Ekki bjartsýn á að Þjóðhátíð verði með hefðbundnu sniði Sylvía Hall skrifar 3. júní 2020 09:00 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/Jói K. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjabæ, telur ólíklegt að Þjóðhátíð fari fram í sömu mynd og hún hefur verið haldin undanfarin ár. Það séu þó allar líkur á því að hátíðin verði haldin, enda hafi hún verið haldin samfleytt frá árinu 1874. „Við áttum okkur öll á því að þetta sumar verður öðruvísi en ég hef sagt það áður að Þjóðhátíðin er í okkar huga líka menningarhátíð, það er búið að halda hana síðan 1874 þannig hún er ekki svo auðveldlega slegin af,“ sagði Íris í viðtali við Bítið í morgun. Það sé þó ekki undir henni komið að taka þá ákvörðun en í ljósi aðstæðna virðist vera ljóst að breytinga sé þörf á útfærslunni í ár. „Menn hafa ekki blásið neitt af enn þá, en ég náttúrulega er ekki bjartsýn á að það verði haldin þessi hefðbundna Þjóðhátíð.“ Hún býst því ekki við að sjá 17 þúsund manns safnast saman í brekkunni þetta árið. Ef tekið er tillit til þeirra takmarkana sem eru í gildi vegna kórónuveirufaraldursins er ljóst að sú útfærsla gengi ekki upp, og í ofanálag má skemmtanahald ekki vera lengur 23. „Ég held að það yrði pínu erfitt að sópa út úr dalnum klukkan ellefu.“ Gosið kom ekki í veg fyrir Þjóðhátíð Hún segir menningarlegt gildi Þjóðhátíðar vera gríðarlega mikið, sérstaklega fyrir Vestmanneyinga. Því sé ekki hlaupið til og frestað hátíðinni þó útlitið sé slæmt heldur beðið átekta og reynt að tryggja það að hún geti farið fram með einhverjum hætti. „Það er auðvitað búið að halda Þjóðhátíðina [frá 1874]. Það var haldin Þjóðhátíð 1973, með allt öðrum hætti, en hún var haldin.“ Að sögn Írisar hefur veturinn verið erfiður fyrir Vestmanneyinga og því sé allt kapp lagt á það að stórir menningarviðburðir geti farið fram, til að mynda Goslokahátíðin og stærri íþróttamót. Bærinn hafi verið gagnrýndur fyrir þá stefnu en það sé mikilvægt fyrir samfélagið. „Við ætlum að reyna að gera þetta, þetta er búið að vera erfiður vetur og fólkið okkar þarf svolítið tilbreytingu. Það verður eins með Þjóðhátíð og Goslokahátíðina, það verður að sníða sér stakk eftir vexti og það kæmi mér mjög á óvart ef henni yrði algjörlega aflýst,“ segir Íris. Íþróttamótin á sínum stað Þá stendur sömuleiðis til að halda þau íþróttamót sem voru á dagskrá í bæjarfélaginu í sumar. Einhverjar breytingar verða þó gerðar svo öllum tilmælum yfirvalda sé fylgt. „Þetta sumar verður náttúrulega svolítið öðruvísi en öll önnur en það eru engar takmarkanir börnum og íþróttaiðkun barna. Það er búið að vinna þetta í samstarfi við aðgerðastjórn og almannavarnir og allt það, þannig að þetta er bara unnið eins og önnur fótboltamót á Íslandi verða í sumar.“ Hún segir breyttar reglur snúa einna helst að skemmtunum og öðru sem mótunum fylgir. Leikirnir sjálfir fari fram með hefðbundnu sniði en kvöldvökum og matartímum fylgi strangari reglur til þess að koma í veg fyrir smithættu. „Foreldrar eru ekki að koma inn á þessu stóru viðburði, og það er verið að hugsa verðlaunaafhendingu og annað öðruvísi,“ segir Íris og bætir við að það sé viðbragðsáætlun sem fylgi mótunum. Fyrst og fremst sé þó ánægjulegt að mótin fari fram. „Það gengur vel og börnin eru spennt, enda er gríðarlega gaman að koma til Vestmannaeyja.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Írisi í fullri lengd. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Bítið Tengdar fréttir Eyjamenn aldrei verið jafnspenntir og boða fótboltamótin samkvæmt áætlun Orkumótið í Eyjum verður haldið 24.-27. júní í sumar og mun það verða með sama sniði og undanfarin ár. 6. maí 2020 14:58 Vonast til að geta haldið Þjóðhátíð á venjulegum tíma en mögulega með breyttu sniði Íþróttabandalag Vestmannaeyja (ÍBV) og Þjóðhátíðarnefnd ætla ekki að hætta undirbúningi við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem alla jafna fer fram fyrstu helgina í ágúst á hverju ári. Ráðstafanir verða nú gerðar svo hægt verði að halda hátíðina í breyttri mynd, ef á þarf að halda. 14. apríl 2020 18:01 Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru í algjöru uppnámi Mikil óvissa er um hvort hægt verði að halda stórar fjöldasamkomur í sumar. Fiskidagurinn mikli á Dalvík fer ekki fram í ár en margir aðrir hyggjast reyna að halda sínar hátíðir í breyttri mynd. 15. apríl 2020 19:45 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjabæ, telur ólíklegt að Þjóðhátíð fari fram í sömu mynd og hún hefur verið haldin undanfarin ár. Það séu þó allar líkur á því að hátíðin verði haldin, enda hafi hún verið haldin samfleytt frá árinu 1874. „Við áttum okkur öll á því að þetta sumar verður öðruvísi en ég hef sagt það áður að Þjóðhátíðin er í okkar huga líka menningarhátíð, það er búið að halda hana síðan 1874 þannig hún er ekki svo auðveldlega slegin af,“ sagði Íris í viðtali við Bítið í morgun. Það sé þó ekki undir henni komið að taka þá ákvörðun en í ljósi aðstæðna virðist vera ljóst að breytinga sé þörf á útfærslunni í ár. „Menn hafa ekki blásið neitt af enn þá, en ég náttúrulega er ekki bjartsýn á að það verði haldin þessi hefðbundna Þjóðhátíð.