frá Meistaradeildinni yrði staðfest. Manchester City var í febrúar dæmt í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum vegna brota á reglum UEFA um rekstur fótboltafélaga en City áfrýjaði og það á eftir að taka þá áfrýjun fyrir. Raheem Sterling hefur spilað með Manchester City frá 2015 þegar hann kom þangað frá Liverpool eftir að hafa slegið í gegn í stjóratíð Brendan Rodgers á Anfield. The Independent claimed Raheem Sterling was in Manchester United's transfer thinking.... https://t.co/PLGmKdtJXq— TEAMtalk (@TEAMtalk) June 3, 2020 Það var mjög óvinsælt hjá stuðningsmönnum Liverpool að horfa upp á Raheem Sterling elta peningana til Manchester City og það yrði einnig mjög eldfimmt færi hann frá City til Manchester United. Það er hins vegar lítil hætta á því ef marka má fréttir úr herbúðum Manchetser City. Heimildarmenn Metro úr röðum City segja að stuðningsmenn Manchester City þyrfi ekki að hafa áhyggjur af því að sjá í búningi Manchester United í næstu framtíð. Manchester City ætlar ekki að selja leikmanninn og hvað þá til erkifjenda sinna hinum megin í borginni. Sterling er með samning við Manchester City til ársins 2023 og viðræður um framlengingu eru í gangi. City er sagt vilja gera nýjan samning sem þýddi að Sterling fengi 350 þúsund pund á viku eða rúmar 59 milljónir króna. Verðmiðinn á Raheem Sterling er líka kominn yfir tvö hundruð milljónir punda sem myndi gera það enn erfiðara fyrir Manchester United að kaupa kappann. Það eru því litlar sem engar líkur á því að Sterling spili fyrir Manchester United í næstu framtíð. Enski boltinn Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Fleiri fréttir „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Sjá meira
Raheem Sterling var orðaður við Manchester United á dögunum en það er nær því að vera draumórar blaðamanna en eitthvað sem gæti orðið að veruleika á næstunni. Frétt um áhuga Manchester United á Raheem Sterling birtist í breska blaðinu Independent fyrr í vikunni og þar var skrifað um að það væri líklegra að enski landsliðsmaðurinn endaði á Old Trafford ef að tveggja ára bann Manchester City frá Meistaradeildinni yrði staðfest. Manchester City var í febrúar dæmt í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum vegna brota á reglum UEFA um rekstur fótboltafélaga en City áfrýjaði og það á eftir að taka þá áfrýjun fyrir. Raheem Sterling hefur spilað með Manchester City frá 2015 þegar hann kom þangað frá Liverpool eftir að hafa slegið í gegn í stjóratíð Brendan Rodgers á Anfield. The Independent claimed Raheem Sterling was in Manchester United's transfer thinking.... https://t.co/PLGmKdtJXq— TEAMtalk (@TEAMtalk) June 3, 2020 Það var mjög óvinsælt hjá stuðningsmönnum Liverpool að horfa upp á Raheem Sterling elta peningana til Manchester City og það yrði einnig mjög eldfimmt færi hann frá City til Manchester United. Það er hins vegar lítil hætta á því ef marka má fréttir úr herbúðum Manchetser City. Heimildarmenn Metro úr röðum City segja að stuðningsmenn Manchester City þyrfi ekki að hafa áhyggjur af því að sjá í búningi Manchester United í næstu framtíð. Manchester City ætlar ekki að selja leikmanninn og hvað þá til erkifjenda sinna hinum megin í borginni. Sterling er með samning við Manchester City til ársins 2023 og viðræður um framlengingu eru í gangi. City er sagt vilja gera nýjan samning sem þýddi að Sterling fengi 350 þúsund pund á viku eða rúmar 59 milljónir króna. Verðmiðinn á Raheem Sterling er líka kominn yfir tvö hundruð milljónir punda sem myndi gera það enn erfiðara fyrir Manchester United að kaupa kappann. Það eru því litlar sem engar líkur á því að Sterling spili fyrir Manchester United í næstu framtíð.
Enski boltinn Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Fleiri fréttir „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Sjá meira