“ Hún býst því ekki við að sjá 17 þúsund manns safnast saman í brekkunni þetta árið. Ef tekið er tillit til þeirra takmarkana sem eru í gildi vegna kórónuveirufaraldursins er ljóst að sú útfærsla gengi ekki upp, og í ofanálag má skemmtanahald ekki vera lengur 23. „Ég held að það yrði pínu erfitt að sópa út úr dalnum klukkan ellefu.“ Gosið kom ekki í veg fyrir Þjóðhátíð Hún segir menningarlegt gildi Þjóðhátíðar vera gríðarlega mikið, sérstaklega fyrir Vestmanneyinga. Því sé ekki hlaupið til og frestað hátíðinni þó útlitið sé slæmt heldur beðið átekta og reynt að tryggja það að hún geti farið fram með einhverjum hætti. „Það er auðvitað búið að halda Þjóðhátíðina [frá 1874]. Það var haldin Þjóðhátíð 1973, með allt öðrum hætti, en hún var haldin.“ Að sögn Írisar hefur veturinn verið erfiður fyrir Vestmanneyinga og því sé allt kapp lagt á það að stórir menningarviðburðir geti farið fram, til að mynda Goslokahátíðin og stærri íþróttamót. Bærinn hafi verið gagnrýndur fyrir þá stefnu en það sé mikilvægt fyrir samfélagið. „Við ætlum að reyna að gera þetta, þetta er búið að vera erfiður vetur og fólkið okkar þarf svolítið tilbreytingu. Það verður eins með Þjóðhátíð og Goslokahátíðina, það verður að sníða sér stakk eftir vexti og það kæmi mér mjög á óvart ef henni yrði algjörlega aflýst,“ segir Íris. Íþróttamótin á sínum stað Þá stendur sömuleiðis til að halda þau íþróttamót sem voru á dagskrá í bæjarfélaginu í sumar. Einhverjar breytingar verða þó gerðar svo öllum tilmælum yfirvalda sé fylgt. „Þetta sumar verður náttúrulega svolítið öðruvísi en öll önnur en það eru engar takmarkanir börnum og íþróttaiðkun barna. Það er búið að vinna þetta í samstarfi við aðgerðastjórn og almannavarnir og allt það, þannig að þetta er bara unnið eins og önnur fótboltamót á Íslandi verða í sumar.“ Hún segir breyttar reglur snúa einna helst að skemmtunum og öðru sem mótunum fylgir. Leikirnir sjálfir fari fram með hefðbundnu sniði en kvöldvökum og matartímum fylgi strangari reglur til þess að koma í veg fyrir smithættu. „Foreldrar eru ekki að koma inn á þessu stóru viðburði, og það er verið að hugsa verðlaunaafhendingu og annað öðruvísi,“ segir Íris og bætir við að það sé viðbragðsáætlun sem fylgi mótunum. Fyrst og fremst sé þó ánægjulegt að mótin fari fram. „Það gengur vel og börnin eru spennt, enda er gríðarlega gaman að koma til Vestmannaeyja.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Írisi í fullri lengd.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Bítið Tengdar fréttir Eyjamenn aldrei verið jafnspenntir og boða fótboltamótin samkvæmt áætlun Orkumótið í Eyjum verður haldið 24.-27. júní í sumar og mun það verða með sama sniði og undanfarin ár. 6. maí 2020 14:58 Vonast til að geta haldið Þjóðhátíð á venjulegum tíma en mögulega með breyttu sniði Íþróttabandalag Vestmannaeyja (ÍBV) og Þjóðhátíðarnefnd ætla ekki að hætta undirbúningi við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem alla jafna fer fram fyrstu helgina í ágúst á hverju ári. Ráðstafanir verða nú gerðar svo hægt verði að halda hátíðina í breyttri mynd, ef á þarf að halda. 14. apríl 2020 18:01 Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru í algjöru uppnámi Mikil óvissa er um hvort hægt verði að halda stórar fjöldasamkomur í sumar. Fiskidagurinn mikli á Dalvík fer ekki fram í ár en margir aðrir hyggjast reyna að halda sínar hátíðir í breyttri mynd. 15. apríl 2020 19:45 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Eyjamenn aldrei verið jafnspenntir og boða fótboltamótin samkvæmt áætlun Orkumótið í Eyjum verður haldið 24.-27. júní í sumar og mun það verða með sama sniði og undanfarin ár. 6. maí 2020 14:58
Vonast til að geta haldið Þjóðhátíð á venjulegum tíma en mögulega með breyttu sniði Íþróttabandalag Vestmannaeyja (ÍBV) og Þjóðhátíðarnefnd ætla ekki að hætta undirbúningi við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem alla jafna fer fram fyrstu helgina í ágúst á hverju ári. Ráðstafanir verða nú gerðar svo hægt verði að halda hátíðina í breyttri mynd, ef á þarf að halda. 14. apríl 2020 18:01
Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru í algjöru uppnámi Mikil óvissa er um hvort hægt verði að halda stórar fjöldasamkomur í sumar. Fiskidagurinn mikli á Dalvík fer ekki fram í ár en margir aðrir hyggjast reyna að halda sínar hátíðir í breyttri mynd. 15. apríl 2020 19:45